Skólavarðan - 01.03.2003, Qupperneq 7

Skólavarðan - 01.03.2003, Qupperneq 7
Ný námsbraut 8 Námskeið á námsbrautinni Náttúru- fræðimenntun Námið er hugsað fyrir starfandi grunn- skólakennara, bæði almenna bekkjarkenn- ara og þá sem hafa sérhæft sig í kennslu náttúrufræðigreina á efri stigum grunn- skólans, enda felur nýleg Aðalnámskrá grunnskóla í sér þá kröfu að náttúrufræði séu kennd í öllum bekkjum. Almennur grunnskólakennari er nú öðrum þræði náttúrufræðikennari. Á hinn bóginn er al- veg ljóst að þekking margra grunnskóla- kennara á náttúrufræðum og kennslufræði náttúrufræða er afar takmörkuð. Nýju námsbrautina má skoða sem tilraun til að bregðast við þessari stöðu en jafnframt sem tækifæri fyrir þá sem betur standa að vígi til að efla kunnáttu sína enn frekar. Námið skiptist í tvo hluta sem hvor um sig er 15 einingar og geta þátttakendur val- ið hvort þeir taka báða hlutana eða einung- is fyrri hlutann. Í báðum tilvikum er um formlega útskrift að ræða (diplómagráðu). Námið er fjarnám með staðbundnum lot- um mánaðarlega eða þar um bil, einn til tvo daga í senn. Námið hefst með 5 eininga „málstofu um náttúrufræðikennslu“. Eins og titillinn gefur til kynna er þetta námskeið hugsað sem vettvangur fyrir umræðu um náttúru- fræðikennslu, nokkurs konar smiðja (work- shop) þar sem fólk vinnur að því að þróa hugmyndir sínar í samráði við kennara og aðra þátttakendur og í tengslum við eigin starfsvettvang. Raunar er það leiðarhug- mynd okkar sem skipuleggjum þetta nám að hér sé um skólatengt starfsnám að ræða þar sem meginmarkmiðið er að hjálpa kennurum að verða betri náttúrufræði- kennarar. Jafnvel má segja að námsbrautin sé öðrum þræði skólaþróunarverkefni: við- leitni til að hjálpa skólum að efla þennan þátt í starfi sínu. Námskeiðin Náttúrufræðinámskeið A - lykilhugtök í náttúrufræðum og Náttúru- fræðinámskeið B - tilraunir og útikennsla ganga bæði út frá hugmyndinni um einstakl- ingsnámskrá. Við gerum sem sagt ráð fyrir því að þátttakendur standi misjafnlega að vígi gagnvart náttúrufræðunum, að sumir vilji til dæmis dýpka skilning sinn á efna- fræði en aðrir horfi fremur til eðlisfræði eða líffræði. Hugmynd okkar er einfaldlega sú að setjast niður með þátttakendum og hjálpa þeim að setja saman „persónulegan námsferil“ ef svo má að orði komast. Í seinni hluta námsins (sjá töflu) er lögð áhersla á að veita þátttakendum innsýn í rannsóknir á náttúrufræðinámi en mikil gróska hefur einkennt þetta svið undanfar- in ár. Fullyrða má að við höfum nú mun gleggri mynd af því hvernig börn og ung- lingar læra náttúrufræði og þeim vanda- málum og erfiðleikum sem oft fylgja slíku námi. Þekking á þessum rannsóknum og rannsóknaniðurstöðum getur því verið gott veganesti kennurum sem vilja ná betri ár- angri í náttúrufræðikennslu. Í þessum hluta verður líka boðið upp á námskeið í starf- endarannsóknum en það gengur út á að þjálfa þátttakendur í að taka á kennslu sinni með skipulegum hætti þannig að þeir skilji betur hvað gerist í kennslustundum og hvaða áhrif kennsla þeirra hefur á nemend- ur. Loks er gert ráð fyrir 5 eininga loka- verkefni á sviði náttúrufræðimenntunar þar sem þátttakendur geta til dæmis gert úttekt á eigin kennslu, skipulagt nýjan náms- áfanga eða skrifað heimildaritgerð. Það er von okkar sem stöndum að þess- ari nýju námsbraut að hún verði skólafólki til framdráttar. Því verður varla á móti mælt að náttúrufræðikennsla í íslenskum grunnskólum hefur átt undir högg að sækja. Ástæðan er m.a. sú að mikill skortur hefur verið á kennurum með góða þekk- ingu á náttúrufræðum. Hitt ber þó að hafa í huga að Ísland er ekki eitt um hituna hvað þetta varðar. Mörg lönd glíma við það verkefni að efla þennan þátt skólastarfsins, gjarnan knúin áfram af þeirri sýn að góður skilningur þegnanna á náttúrufræðum sé ein forsenda aukinnar velsældar og auðugra mannlífs. Hins vegar verður æ ljósara að það er býsna vandasamt að kenna náttúru- fræði vel, til dæmis þannig að nemendur skilji grunnhugtök náttúrufræðanna. Til að geta kennt þessi fræði til skilnings þarf kennarinn að vera vel að sér bæði um nátt- úrufræði og nemendur, þ.e. hvernig þeir læra náttúrufræði og hvað veldur þeim erf- iðleikum í slíku námi. Væntanleg náms- braut í náttúrufræðimenntun við Kennara- háskólann tekur mið af þessum forsendum. Hafþór Guðjónsson Höfundur er lektor í kennslufræðum og starfar við KHÍ og HÍ. Næsta skólaár er fyrirhugað að fara af stað með nýja námsbraut við fram- haldsdeild Kennaraháskóla Íslands. Brautin kallast Náttúrufræðimenntun og ber að skoða hana sem hliðstæðu við það sem enskir nefna „science education“. Eins og taflan hér fyrir neðan gefur til kynna er hér um nokk- urs konar regnhlífarhugtak að ræða sem spannar bæði náttúrufræðin sem slík og nám og kennslu í þessum fræðum. Diplómanám við Kennaraháskólann: Náttúrufræðimenntun Fyrri hluti Haust 2003 Vor 2004 Sumar 2004 Málstofa um náttúrufræðikennslu (5 e) Náttúrufræðinámskeið A - lykilhugtök í náttúrufræðum (5 e) eða valnámskeið í samráði við umsjónarmann (5 e) Náttúrufræðinámskeið B - tilraunir og útikennsla (5 e) eða valnámskeið í samráði við umsjónarmann (5 e) Seinni hluti Haust 2003 Vor 2004 Sumar 2004 Starfendarannsóknir (2,5 e) Rannsóknir á náttúrufræði- námi (2,5 e) Lokaverkefni á sviði náttúrufræðimenntunar (5 e) Valnámskeið í samráði við umsjónarmann (5 e)

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.