Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 13
rún lýsti reynslu sinni af því að hafa bæði verið í slíkum bekk og venjulegum bekk. „Þau ár sem ég hef verið í skólanum hef ég kynnst því að vera tölvulaus, í fartölvubekk og svo með fartölvu en ekki í fartölvu- bekk,“ sagði Guðrún. „Í fartölvubekknum vissi í rauninni enginn við hverju ætti að búast. Þetta hafði aldrei verið reynt áður og enginn, hvorki nemendur né kennarar, vissu hvernig framkvæmdum skyldi hagað. Enginn vissi hvernig best væri að nýta kosti tölvunnar við kennslu og því var allt opið í byrjun ársins og markmiðið að prófa sig áfram í sameiningu. Útkoman varð aðal- lega heimasíðugerð eða verkefni í „power point“ sem að mínu mati eru ekki mjög miklar framfarir. Einnig glósuðum við öll á tölvur í þeim fögum sem það hentaði og verkefnaskil urðu í auknum mæli gegnum tölvupóst. Það var kannski skref í rétta átt en ekki miklu meira en það.“ Guðrún lýsti síðan nánar hvernig námið gekk fyrir sig um veturinn og niðurstaða hennar var: „Eitt eiga þó öll þessi verkefni sameiginlegt; fartölvueign var ekki nauð- synleg til að leysa þau.“ Seinni önnina var meðal annars gerð til- raun með dreifnám í þremur fögum og Guðrún er ánægð með þann valkost: „Ég er mjög hrifin af dreifnáminu, mér finnst mjög gott að vera minna í skólanum en vinna í staðinn verkefni á mínum eigin hraða og þegar ég vil, því staðreyndin er að kennslustundir nýtast nemendum misvel. Ef fartölvueign leiðir til þess að nemendur hafa meira val á þessu sviði er það mjög já- kvætt, en þessi tilraun sýndi ekki fram á að nemendur þyrftu að eiga fartölvu til að geta verið í dreifnámi. Miðað við þessa reynslu er því kannski ekki sanngjarnt að bjóða einungis nemendum með fartölvur upp á dreifnám.“ Guðrún nefndi að fartölvunámið hefði vanið hana við tölvunotkun og hún tæki gjarnan tölvuna með sér í skólann til að glósa, en samnemendur hennar færu eins að því þeim þætti óþægilegt að þurfa að burðast með tölvuna auk námsbóka. Kostir tölvunotkunar í tungumálanámi eru ótvíræðir að mati Guðrúnar og nefndi hún sérstaklega tölvuorðabækur í því sam- hengi, auk til dæmis gagnvirkra málfræði- verkefna, en sagði jafnframt að núverandi kennsluhættir í móðurmálinu væru ekki sniðnir að tölvunámi. Hún ræddi ýmsa möguleika tölvunnar í hinum ýmsu náms- greinum og sagðist telja að til að nýta tölv- ur að einhverju marki í kennslu mættu hvorki nemendur né kennarar nálgast við- fangsefnið með sömu viðhorfum og venju- lega. „Að vísu var það ekki gert, þegar byrj- að var á fartölvuverkefninu vissu kennarar að þeir þyrftu að láta okkur í té einhver önnur verkefni en öðrum. Breyting á hugs- unarhætti þarf hins vegar, að ég tel, að verða meiri. Þau verkefni sem við fengum í fartölvu- bekknum og voru frábrugðin því sem aðrir fengu voru að mestu leyti heimasíðugerð og fyrirlestrar í „power point“. Heimasíðu- gerð er afskaplega lítið frábrugðin því að gera ritgerð, fyrir utan tæknilega þáttinn. Mér finnst alls ekki betra að gera heima- síðu en ritgerð og mér finnst það í rauninni ekki hafa neina kosti nema kenna heima- síðugerð.“ Guðrún ítrekaði að jafnt kennarar sem nemendur þyrftu að vera jákvæðir og órag- ir við að þróa möguleika tölvunnar í kennslu og námi og sagði meðal annars að eflaust þætti kennurum óþægilegt þegar nemendur væru með tölvurnar fyrir framan sig og þeir hefðu ekki hugmynd um hvort nemandinn væri að fylgjast með eða gera eitthvað allt annað. „Ég get alveg viður- kennt að það vandamál er til staðar. Margir nemendur fara á netið í tímum og fylgjast ekki með, hafa einfaldlega ekki sjálfsstjórn- ina sem þarf til að láta það eiga sig,“ sagði Guðrún en benti jafnframt á að tölvulausir nemendur gætu jafnauðveldlega hætt að fylgjast með í tímum og tölvuvæddir félag- ar þeirra. „Þegar á heildina litið,“ sagði Guðrún, „tel ég að fartölvur geti alveg nýst í námi en eins og málin eru nú eru þær ekki sú gjörbylting sem ég held að margir hafi bú- ist við. Að mörgu leyti hafa kennsluaðferðir lítið breyst í óratíma en það er ekki endi- lega neitt sem segir að ekki sé hægt að haga málum öðruvísi. Þær kennsluaðferðir sem eru notaðar nú til dags eru að mínu mati ekki grundvöllur fyrir fartölvubekki. Ég held að til að fartölvur, eða tölvur almennt, nýtist virkilega vel í námi og bjóði upp á eitthvað nýtt þurfi að slíta sig frá kennslu eins og hún lítur út nú. Kennsluformið kennari talar, nemandi hlustar og skrifar, nýtir ekki tölvuna til fulls.“ Guðrún var efins um að það skilaði ár- angri að breyta náminu lítið að öðru leyti en því að tölvan væri við hliðina á kennslu- bókunum. „Ég held að lítið gerist fyrr en fólk losar sig úr viðjum vanans og þorir að stíga skrefið til fulls, brjóta upp kennsluna í núverandi mynd og reyna eitthvað alveg nýtt. Ég tel að kannski þurfi að hætta að miða kennslu á fartölvur við almenna kennslu. Rétta leiðin þarf ekki að vera að horfa á stundatöfluna og fella tíma út úr henni miðað við aðra og útfæra verkefnin fyrir tölvur, heldur hanna nýja stundatöflu sem byggist á öðruvísi tímum og einfald- lega ný verkefni með öðrum áherslum. Kannski námsmat þurfi líka að vera öðru- vísi. Nýtt kerfi fyrir nýja tíma. Það er þá bara spurningin hverjir séu tilbúnir í það, kennarar í þá miklu vinnu sem það krefst og nemendur í þá algjöru óvissu um náms- Skól i f ramtíðar innar 15 Guðrún: Enginn vissi hvernig best væri að nýta kosti tölv- unnar við kennslu og því var allt opið við byrjun ársins og markmiðið að prófa sig áfram í sameiningu. Útkoman varð aðallega heimasíðugerð eða verkefni í „power point“, sem að mínu mati eru ekki mjög miklar framfarir. Jóhann Guðni: Þróunin hefur verið draumi líkust undanfarin ár en samfélagið, sem á að taka við upplýsingatækninni, er enn á frumstigi í saman- burðinum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.