Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 12
innleiða þessa námsaðferð sem hefur haft mikil áhrif í þá átt að tengja frönskumæl- andi og enskumælandi íbúa landsins. Áhersla lögð á færni Í Nackawic eru þrír grunnnámsskólar, einn fyrir hvert skólastig, og Maxine kennir níunda bekkjar nemendum í unglingaskól- anum. „Við höfum algera blöndun í skól- um okkar, allir nemendur, burtséð frá fötl- un, stunda nám í sama skóla,“ segir Max- ine. „Fram til ársins 1985 var þetta ekki svona en að fenginni reynslu þessara ára kemur í ljós að skólinn hefur styrkst veru- lega hvað varðar innra starf og stuðning við nemendur. Því er þannig háttað að hvert skólasvæði fær tiltekna fjárupphæð á hvern nemanda og svo ákveður hver skóli hvernig fénu skuli varið. Í New Brunswick förum við þá leið að þjálfa eina til tvær manneskj- ur í tiltekinni aðferð eða hugmyndafræði, ég er til dæmis kennsluráðgjafi í því sem við köllum „learning styles“. Ég fer svo á milli skóla og kenni öðrum kennurum. Þannig gengur þetta koll af kolli, sem er bæði ódýrt og skilvirkt. Kennaranámið hér er þannig að fólk tekur fyrst BA eða BS gráðu og í framhaldi af því B.Ed. gráðu. Þetta nám tekur fjögur ár og svo er fólk fimmta árið sem kennaranemar í einhverj- um skóla. Námskrá er að miklu leyti samræmd í Atlantshafsfylkjum Kanada en þó er sam- ræmingu ekki lokið í öllum námsgreinum, sú vinna er í gangi og markmiðið er alls- herjar samræming. En námskráin er þannig uppbyggð að áhersla er ekki lögð á inni- hald sem slíkt heldur á að ná tiltekinni færni. Til dæmis er stefnt að vissri færni í því sem við köllum „listening and speak- ing“ en því haldið opnu hvernig hún er kennd. Að vísu er mælt með kennslubókum og öðru námsefni en hverjum skólastjórn- anda og kennurum er að miklu leyti í sjálfs- vald sett hvaða námsgögn eru notuð.“ Aðspurð segir Maxine að skilin á milli skyldunáms og framhaldsnáms séu því miður of skörp og reynist mörgum erfið, en ástæðan sé kannski ekki síst sú að flestir nemendur sem velja að halda áfram námi flytjist að heiman. „Þetta snýst um nýfeng- ið frelsi og vandamálin sem geta sprottið upp úr því,“ segir Maxine. „Við erum að reyna að auðvelda þessi skil en það gengur fremur hægt.“ Þrjár vikur til að kynnast Við víkjum aftur að kennsluferli Maxine og hún ítrekar hvað hún átti margt ólært þegar hún hóf störf. „Já, þegar ég lít til baka fer um mig hrollur,“ segir Maxine og hlær. „Ég vissi talsvert um hvað ég ætti að kenna krökkunum en hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að fara að því! Allar götur síðan hefur þetta í raun snúist um að prófa, gera mistök og prófa eitthvað nýtt. Ég fór á öll námskeið sem voru í boði til að endurmennta mig og niðurstaðan er að ég nota það sem verkar fyrir mig og mína nemendur, svona sitt lítið af hverju af því sem ég hef lært. Þegar nemendur koma til mín þekki ég þá ekki neitt því að ég kenni fyrsta ár- gangnum í unglingaskólanum. Ég hef fyrstu önnina á áætlun sem ég kalla „Að kynnast ykkur“. Ég byrja á því að fylgjast með nemendum og spjalla við þá til að kynnast þeim, áhugasviðum þeirra og hvernig þeir læra. Ég legg fyrir þá staðlað eyðublað sem gefur góðar vísbendingar um styrkleika og veikleika nemandans og hvernig honum fellur best að læra. Ég gef öllum mínum nemendum, sem hafa rýrt álit á námsgetu sinni, þessi skilaboð: Það er ekkert að þér! Þetta er mjög hvetjandi. Einnig fara nemendur í gegnum staðlaða læsiskönnun svo að ég átti mig betur á hvar þeir standa í lestri.