Skólavarðan - 01.10.2002, Blaðsíða 21
Ég hafði ekki verið lengi inni á kennara-
stofunni fyrsta starfsdaginn þegar orðið
leyfisbréf barst mér til eyrna frá öðrum ný-
útskrifuðum kennurum sem tóku spjall
saman. Leyfisbréf? Bíðum nú við, hvað var
fólkið að tala um? Jú, leyfisbréf til þess að
mega kenna, hefði nú alveg getað sagt mér
það sjálf. Jæja, og hvað gerist ef ég er ekki
komin með þetta leyfisbréf? Það er nefni-
lega það, ég verð ekki að fullu metin sem
kennari og fæ þar af leiðandi ekki rétt út-
borgað fyrr en pappírinn er komin í höfn.
Þá er best að drífa sig og redda þessum
snepli en hvað skyldi maður borga fyrir
herlegheitin? Nú, ekki meira en 5000 kr.,
það er ágætlega sloppið og hvað hef ég svo
þetta leyfi lengi? Ævilangt? Verð að kynna
mér þetta betur.
Það leggst vel í mig að fara að kenna, ég
hlakka til að mennta þjóðhöfðingja fram-
tíðarinnar og hafa þannig óbein áhrif á
heimssöguna. Notalegt að hafa smá áhrif,
hvað ætli hafi klikkað á námsárum Adolfs
Hitlers? Skyldi fyrrum barnaskólakennari
hr. Ólafs Ragnars Grímssonar hafa reddað
leyfisbréfinu sínu í tæka tíð? Er ég kæru-
laus? Verður það kannski einkennandi fyrir
mig sem kennara að koma ekki nógu vel
undirbúin, gleyma formsatriðunum, papp-
írsvinnunni? Það hlýtur að vera martröð
hvers kennara. Verð að kaupa mér sjálfs-
hjálparbækur, má ekki láta koma aftan að
mér, má ekki verða fyrir höggi, þarf að vera
alvitur, upplýsinganáma, fullkomin fyrir-
mynd til munns og handa...
Ég verð að viðurkenna að nemendurnir
leggjast misvel í mig, ég efast um að við
eigum öll skap saman. Námsörðugleikar,
lesblinda, athyglisbrestur, ofvirkni - þetta
kennarastarf virðist ekkert sérstaklega létt,
ég held ég verði að rifja upp glósurnar
mínar - hefði ekki verið gáfulegt að bjóða
upp á áfanga í lyfhrifafræði í Kennó? Ég
má ekki láta greiningar hafa áhrif á mig,
má ekki mismuna, má ekki draga í dilka,
má ekki mislíka við neinn... má ekki... má
ekki... Yo! kennaramenntuð! Á jörðina
með þig, þér þarf ekki að líka vel við alla
nemendur, muna bara að vera sanngjörn,
reyna að koma á gagnkvæmri virðingu og
öðlast traust þeirra. Göfug markmið en
hvernig næ ég þeim? „Bannað að
brosa fram að jólum“ aðferðin hljóm-
ar ekkert sérstaklega vel. Skyldi ég
missa tökin ef ég byrja að brosa strax í
dag?
Orðin skólanámskrá og kennslu-
áætlun hljóma kunnuglega. Mikið
ósköp er ég annars fegin því að hafa
Aðalnámskrána til að styðjast við.
Hvar lagði ég nú aftur þessa kennslu-
biblíu frá mér? Ekki fara á taugum,
nýúskrifuð, hún getur ekki verið langt
undan. Ég verð að viðurkenna að ég
finn til óöryggis ef ég legg námskrána
frá mér langan tíma í einu og þreifa
reglulega eftir henni í skólatöskunni.
En hvað er í gangi, ég sem var svo
sjálfstæð og fór eigin leiðir. Af hverju
hengi ég nú líf mitt við skruddu sem
úreldist hvort sem er á nokkurra ára
fresti? Geta foreldrarnir sakað mig
um vanrækslu eða jafnvel kært mig ef
ég næ ekki að halda almennilega utan
um einstaklingsmiðuð færnimarkmið
í anda fjölgreindarkenningar? Hefur
bók með lagaígildi eitthvert lagalegt
gildi þegar á reynir? Gæti ég misst
leyfisbréfið?
Skólastjórnendur eru alveg með
stefnu skólans á hreinu, kennaraliðið
Þankar í upphafi kennslu
24
Umræðan um stuðning við nýja kenn-
ara er loks að komast á skrið og sem
innlegg í hana fékk Skólavarðan nýút-
skrifaðan kennara til að setja niður
þanka sína í upphafi kennslu, vænt-
ingar og verkefni.
Hlakka til
að mennta þjóðhöfðingja!
Dagbók nýútskrifaðs kennara
Verð að kaupa mér sjálfshjálparbækur, má ekki láta koma aftan að mér,
má ekki verða fyrir höggi, þarf að vera alvitur, upplýsinganáma, full-
komin fyrirmynd til munns og handa...
Skyldi ég missa tökin ef ég byrja að brosa strax í dag?