Skólavarðan - 01.10.2002, Qupperneq 16

Skólavarðan - 01.10.2002, Qupperneq 16
Mikið er unnið með plast sem kallast pólysteren (PS) og krakkarnir búa til úr því alls konar nytjahluti eins og nestis- og klakabox. Í raun geta þau fjöldaframleitt það sem þau búa til, þau vanda sig við grunnvinnuna sem felst í að búa til mót af hlutnum, síðan er plastið hitað og sett yfir. Þegar því er lokið er hluturinn málaður eins og þau vilja. Verkefnin í smíðastofunni byggjast á samvinnu og hugmyndaflugi nemenda og kennara, verkin sem við sáum eru bara brot af þeim skemmtilegu verkefnum sem nem- endurnir hans Svenna eru að vinna við í vetur. Einnig er unnið með gler, leður, kopar og við rafsuðu þannig að smíða- kennslan snýst ekki bara um að hefla timb- ur og pússa heldur læra nemendur sam- setningu efna og fá skilning á því hvernig verk er brotið upp í verkþætti, þannig læra þeir eins og segir í aðalnámskránni verkskilning, skipulag og verkaskiptingu. Smíðakennslan er hentug til að þjálfa skiln- ing nemenda á þessum þáttum og nýtist í öðrum námsgreinum, eins og til dæmis samfélagsfræði og stærðfræði, og segir Svenni að hann og samkenn- arar hans geti oft tengt þær saman. Svenni er frumkvöðull í notkun glers í smíðatímum og í stofunni hans er mjög góð aðstaða til gler- vinnu. „Krakkarnir eru mjög spenntir fyrir glervinnunni og hafa mikinn áhuga á að búa til skartgripi og spennur úr gleri. Þá hanna þau hlutinn frá grunni, teikna, bræða glerið og móta það. Krökkum finnst rosalega gaman að vinna með gler og hafa mikinn áhuga, sérstaklega á glerbræðslunni, stundum erum við með músík á fullu og eigum góða stund við gler- vinnsluna. Það er undantekning ef krakkar hafa ekki gaman af því sem fram fer í smíðakennslunni. Krakkar nú til dags eru mjög tæknivæddir og því höfða þessir hlutir vel til þeirra. Ég hef alla tíð lagt mikla á- herslu á að vera vinur krakkanna og að þeim líði vel hérna í smíðastofunni og sú hefur orðið raunin. Sumir eiga athvarf hér og taka í raun ástfóstri við smíðastofuna.“ Beljuörgjafi, snjókubbaskófla og mjúk mamma Krakkarnir í Öldutúnsskóla hafa fjórum sinnum tekið þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og unnið til sex verðlauna fyrir hugmyndir sem þau hafa sent inn. Þar á meðal vann skíðabrettakrókurinn til verðlauna og hefur verið tekinn í notkun í Bláfjöllum. Einnig hefur verið hönnuð snjókubbaskófla, skeiðastoppari, slátur- klemma og mjúka mamman sem er stað- gengill fyrir mömmu sem er í vinnunni. Í fyrra voru meðal annars hönnuð upphengi og beljuörgjafi svo að þau ráðast ekki á garðann þar sem hann er lægstur. Sá sem hannaði örgjafann hafði verið í sveit og fannst frekar leiðinlegt að færa beljurnar úr röngum básum, þaðan er hugmyndin kom- in. Örgjafinn er settur á beljuna og hún ratar á sinn bás, það er hægt að þróa þá hugmynd áfram og tengja við fóðurgjöf. Skólinn leggur mikla áherslu á að krakk- arnir taki þátt í keppninni og á hverju ári eru sendar inn hátt í 300 hugmyndir frá skólanum. Sveinn hefur séð um keppnina fyrir hönd skólans. Nýja námskráin hvetur einmitt til verkefna sem falla vel að þessari keppni. „Hugmyndirnar flæða frá krökkunum, þau senda sum allt að tíu hugmyndir inn í keppnina og keppendur eru á öllum aldri. Strax í fyrstu bekkjum byrjum við að koma inn hugtökum sem snúa að tækni og eðlis- fræði, áhuginn er mikill og þau eru svo opin að tilvalið er að nota tækifærið og leggja þessa hluti inn hjá þeim þó að þau þurfi aðeins meiri hjálp en hinir.“ Strákarnir í 6. bekk L biðu óþreyjufullir eftir því að komast inn í smíðastofuna og byrja á taugaveiklunarmælinum sem þeir eru að vinna að þessa dagana. Eftirvænting skín úr augum þeirra þegar Svenni býður þeim að koma inn í stofuna þar sem Friðrik smíðakennari tekur á móti þeim og leggur fyrir verkefni dagsins, taugaveiklunarmæli sem er einskonar gestaþraut. Sveinn hefur óþrjótandi áhuga á kennsl- unni þó að hann eyði kannski ekki eins miklum tíma í skólanum og hann gerði í upphafi. Áhuginn hefur ekkert minnkað og nú er hann í námi í sérkennslu uppi í Kennaraháskóla og hefur því dregið aðeins úr smíðakennslunni. „Þú útskrifast sem kennari og kannt í raun ekki neitt, þetta er eins og að vera ökumaður, þú kannt ekkert að keyra í byrj- un, vantar alla reynslu. Ég leit á það að fara út í kennslu eins og að sigla skútu, þegar maður ekki vanur að sigla vill skútunni hvolfa en eftir því sem maður verður vanari því betur siglir skútan. Eftir fimm til sex ára kennslu má segja að maður sé kominn með reynslu. Það skemmtilegasta við þetta fag er að maður er, og þarf að vera, stöðugt vakandi fyrir nýjungum og við það fær maður hvatningu sem skilar sér til krakkanna. Verkefnin þurfa að vera hugur, hjarta og hönd.“ Steinunn Þorsteinsdóttir Viðta l 19 Heitri plastplötunni er þrýst niður á mótið en undir mótinu er kassi sem tengdur er við loftsog og dregur heitt og mjúkt plastið ofan í hverja fellingu. Það ríkir eftirvænting og áhugi í smíðastofunni. Talsvert er unnið í glerlist þar sem gler og glerbrot eru brædd upp og steypt í ýmiskonar mót, meðal annars disk eins og þennan. Hreyflar þyrlunnar eru knúnir af litlum rafmót- orum sem fá orku sína frá sólarrafhlöðu sem sést á undirstöðuplötunni.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.