Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 6
Höfðu Eiríkur og Sölvi einhvern tíma áður rætt þennan möguleika og var hug- mynd þeirra sú að hagnýta nútímatölvu- tækni í þessu skyni. Er ekki að orðlengja það að kennurum leist vel á hugmyndina og lýstu sig fúsa til að taka þátt í verkefninu fyrir hönd þessara deilda skólans, þ.e. íslensku- og sögudeildar. Næsta skref var að fá styrk fyrir verkefn- ið og var sótt um hann í þróunarsjóð fram- haldsskóla. Styrkur að upphæð 500 þúsund kr. fékkst og þá var hægt að ýta verkefninu úr vör og hefja vinnu. Í júníbyrjun fóru undirritaðar á fund Eiríks og félaga hans, Jóns Torfasonar íslenskufræðings og Benedikts Jónssonar tölvumanns, í Þjóðskjalasafnið. Þar var rætt um hvaða tímabil skyldi lagt til grundvallar og varð að samkomulagi að tengja efnið námsefni í íslensku 403 og sögu 103. Þetta þýddi að flest skjalanna sem unnið er með eru frá því eftir siða- skipti árið 1550. Síðan var reynt að staldra við ýmsa stóratburði sögunnar sem helst gætu nýst í kennslu og má þar til dæmis nefna siðaskiptin, Kópa- vogsfundinn og Stóradóm. Hlutverk Jóns Torfasonar var að finna skjöl sem tengdust viðkomandi atburðum, síðan þurfti að mynda skjölin og koma þeim í tölvutækt form. Benedikt sá um vef- smíðina og allt sem henni viðkom. Eiríkur stýrði verkefninu, sat alla sam- starfsfundi og kom með góðar athuga- semdir og ráð, enda gamalreyndur kennari. Við undirritaðar sáum um að vinna verkefni sem tengdust skjölunum efnis- lega, búa til orðskýringar við þau, skrifa um sögulegt baksvið og heimildir. Útkomuna má finna á slóðinni: http://www.skjalasafn.is/Syningar/ skolavefur/skindex.html Hvernig nýta má vefinn í kennslu Í íslensku er tilvalið að nýta verkefnin á skólavefnum í dreifnámi eða fjarnámi, þar sem þær kennsluaðferðir eru notaðar. Ekk- ert er þó því til fyrirstöðu að kynna nem- endum tiltekin verkefni í tímum, eins og til dæmis Reykholtsmáldaga. Kjörið er að nota það verkefni við kennslu í málsögu (Ísl212 í FÁ). Þá nýtir kennarinn skjávarp- ann í kennslunni, skoðar skjalið með nem- endum og kynnir verkefnið fyrir þeim. Síð- an má gefa nemendum fyrirmæli um að vinna það heima og senda það svo í tölvu- pósti til kennara eða skila því útprentuðu. Allt eftir því hvað hver kennari kýs. Í íslensku 403 er bókmenntasagan fyrir- ferðarmikil og því tilvalið að tengja verk- efnin um siðaskipti, Stóradóm og Skaftár- elda yfirferðinni um það efni. Bæði má nota verkefnin í kennslustund, sýna skjölin með skjávarpanum og setja nemendum svo fyrir að vinna verkefnin heima. Þar sem Ís- landsklukkan er notuð í kennslu er forvitnilegt fyrir nemendur að lesa dómsskjölin í máli Magnúsar í Bræðratungu og Árna Magnússonar og bera saman við texta Halldórs Lax- ness í sögunni. Ekki er síður merkilegt að sjá rithönd manns að nafni Jón Hreggviðsson og sjá þar svart á hvítu að hann var til. Einnig er mjög athygl- isvert að kynna sér skjölin um Skaftár- elda og svo má velja kafla úr sögu séra Jóns Steingrímssonar til að bera sam- an við hin raunverulegu skjöl á skóla- vefnum. Þannig gefast kennurum ýmis tækifæri til að nota skjölin og verkefn- in á skólavefnum sem ítarefni í kennslu, allt eftir áhugasviði hvers og eins. Eygló Eiðsdóttir og Margrét Gestsdóttir Eygló er íslenskukennari og Margrét sögukennari, báðar við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Skólavefur Það var á útmánuðum þessa árs að Eiríkur Guðmundsson verkefnisstjóri í Þjóðskjalasafni Íslands boðaði kenn- ara í íslensku og sögu við Fjölbrauta- skólann í Ármúla til fundar við sig og félaga sína í Þjóðskjalasafni. Vildu þeir ræða möguleika á að nota ein- hver hinna dýrmætu skjala í safninu sem efnivið í kennslu, eða opna skjái safnsins út í samfélagið, eins og Sölvi Sveinsson skólameistari orðaði það svo ágætlega þegar vefurinn var formlega opnaður í október síðast- liðnum. Skólavefur Þjóðskjalasafns Íslands 7

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.