Skólavarðan - 01.10.2002, Qupperneq 24

Skólavarðan - 01.10.2002, Qupperneq 24
skandinavísk tungumál. Hins vegar verðum við að þýða íslenska efnið til að það nýtist félögum okkar á hinum Norðurlöndunum. Í því sam- bandi hefur iðulega komið á óvart hve sjaldgæft er að stofnanir hér á landi hafi aðgengilegar upplýsingar um starfsemi sína á ensku eða Norðurlandamálum á heimasíðu. Þá má geta þess að allt efni er auðkennt með stöfum landanna og því auðvelt að átta sig á hvaðan það er. Hvernig er vefurinn uppfærður? Miðað er við að vefurinn sé uppfærður mánaðarlega og gert ráð fyr- ir að ritstjórar bæti við nýju efni, hver frá sínu landi. Til að fylgjast með nýju efni er þægilegast fyrir notendur að gerast áskrifendur að veffréttabréfi NordSpes sem er sent út mánaðarlega í tölvupósti með upplýsingum um nýtt efni. Hnappur inn á fréttabréfið er á forsíðunni. Hvernig er framkvæmd og ritstjórn NordSpes-vefjarins háttað? NordSpes er þróunarverkefni sem nýtur stuðnings norrænu ráð- herranefndarinnar og norrænu ráðuneytanna fram til ársins 2003 en þá er gert ráð fyrir að ráðuneyti hvers lands taki við stjórnun þess. Umsjón verkefnisins er í höndum norrænnar ritstjórnar en í henni sitja ritstjórar útnefndir af menntamálaráðuneytum hvers lands fyrir sig. Þeir starfa með starfshópi (ritstjórn) hver í sínu landi til að tryggja gæði efnis hvers lands fyrir sig. Norræna verkefnisstjórnin er í hönd- um Læringssenteret í Noregi, á Íslandi hefur Námsgagnastofnun um- sjón með verkefninu. Þeir sem hafa áhuga á að vita meira um skipulag og tilurð vefjarins fá allar upplýsingar á NordSpes undir hnappnum Um NordSpes. Sylvía sagðist að lokum vilja nota tækifærið til að hvetja alla sem þetta lesa að hafa samband við sig ef þeir eiga efni í fórum sínum sem þeir telja að eigi erindi á vefinn. Enn er stór hluti vefsins krækjur í aðra vefi en stefnt er að því að birta þar greinar sem eru sérstaklega skrifaðar fyrir NordSpes, einkum dæmi um nýbreytni í skipulagi og kennsluháttum þar sem tekist hefur að mæta ólíkum þörfum nemenda með góðu móti. Hún sagði einnig að ritstjórnin sæktist eftir að heyra skoðanir manna á vefnum, hann væri í stöðugri þróun og afar mikil- vægt að fá ábendingar um það sem betur mætti fara. Vefanest i 27

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.