Skólavarðan - 01.03.2003, Side 14

Skólavarðan - 01.03.2003, Side 14
árangur sem því fylgir. Ég hef trú á,“ sagði Guðrún að lokum, „að eitthvað gott gæti komið út úr því og væri, ef hópurinn væri góður, sjálf til í svoleiðis verkefni.“ Það er band í símanum! Aðalfyrirlesari jafnréttisþemans var Jóhann Guðni Reynisson sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, sem einnig hefur starfað sem grunn- og framhaldsskólakennari og forstöðumaður upplýsinga- og kynningar- mála í Hafnarfirði, auk annarra starfa. Jó- hanni var falið það erfiða hlutverk að halda fyrirlestur sinn klukkan níu á laugardags- morgni en fórst það svo vel úr hendi að hlátrasköllin ómuðu um allan skólann. Erindi Jóhanns, „Ég lifi í draumi...“, fjallaði um hvernig tryggja megi jöfnuð í aðgangi landsmanna að öllu því sem upp- lýsingatæknin hefur upp á að bjóða í tengslum við nám og hvert hlutverk opin- berra aðila, skóla og einstaklinga sé í þeirri heildarmynd. Segja má að Jóhann hafi nýtt sér möguleika „margmiðlunar“ í fyrirlestri sínum því hann hoppaði um sviðið, söng og brá fyrir sig látbragðsleik ásamt með talinu. „Þróunin hefur verið draumi líkust undanfarin ár,“ sagði Jóhann Guðni og vís- aði þar til hraðans í tækniþróun, „en sam- félagið sem á að taka við upplýsingatækn- inni er enn á frumstigi í samanburðinum.“ Jóhann Guðni sagðist hafa lært að mikla þolinmæði og góða eftirfylgni þyrfti til að fleyta hugmyndum í framkvæmd í þróunar- starfi og benti á að efla þyrfti tengsl milli allra þeirra aðila sem kæmu að starfinu, meðal annars sölumanna í tölvugeiranum og framleiðenda tölvubúnaðar, en nokkuð hefði borið á að fólk fengi ekki í hendur það sem því hefði verið lofað. Hann sagði afar mikilvægt að í hugmyndavinnu í skól- um væru allir með, undantekningalaust, að áhrifa þeirra gætti, ferli innleiðingar væri mótað og framkvæmdinni fylgt eftir. „Hugmynd getur orðið til á augnabliki en það er úrvinnslan sem skiptir máli,“ sagði Jóhann Guðni, „og það er mikill misskiln- ingur að góðar hugmyndir séu sjálfbærar. Til að fleyta góðri hugmynd áleiðis er mjög mikilvægt að velja rétta verkefnis- stjórann, hann er ekki endilega alltaf sá sem fékk hugmyndina eða veit mest um málið en hann er sá sem er líklegastur til að koma henni í framkvæmd.“ Jóhann Guðni sagði að þrátt fyrir allt tal um fartölvur stæði borðtölvuskeiðið enn í skólum. Hann vitnaði í Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólameistara Flensborgarskóla, þegar hann sagði um upphaf fartölvuvæð- ingar: „Þetta var eins og við værum að senda krakkana á orrustuþotum út í búð!“ og átti þar við að menn voru með tæki í höndunum sem þeir höfðu ekki þekkingu til að höndla. Jóhann Guðni sagði að enn væru fartölvur og allt sem þeim fylgdi frek- ar óþjálar og ekki nógu aðlaðandi fyrir nemendur sem til að mynda væru vanir þráðlausum símum. Því til áréttingar sagði hann sögu af nemanda í grunnskóla sem þurfti að hringja úr síma skólans í föður sinn til að spyrja hvar íþróttaskórnir sínir væru. „Þeir eru í íþróttatöskunni,“ sagði pabbinn. „Nei, ég fann þá ekki þar,“ sagði barnið. „Farðu og gáðu,“ sagði pabbinn. „Já, bíddu,“ sagði barnið og labbaði af stað en gat ekki teygt sig í töskuna af því að símasnúran náði ekki nógu langt. „Ég get það ekki pabbi, það er band í símanum!“ sagði barnið og datt að sjálfsögðu ekki í hug að leggja símann frá sér. „Þráðlaust er framtíðin,“ sagði Jóhann Guðni. „Eins og staðan er skortir mikið á að við getum talað um jöfnuð þvert á bú- setu í þessum málum. Fjarnám þarf að vera í boði fyrir alla aldurshópa sem eiga eftir að nýta sér það í mun meira mæli, meðal ann- ars ungir krakkar sem þurfa að fara langan veg til að sækja skóla.“ Jóhann Guðni sagði að tæknivandamál torvelduðu mjög fjar- nám af því að samband væri oft afar slæmt og fólk áttaði sig oft ekki á hvað það væri miklu verra í dreifbýli en þéttbýli. Þessum hlutum þyrfti að kippa í lag áður en hægt væri að tala um jöfnuð í námi. „Færri snúr- ur!“ sagði Jóhann Guðni að lokum við góðar undirtektir. Ég ehf. Aðalfyrirlesari framtíðarþemans var Johan Strid. sem hefur sinnt ráðgjafastörf- um á ýmsum sviðum stjórnunar og fræðslu, og starfaði meðal annars fyrir Ingvar Carl- son og fleiri sænska ráðherra á sviði upp- lýsingatækni og æskulýðsmála. Johan flutti erindi sitt á ensku og kallaði það „Living in the future, implications of the information age.“ Hann vitnaði í orð Alvin Toffler sem benti á árið 1970 að við byggjum í nýju samfélagi örra breytinga, og Johan tók undir: „upplýsingatæknin var eitthvað nýtt“, sagði hann, „en orðið „nýtt“ er flókið orð. Í sögulegu samhengi felur upplýsingatæknin í sér eitt „nýtt“, það er að segja tölvuna. Tölvan var ekki til á bronsöld, hún er vissulega ný.“ Johan lýsti því þegar hann tók þátt í starfi hjá sænska æskulýðsráðinu árið 1995 sem fólst í að sjá fyrir sér samfélagsbreyt- ingar og gera áætlanir um stefnuna í menntamálum í Svíþjóð út frá þessari sam- félagsgreiningu og -spá. Meginhluti fyrir- lestrar Johans fjallaði um hvernig fólk sá fyrir sér að málin myndu þróast fyrir þess- um átta árum og hver staðan hefur orðið í raun. „Við höfðum þá sýn,“ sagði Johan, „að upplýsingatæknin myndi halda fulla innreið í staðbundnu skólana og skólarnir yrðu fjölþættur vinnustaður margra aðila og farartækið til að fleyta okkur inn í fram- tíðarsamfélagið. Þar færi fram nýsköpun í atvinnulífi, þar hittust íbúar á fundum og þar væri lifandi menningarstarf. Þetta var hlutbundin sýn, við sáum fyrir skólahúsið Skól i f ramtíðar innar 16 Johan: Við töldum því að skól- inn ætti að styðja við einstakl- ingsframtakið og leggja mikla áherslu á það. En þetta hefur ekki gerst. Vinnumarkaðurinn er að þróast á allt annan hátt. Fólk lifir ekki fyrir vinnuna, það vinnur til þess að lifa.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.