“ Bekkjarstærð í unglingaskólanum er yfir- leitt á bilinu 25-30 nemendur en mega mest verða 33. Hver kennslulota er 65 mínútur og Maxine hefur fyrirskipað nem- endum sínum að stoppa hana ef hún tali yfir hópnum í heild í meira en 10-15 mín- útur í hverri kennslustund. „Í námi,“ segir Maxine, „verður hver nemandi að eiga í gagnvirkum samskiptum við námsefnið. Ef ég tala bara yfir hausamótunum á nemend- um gerist það ekki.“ Les 85 skáldsögur á ári Maxine á tvo syni „og ég man ekki eftir þeim öðruvísi en læsum,“ segir þessi kona sem hefur sett sér það markmið að lesa hundrað skáldsögur á hverju ári, „en les yf- irleitt um áttatíu og fimm.“ Eldri sonur hennar var einungis fjögurra ára þegar hann samdi og skrifaði sjálfur niður sitt fyrsta leikrit sem hann flutti svo fyrir fjöl- skylduna ásamt yngri bróður sínum. Er ekkert erfitt fyrir Maxine að setja sig í spor nemenda sem eiga við lestrarerfiðleika að stríða? „Jú, í byrjun, ég man hvað ég varð hlessa þegar ég uppgötvaði sem ungur kennari að margir þurftu að hafa talsvert fyrir því sem ég hafði aldrei leitt hugann að varðandi mína eigin syni, þeir lærðu bara að lesa einhvern veginn af sjálfu sér. En þetta varð einmitt til að vekja áhuga minn, mig þyrsti í að finna leiðir til að auðvelda börnum lestrarnámið,“ segir Maxine og minnir mig jafnframt á að hún sé fyrst og fremst kenn- ari, ekki fyrirlesari, og það sem hún hafi mesta ánægju af sé að vera í námunda við ungt fólk. Eftir að hafa deilt með henni klukkustund er ekki laust við að ég öfundi nemendur hennar af því að hafa svona öfl- ugan og áhugasaman kennara - með slíkt veganesti hljóta manni að vera allir vegir færir. keg Er ekki kominn tími til ... að byggja á reynslunni ... að allir njóti tækifæranna ... að taka til hendinni? Undir þessari yfirskrift var haldin áhugaverð og yfirgripsmikil ráð- stefna í Verkmenntaskólanum á Akureyri dagana 28. febrúar og 1. mars sl., UT-ráðstefnan svokall- aða. Mikillar fjölbreytni gætti í fyrir- lestrum, málstofum og sýnistofum á ráðstefnunni. Meginviðfangsefni hennar að þessu sinni hverfðust um þrjú lykilhugtök; reynslu, fram- tíð og jafnrétti. Skoðað var hvað hefur áunnist í ljósi reynslunnar, hvert stefnir og hugað að jöfnuði til náms þvert á búsetu. Aðalfyrir- lesarar voru jafnframt þrír og verða fyrirlestrum þeirra gerð stutt skil hér að neðan. Á sjöunda hundrað manns sátu ráðstefn- una og skiptist þátttaka nokkuð jafnt milli kennara af höfuðborgarsvæðinu og annars staðar að. Framhaldsskólakennarar voru langfjölmennastir, eða um 46% þátttak- enda. Ráðstefnan bar talsverðan keim af því að nú eru margir skólamenn farnir að nota „græjurnar“ að staðaldri og reiðubúnir að stíga næsta skref eftir að hafa séð hver þörfin er og hverju er ábótavant. Kennslu- fræði og uppbygging kennslugagna og gagnabanka var því í brennidepli á ráð- stefnunni. Nýtt kerfi fyrir nýja tíma Aðalfyrirlesari reynsluþemans var Guðrún Þengilsdóttir nemandi á náttúru- fræðibraut í Menntaskólanum á Akureyri. Veturinn 2001 - 2002 var hún þátttakandi í tilraun sem gerð var með fartölvubekk. Fyrirlestur sinn kallaði Guðrún „Að vera eða vera ekki - með fartölvu - í fartölvu- bekk“ og það hefði mátt heyra saumnál detta meðan hún hélt erindi sitt, enda ekki á hverjum degi sem kennarar heyra jafnígrundað mat nemanda á kostum og göllum skólastarfsins. Menntaskólinn á Akureyri hefur tekið þátt í tilraunaverkefni með fartölvur, sem Tryggvi Gíslason skólameistari gerði einnig skil í erindi á ráðstefnunni, og Guð- Skól i f ramtíðar innar 14

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.