Skólavarðan - 01.10.2002, Side 25

Skólavarðan - 01.10.2002, Side 25
Ráðstefna fyrir leikskólastjórnendur verður haldin á vegum Faghóps leikskólastjóra í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 1. nóvember 2002, kl. 9.00-15.30. Á ráðstefnunni fjallar bandaríska fræðikonan Sue Baldwin um leiðir til að vinna gegn kulnun og streitu í starfi, undir heit- inu Managing for Success and Sanity. Sue Baldwin er þekktur fyrirlesari og ráðgjafi í Bandaríkjunum og hefur m.a. haldið fyr- irlestra á ráðstefnum NAEYC samtakanna. Einnig hefur hún skrifað nokkrar bækur og má þar nefna bókina Lifesaver. Heimasíða hennar er www.suebaldwin.com Ráðstefnustjórar verða leikskólastjórarnir Jónína Konráðs- dóttir og Ólöf Helga Pálmadóttir. Ráðstefnugjald: Félagar í Faghópi leikskólastjóra kr. 6.800,- aðrir kr. 8.300,-. Innifalin eru ráðstefnugögn, kaffiveitingar og léttur hádegisverður. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 150 og hafa leikskóla- stjórar forgang að skrá sig til 10. október. Öðrum stjórnendum er velkomið að skrá sig en fara á biðlista fram að þeim tíma. Skráning fer fram á netfanginu fl@ki.is Athygli er vakin á því að bækur Sue Baldwin verða til sölu á ráðstefnunni. Við skráningu þarf að gefa upp nafn, kennitölu, starfsheiti og hvort viðkomandi er félagi í Faghópi leikskólastjóra. Einnig þarf að koma fram hvort greitt er með beiðni, staðgreitt eða hvort senda á reikning. Faghópur leikskólastjóra Námskeið um notkun persónubrúða til að vinna gegn fordómum barna Tvö námskeið um notkun persónubrúða til að vinna gegn fordómum barna verða haldin í Kennaraháskóla Íslands 19. og 24. október nk. Þeim er ætlað að veita leiðsögn í notkun svo- nefndra persónubrúða eða lífssögubrúða (persona dolls) sem eru öflugt tæki til að vinna gegn fordómum og ranghugmynd- um ungra barna. Þátttakendur vinna í hópum, velja sér brúðu og skapa henni persónulýsingu og sögu. Brúðurnar eru síðan notaðar til að fjalla um tilbúnar aðstæður er snerta fordóma og mismunun og hvernig má virkja börnin til þátttöku. Um persónubrúðurnar Persónubrúður eru brúður sem kennarar breyta úr lífvana hlutum í „fólk“ og börnin kynnast þeim sem einstaklingum. Þær heimsækja börnin, venjulega í samverustundum, til að segja þeim frá góðri og slæmri reynslu sinni. Börnin verða fljótt vinir þeirra - taka þátt í gleði þeirra og sýna þeim samúð þegar þær eru leiðar, hlusta á sögur þeirra og hjálpa þeim að leysa vandamál sín. Hafa ber í huga að brúðurnar eru ekki leik- föng barnanna. Persónubrúður (persona dolls) hafa verið notaðar með góð- um árangri í leikskólum og grunnskólum í ýmsum löndum með börnum allt að tíu ára aldri. Nú er hægt að fá persónu- brúður á Íslandi. Kennarar: Babette Brown leikskólakennari og félagsfræðing- ur, Carol Smith leikskólakennari og sérkennari. Skráning: http://simennt.khi.is/ Umsjón: Hanna Ragnarsdóttir lektor hannar@khi.is veitir nánari upplýsingar um námskeiðin og brúðurnar. Námskeið fyrir kennara í Þjóðleikhúsinu Leiklist á að vera fyrir alla! Sú sannfæring að leiklist eigi brýnt erindi inn í íslenska skólakerfið, bæði sem kennsluaðferð og ekki síst sem sjálf- stæð listgrein, liggur til grundvallar stofnunar fræðslu- deildar við Þjóðleikhúsið. Eitt helsta markmið deildarinnar er því að tryggja að grunn- og framhaldsskólakennarar hafi aðgang að upplýsingum og þjálfun í notkun leiklistar í sínu starfi. Tvö námskeið eru fyrirhuguð nú á haustönn á vegum deild- arinnar. Hið fyrra verður haldið helgina 28. og 29. september, frá kl. 10.30 til 16.30 báða dagana, og er ætlað bæði grunn- og framhaldsskólakennurum ásamt leikurum með kennslur- eynslu. Didi Hopkins, reyndur leiklistarkennari frá breska þjóð- leikhúsinu leiðbeinir á námskeiðinu. Hún mun taka fyrir hvern- ig tengja má leiklist hefðbundnu skólastarfi á sem fjöl- breyttastan hátt og miðar við að allir kennarar, óháð aldri nemenda þeirra og kennslugrein, geti notið góðs af. Nám- skeiðið verður túlkað og kostar kr. 10.000. