Skólavarðan - 01.03.2003, Side 11

Skólavarðan - 01.03.2003, Side 11
málið er það að kunnátta okkar leiði til þess að við hættum að hafa þörf fyrir kennarann - vandamálið er að reynsla okk- ar er ekki virt til jafns við reynslu kennara og raddir okkar heyrast ekki í umræðunni um menntun. Tæknin kollvarpar ekki uppeldisfræðun- um og spurningin er hvort, og þá hvernig, hún eigi að gera það. Tölvur eru tæki til að tileinka sér þekkingu, en greining og túlk- un upplýsinga þarfnast allt annarra hluta en tölvuskjásins. Í fyrsta lagi krefst hún sjálfstrausts. Sjálfstrausts til að hugsa gagnrýnið og sjálfstrausts til að draga ályktanir. Í öðru lagi krefst hún þess að fólk hafi siðrænan grunn að byggja á. Út frá hvaða reynslu og sjónarhorni dreg ég, sem nemandi, álykt- anir mínar? Á þetta samhljóm með reynslu og sjónarmiðum þeirra sem eiga að leggja dóm á niðurstöður mínar, þ.e.a.s. kennar- ans og samfélagsins? ... Veggir skólans eru ekki bara úr steypu, þeir eru húðaðir með efni sem nán- ast er ógjörningur að rjúfa. Það ruglar marga nemendur í ríminu að heimurinn „þarna úti“ er oft og tíðum gerólíkur þeim heimi sem er innan veggja skólastofunnar og á göngum skólans. Þekkingaraðstæður breytast ört og eins og áður sagði vita nemendur oft meira um tiltekin viðfangsefni en kennarar þeirra. Er munurinn á þekkingu og færni nemenda og kennara meiri nú en áður? Kannski. Ég byggi vitneskju mína á einungis tæplega 20 ára lífsferli, en viðhorf og nálgun kennara og nemenda hafa, að ég tel, alltaf verið ólík... Þekkingin verður að mótast í tengsl- um við daglegt líf og hver hefur aðgang að daglegu lífi nemenda ef ekki þeir sjálfir? Það er því nauðsynlegt að hlusta á það sem við höfum að segja. Þegar margir ólíkir aðilar hafa stöðug áhrif á nemendur án þess að nemendur eigi möguleika á að hafa áhrif á móti, skapast togstreita. Í þessu samhengi held ég að skólinn eigi að veita nemendum öryggi innan veggja sinna, öryggi til að þeir læri og kjósi að tileinka sér þekkingu. Kennarar og skólastjórar þurfa að móta samræðu um hvernig maður hagar sér og kemur fram við aðra í skólanum, hvernig maður vill láta koma fram við sig, hvernig maður lærir og hvernig maður kennir öðrum. Þeir þurfa að koma þeim skilaboðum áleiðis til nem- enda að þeir séu „með“ og hafi áhrif á skólastarfið. Það mikilvægasta sem skólinn getur gef- ið nemendum sínum er að sýna þeim fram á að markmið þeirra, reynsla og kunnátta séu tekin gild. Ef skólinn heldur áfram að vanrækja það að hlusta á nemendur mun hann að sjálf- sögðu líka halda áfram að líta á skoðanir þeirra sem ógnun. Ef viðhorfið til nem- enda er að þeir séu viðfang án vilja munu þeir halda áfram að upplifa sig sem slíka. Þetta snýst um að móta skóla þar sem nem- endur taka stöðugt þýtt í að þróa starfið og taka sjálfir út þroska, þar sem þeir eru sjálfir kennarar... Þegar fullorðnir læra að virða unglinga og taka vel á móti skoðana- skiptum í stað þess að láta sér nægja að uppfræða þá munum við nemendur geta trúað því að samræður fólks séu þroskandi og nauðsynlegar. Það er ekkert að þér! Í tengslum við ráðstefnuna og sýninguna Skóli á nýrri öld kom hingað til lands góður gestur, kanadíski kennsluráðgjafinn og kennarinn Maxine Giberson frá New Brunswick í Kanada. Hún beitir fjölþrepa aðferð í kennslu sinni og gengur út frá einstakl- ingnum í skipulagningu starfsins. Ég hitti Maxine í anddyri Hótel Óð- insvéa sama dag og hún hélt er- indi sitt á ráðstefnunni. Hún byrj- aði að kenna nítján ára gömul, árið 1971, „og ég kunni ekki neitt!“ segir hún brosandi. „Ég hafði bara lært hin og þessi fög en kunni ekkert að kenna.“ New Brunswick er með hæsta hlutfall út- skriftarnemenda úr „high school“ í Kanada og ég bið Maxine að segja svolítið frá heimafylkinu og sjálfri sér áður en lengra er haldið. „New Brunswick er lítið fylki á austurströnd Kanada,“ segir Maxine, „dreifbýlt og ekki ríkt og börnin koma flest með skólabílum í skólann. Skólaskylda er frá fimm ára aldri og skólinn skiptist í fyrsta stig (elementary school) út 5. bekk, miðstig (middle school) sem nær yfir 6. - 8. bekk og loks unglingastig (high school) frá 9. - 12. bekkjar.“ Kafað í námið Maxine býr í bænum Nackawic, nafnið getur merkt bæði „beint“ og „ekki í þá átt sem virðist“ og vísar til þess að bærinn situr í beygjunni þar sem Saint John áin beygir skarpt til suðausturs. Íbúar Nackawic eru einungis ríflega þúsund en í aðliggjandi sveitum búa um átta þúsund manns. Flestir íbúanna hafa atvinnu sína af skógarhöggi og iðnaði tengdum því, á fimmta hundrað vinna í trjákvoðuverksmiðju sem var komið á fót árið 1970. Einnig vinna margir við búskap. Fæðingarbær Maxine er Windsor í Nova Scotia og til gamans má geta að svæðið þar sem bærinn stendur hét áður Pesaquid sem merkir „þar sem árnar mætast“. Maxine ólst hins vegar upp í Hartland, ekki langt frá Nackawic, og lauk þar tveggja ára kenn- aranámi að loknum unglingaskóla. Windsor er að mestu byggður afkomend- um breskra landnema, þar er lítið um inn- flytjendur og flestir eru enskumælandi, en New Brunswick er tvítyngt samfélag og talsvert af frönskumælandi fólki. Skólar eru flestir tvítyngdir og einnig geta enskumæl- andi fjölskyldur valið að senda börnin í nám þar sem einungis er kennt á frönsku fyrstu árin, svo kemur enskan smám saman til skjalanna. Þetta er kallað „immersion program“ sem ef til vill mætti þýða sem „kafnám“, þ.e. nemendur fara á kaf í frönsku til þess að gera þá tvítyngda. Það voru enskumælandi foreldrar sem áttu upp- tökin að fyrsta „kafnáminu“ sem fór í gang í Kanada árið 1965, þeir höfnuðu þeirri leið að kenna frönsku og vildu að í staðinn yrði kennt á frönsku. Talið er að án hvatn- ingar og áhuga foreldra hefði ekki tekist að Skól i f ramtíðar innar 13 „Ég byrja fyrstu önnina á áætlun sem ég kalla „Að kynnast ykkur“, segir Maxine Giberson.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.