Skólavarðan - 01.10.2002, Qupperneq 23

Skólavarðan - 01.10.2002, Qupperneq 23
Aðspurð um hvað væri átt við með skóla fyrir alla sagði Sylvía að hugsunin væri sú að skipulag skólastarfs væri það fjölbreyti- legt og sveigjanlegt að allir nemendur fengju tækifæri til að styrkjast og þróast í samræmi við eigin getu og forsendur. Oft væri líka talað um skóla án aðgreiningar. Þessi hugmyndafræði hefði lengi verið höfð að leiðarljósi í skólastarfi á Norður- löndum. Megintilgangurinn með NordSpes- vefnum væri að auðvelda mönnum að fylgj- ast með umræðu og þróunarstarfi sem bygg- ist á þessari sýn og jafnframt að efla norræna samvinnu um kennslu nemenda með sér- þarfir. Sylvía ítrekaði að stöðugt yrði algengara að kennsla nemenda með sérþarfir færi fram í almennum skólum og almennum bekkjum og útfærslan á námi væri því mis- munandi. NordSpes-vefurinn ætti því að geta orðið stuðningur fyrir kennara sem sinna nemendum með sérþarfir hvar sem þeir eru og vonandi svarað einhverjum af þeim fjölmörgu spurningum sem óhjá- kvæmilega vakna í tengslum við starfið. Hvers konar efni má finna á vefnum? Almennt má segja að sjónum sé beint að þeim þáttum sem eru forsenda þess að kennari geti sinnt nemendum með sér- kennsluþarfir á árangursríkan hátt. Þar má finna upplýsingar um framboð og aðgang að nýju námsefni á Norðurlöndum, hvaða aðferðum er beitt til að móta námsum- hverfi, úttektir á ýmsum sviðum sérkennslu svo eitthvað sé nefnt og loks eru á vefnum fréttir af ýmsu sem er efst á baugi í löndun- um hverju sinni. Einnig er auðvelt að finna þar krækjur í heimasíður helstu nor- rænna stofnana og félaga á þessum vett- vangi. Hvernig ber notandinn sig að? Á NordSpes er lögð áhersla á fimm meg- insvið sem öll ná yfir fjölmörg atriði: Skól- inn fyrir alla, UT, Skólaþróun, Símenntun og Námsgögn. Innan hvers sviðs er efninu raðað í þrjá flokka, í fyrsta lagi námsörðugleikar, í öðru lagi líkamlegir og líffræðilegir erfiðleikar og í þriðja lagi félagslegir og tilfinningalegir örðugleikar. Þessi þrískipting er fengin frá OECD og notuð til að auðvelda mönnum að finna efni á vefnum. Allri flokkun fylgja svo viss- ar takmarkanir og nemandi með sérþarfir getur þurft aðstoð sem fellur undir einn, tvo eða alla þrjá ofangreinda flokka. Not- andinn getur því þurft að fara á milli til að finna þær upplýsingar sem hann leitar að. Er íslenskt efni á NordSpes? Já, það er heilmikið af íslensku efni inni á NordSpes-vefnum og tæpast of djúpt í ár- inni tekið að segja að þar sé sennilega meira af íslensku efni um sérkennslu í vefrænu formi en á nokkrum öðrum ís- lenskum vef enn sem komið er. Íslendingar voru með í að þróa vefinn frá byrjun og lögð var áhersla á að þýða allar forsíður og efnislýsingar á íslensku ásamt völdum greinum og nú er hægt að opna vefinn beint á íslensku http://www.nord- spes.org/islenska. Þótt mikið hafi verið þýtt höfum við ekki haft bolmagn til að þýða allt efnið á vefnum yfir á íslensku. Það má líka velta fyrir sér hvort ástæða er til að leggja í slíkan kostnað ástæða þar eð all- flestir Íslendingar eru færir um að lesa Vefanest i 26 Skólinn fyrir alla er yfirskrift norræna sérkennsluvefjarins NordSpes. Ef litið er inn á vefinn má finna þar fjölbreytilegt efni um skólastarf á Norðurlöndum. Skólavörðunni lék hugur á að fræðast meira um tilurð vefjarins og tilgang og leitaði í því skyni til Sylvíu Guðmunds- dóttur ritstjóra hjá Námsgagnastofnun, en ritstjórn á vefnum hér á landi er í höndum Námsgagnastofnunar. Gefðu þér tíma til að líta inn á NordSpes! http://nordspes.org/islenska Á NordSpes-vefnum getur þú meðal annars fundið eftirfarandi: • Námsgögn - löguð að ólíkum námsþörfum (N) Á norska skólanetinu er tiltekið svið helgað námsgögnum sem sniðin eru að ólíkum námsþörfum. • KVIS - í átt til betri sérkennslu (DK) Danska menntamálaráðuneytið hefur látið gefa út bækling þar sem sagt er frá gæða- stjórnunarverkefninu KVIS. • Gæðaþróun í almennri kennslu og sérkennslu (FIN) Finnska menntamálaráðuneytið hefur ýtt úr vör nýju verkefni sem hefur að markmiði að auka gæði í almennri kennslu og sérkennslu. • Fyrsta útskrift frá Starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti (IS) Starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti útskrifaði sex nemendur í vor. • Með sama rétt: Um námsgögn fyrir nemendur með námserfiðleika og erlendan bakgrunn (SE) • LURT - náms- og kennslugögnum breytt með tilliti til táknmáls (N) LURT er gagnvirkt kennsluefni í táknmálskennslu sem er ætlað að hjálpa heyrandi fólki til að tileinka sér þekkingu á sviði norska táknmálsins. • ETAI: Bætt skilyrði til náms. Fjölþjóðlegt rannsóknar- og þróunarverkefni 1998 - 2001 (IS) Hin síðari ár hefur í æ ríkara mæli verið litið á virka blöndun (inclusion) sem leið til að efla gildi skólanáms fyrir ungt fólk. „Á NordSpes-vefnum er sjónum beint beint að þeim þáttum sem eru forsenda þess að kennari geti sinnt nemendum með sérkennsluþarfir á árangursríkan hátt,“ segir Sylvía Guðmundsdóttir.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.