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Vigdísi Jakobsdóttur, deildar- stjóra fræðsludeildarinnar sem veitir allar nánari upplýsingar og tekur við skráningum. Netfangið er: vigdis@leikhusid.is , og síminn 585 1241. Námskeið fyrir kennara sem hafa áhuga á að leiðbeina nem- endum sínum í leikritun verður haldið tvo fyrstu laugardagana í nóvember og á einu mánudagskvöldi í sama mánuði undir stjórn Karls Ágústs Úlfssonar. Námskeið þetta er haldið í sam- vinnu við leiklistardeild Listaháskóla Íslands og verður því fylgt eftir á tvo vegu. Annars vegar geta þeir kennarar sem ákveða að kenna nemendum sínum leikritun (sem valáfanga eða sem hluta af íslenskukennslu) fengið stuðning á vorönninni frá fag- fólki stofnananna tveggja. Hins vegar er hugmyndin að halda einþáttunga / örleikrita-samkeppni fyrir framhaldsskólanema í vor. Nokkur bestu verkin verða verðlaunuð með því að vera leiklesin af leikaraefnum LHÍ, á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins fyrir opnum dyrum. Skráning kennara á námskeiðið fer fram með því að senda tölvupóst á olga@lhi.is Heimasíða fyrir fræðsludeild Þjóðleikhússins er í vinnslu, og opnar síðar í haust. Þar verður hafsjór af upplýsingum um leik- hús og leiklist, sem ætti að geta nýst kennurum á ýmsan hátt, bæði til gagns og gamans. Síðuna verður hægt að nálgast í gegnum heimasíðu leikhússins; www.leikhusid.is Fræðsludeild Þjóðleikhússins þjónar sem ráðgjafarþjónusta og upplýsingaveita leikhússins til kennara á öllum skóla- stigum. Frá orlofssjóði Vetrarleiga 1) Í vetur verða í boði níu staðir fyrir félaga í Kennara- sambandi Íslands, alls 43 leigueiningar: Sóleyjargata 33, 4 íbúðir og 5 herbergi Sóleyjargata 25, 6 íbúðir í nýju orlofshúsi Ásabyggð við Flúðir, 13 orlofshús með heitum potti Heiðarbyggð við Flúðir, 6 ný orlofshús með heitum potti Kjarnaskógur við Akureyri, 3 orlofshús með heitum potti Vaðnes í Grímsnesi, 2 orlofshús með heitum potti Lyngholt í Grímsnesi, 1 orlofshús með heitum potti Eystra Miðfell í Hvalfirði, 1 orlofshús með heitum potti Akurgerði í Ölfusi, 2 orlofshús með heitum potti Hægt er að panta húsin og íbúðirnar með allt að fjögurra mánaða fyrirvara en staðgreiða þarf við bókun. 2) Afsláttarmiðar á Flugleiðahótel Orlofssjóður Kennarasambands Íslands býður félagsmönn- um sínum afsláttarmiða á Flugleiðahótelin í vetur. Hver afsláttarmiði gildir fyrir tveggja manna herbergi með baði og morgunverði fyrir tvo. Orlofssjóður niðurgreiðir þessa gistingu og býður upp á tvö tilboð á niðurgreiddu verði: 1. Flugleiðahótelin í Reykjavík (Hótel Esja og Hótel Loftleið- ir), Flughótelið í Keflavík, Hótel Selfoss og Hótel Rangá: Kr. 4900,- nóttin. 2. Flugleiðahótelin Hótel Kirkjubæjarklaustur, Hótel Flúðir og Hótel Hérað á Egilsstöðum: Kr. 4300,- nóttin. Hver miði reiknast sem tveir orlofspunktar í frádrátt. Sala afsláttarmiðanna er á skrifstofu Kennarasambands Ís- lands að Laufásvegi 81 í Reykjavík, sími 595 1122, netfang orlof@ki.is Miðarnir eru í sölu á tímabilinu 1. október til 30. apríl. Hægt er að panta og gefa upp greiðslukortanúmer eða fá miðana senda í ábyrgðarpósti. Frétt i r, smáauglýs ingar og t i lkynningar 28

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.