Skólavarðan - 01.03.2003, Síða 9

Skólavarðan - 01.03.2003, Síða 9
Skóli 21. aldar verður sveigj- anlegur „Það er stutt í að nemendur verði eins öruggir að vinna á tölvu og að hjóla á hjólinu sínu,“ segir Gerður G. Óskarsdóttir fræðslu- stjóri Reykjavíkur í lokaorðum er- indis sem hún hélt á ráðstefnunni „Morgendagens skole i Norden“ í Osló í desember sl. Framtíðarsýn Gerðar í skólamál- um er vel ígrunduð og forvitnileg og hún tók þeirri málaleitan vel að útskýra fyrir lesendum Skólavörð- unnar hvernig hún sér þróunina í skólamálum fyrir sér. „Megineinkenni skólans á 21. öld verður sveigjanleiki,“ segir Gerður. „Rammi 20. aldar skólakerfisins verður brotinn upp þar sem nemendur skiptust í árganga, svo í bekki og deginum var skipt í 45 mínútna - síðar 40 mínútna - tíma og inntakinu í námsgreinar. Þetta mun allt riðlast og við förum að beina sjónum okkar að náminu í stað kennslunnar, í stað þess að kennarar spyrji: Hvernig ætla ég að kenna? munu þeir spyrja: Hvernig ætla ég að skipuleggja nám nemenda svo að nemendur læri? Þessi þróun er þegar hafin.“ Skólinn heldur í við samfélagsþróun Sumir telja að skólinn eigi að vera leið- andi afl í samfélaginu en Gerður telur að hann muni fremur, hér eftir sem endranær, halda í við þá þróun sem er í gangi. „Skól- inn hefur aldrei verið á undan,“ segir Gerður, „hann hefur stundum verið á eftir en er það ekki nú, í tæknimálum og áhersl- unni á einstaklinginn fylgir hann því sem er að gerast í samfélaginu. Í allri þjónustu er talað um einstaklinginn núorðið, í fram- leiðslu á vörum er gengið út frá þörfum hans í æ ríkara mæli og sömuleiðis þjón- ustu, samanber í heilbrigðiskerfinu. At- vinnulífið er að breytast ört og 85% mann- aflans starfa við þjónustutengd störf og í viðskiptalífinu, þar er mikilvægt að vinna í teymum til þess að ná árangri. Þetta krefst annars konar færni en áður var. Hið stífa 20. aldar skipulag skólans aðlagaði fólk að iðnaðarsamfélaginu gamla þar sem fólk vann við færiband.“ Gerður leggur áherslu á að þótt þróunin sé hröð á ýmsum sviðum, sé hún þó mun hægari en fólk átti ef til vill von á og gildi það jafnt um skólann og aðrar stofnanir samfélagsins. „Ég hef stundað rannsóknir á þróun atvinnulífsins hér á landi og borið saman við Frakkland, Ítalíu og Grikkland,“ segir hún, „og það er ljóst að þróunin er hægari en menn vilja vera láta. Mikið er rætt um mikilvægi sköpunar, hugmynda- vinnu, teymisvinnu o.s.frv. en raunin er sú að enn er fullt af störfum þar sem reynir ekki á þessa færniþætti né grunnfærni á borð við að lesa og skrifa sem talin hefur verið nauðsynleg öllum starfsmönnum. Frakkar virðast t.d. komnir lengra en við í þróun starfa hvað varðar kröfur um færni.“ Búum í mörgum fjölskyldum Gerður nefnir að fleira hafi breyst en vinnumarkaðurinn, fjölskyldumynstrið sé gjörbreytt frá því sem var. En hvert er hlut- verk skólans í þessu samhengi? „Nú er það svo að hver einstaklingur býr í mörgum fjölskyldum yfir ævina og við eigum ekki einu sinni orð yfir öll þessi vensl, hvað kall- ar maður til dæmis hálfsystkini barna sinna, í tengslum við sjálfan sig?“ spyr Gerður. „Afleiðing þessara breytinga er að einstakl- ingurinn verður að búa yfir miklum sveigj- anleika og skólinn þarf að leggja áherslu á uppbyggingu þess eiginleika. Ekki er hægt að ætlast til að kennaramenntunarstofnanir ljúki menntun kennarans hvað þetta varðar frekar en annað, þeirra er að veita nemend- um sínum grunvallarfærni til að byggja á en svo verður hver kennari sjálfur að vera sveigjanlegur og mennta sig allt lífið. Það verður æ algengara að við hoppum úr og í vinnu og lærum þess á milli. Kennarar hafa gjarnan verið tryggir sínu fagi en það á eft- ir að breytast og ekki nema gott eitt um það að segja að þeir breyti til inn á milli og afli sér nýrrar reynslu. En ég held að flestir rati í kennsluna aftur því hún er svo skemmtileg,“ segir Gerður og brosir. „Fólk með fjölbreyttan bakgrunn á eftir að koma í síauknum mæli inn í skólan tilafallandi eða tímabundið, og skólinn opnast meira fyrir umhverfinu. Sem dæmi má nefna að menningarárið 2000 voru listamenn ráðnir að skólanum í tímabundin verkefni og það gafst mjög vel, þetta var að vísu af sérstöku tilefni en ef skólar vilja forgangsraða á þann hátt að ráða til sín til dæmis lista- menn í tilfallandi verkefni þá er þeim það kleift.“ Dreifstýrð miðlun þekkingar Meðal breyttra áherslna sem smám sam- an eru að verða í skólakerfinu má nefna nýjar leiðir til að efla fagvitund og mennt- un kennara. Rúmlega fimm ár eru liðin frá því fyrsti móðurskólinn í Reykjavík var til- nefndur og nú eru þeir orðnir tólf talsins. Móðurskólum er ætlað að sérhæfa sig á sínu sviði og útdeila þeirri þekkingu sem aflað er til annarra skóla. „Útbreiðslan hef- ur ekki gengið nógu vel,“ segir Gerður. „Aðrir skólar hafa ekki leitað nógu mikið til móðurskólanna og ljóst er að móður- skólarnir þurfa að eiga frumkvæðið að framkvæmdinni ef útbreiðsla þekkingar- innar á að ganga eftir. Hins vegar hefur gengið mjög vel að efla skólastarf innan móðurskólanna á því sviði sem þeir sérhæfa sig í, en enn sem komið er er þekkingin sem sagt of staðbundin. Hugmyndin að baki móðurskólunum er að koma á dreif- stýringu í þekkingarmiðlun, við viljum ekki að Fræðslumiðstöð Reykjavíkur stækki!“ Mjúkar vasatölvur Gerður víkur einnig að breytingum á starfi kennarans sem er ekki síður í deigl- unni en breytt uppbygging náms, enda helst þetta tvennt í hendur. „Kennarinn verður þegar fram í sækir meiri uppalandi Skól i f ramtíðar innar 11 Gerður G. Óskarsdóttir telur að skólinn eins og við þekkjum hann muni taka miklum breytingum á 21. öld. Hún spáir aukinni samvinnu kennara, eintaklingsmiðuðu námi, samþættingu námsgreina, uppbroti skólarýmis og fjölbreyttum námsgögnum svo einungis fátt eitt sé nefnt og bendir á að þróun í þessa átt sé þegar hafin.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.