Skólavarðan - 01.03.2003, Síða 15

Skólavarðan - 01.03.2003, Síða 15
eins og það er en notað á nokkuð annan hátt. Við settum niður nokkur atriði sem við álitum að yrðu áberandi („trend“) í nánustu framtíð og skipulögðum hvernig við gætum brugðist við þeim í skólastarfi.“ Samskiptanet („networking“) var fyrsta atriðið sem Johan nefndi. Atvinnulífið yrði á þann hátt að einstaklingar væru á þönum með farsímana sína, myndu vinna mikið einir en í stöðugum samskiptum við aðra gegnum tölvur og síma, og „stærsta auð- lindin er símaskráin í gsm-símanum“. Vör- ur sem hægt væri að skipta á fælust fyrst og fremst í þeirri þekkingu sem hver og einn byggi yfir. Áherslan yrði á „Ég“ eða öllu heldur „Ég ehf.“ „Við töldum því,“ sagði Johan, „að skól- inn ætti að styðja við einstaklingsframtakið og leggja mikla áherslu á það. En þetta hef- ur ekki gerst. Vinnumarkaðurinn er að þróast á allt annan hátt. Fólk lifir ekki fyrir vinnuna, það vinnur til þess að lifa. „Ég“ er vissulega enn í brennidepli en á annan hátt en við sáum fyrir okkur, fólk vill miklu fremur vera í stöðugu og öruggu sam- skiptaneti, það vill vinna með öðrum, vera í stöðugu starfi og með örugg verkefni. Við héldum líka að viðskipti á Netinu myndu smám saman taka við og öll þjón- usta yrði boðin þar. Tölvuviðskipti, þekk- ingarmiðlarar og ýmis sérhæfð þjónusta, allt færi þetta fram á Netinu. Þjónustugeir- inn hefur að vísu þanist út en það er frem- ur vegna lýðfræðilegra þátta. Eldra fólki fjölgar hlutfallslega mjög ört og þörfin fyr- ir þjónustu við aldraða eykst sömuleiðis. Þar er vöxturinn mestur í þjónustustörfum, ekki á Netinu sem hefur vaxið mun minna á þessu sviði en við bjuggumst við. Við héldum líka að markaðslögmálin myndu halda fulla innreið í skólana og kennarinn yrði nokkurs konar ráðgjafi. Þetta hefur heldur ekki gerst í jafnmiklum mæli og við áttum von á. Þá töldum við að hreyfanleiki myndi aukast gífurlega. Bæði myndi fólk flytjast mjög mikið á milli landa og eins þyrfti það að vera mjög hreyfanlegt í þekkingaröflun. Því þyrftum við að leggja ofuráherslu á að þjálfa nemendur í að finna fyrir öryggi í breytingum. Þetta átti að verða viðmið í öllu skólastarfi. Reyndin er hins vegar önnur. Fólksflutn- ingar eru miklu minni en ráð var fyrir gert og í Vestur-Evrópu hefur meira að segja verið bent á að hagvöxtur þróist hægt af þessum sökum. Fólk er ekki öruggt and- spænis breytingum og sækir ekki í þær. Þetta er reyndar bundið við stéttir og þá í tvennum skilningi; hina efnahagslega ríku og fátæku og hina þekkingarlega ríku og fátæku. Svo töldum við að vistvænt, sjálfbært samfélag yrði eitt aðalviðfangsefni þjóða í nánustu framtíð, svokallað „megatrend“. Meðal annars myndi þörfin fyrir að fara á milli staða minnka mikið í tengslum við upplýsingatæknina og olíuverð myndi hækka sem aftur leiddi til gífurlega aukins kostnaðar í samgöngumálum. Áherslan á sjálfbært samfélag er enn fyrir hendi en kostnaður við samgöngur hefur ekki aukist, samkeppnin hefur til dæmis valdið því að flug er miklu ódýrara en þá var.“ Johan nefndi einnig breytta stjórnun fyr- irtækja og að grasrótarstefnan yrði ofan á, talið var að forstjórar myndu missa völd og dreifstýring aukast. Kennarar myndu líka hætta að vera óskoraðir „forstjórar“ í skóla- stofunni og áherslan færast á þátttöku allra, því myndi skipta meira máli hver yrði best- ur í samskiptanetvinnu í anda mannauðs- stefnunnar. Johan tók dæmi af sprotafyrir- tækjunum sem fylltust af beddum og ís- skápum fullum af gosdrykkjum og þar sem starfsmennirnir virtust allir vera á aldrinum 16 til 20 ára og leika sér í vinnunni. „Bæði smá og stór fyrirtæki tóku upp þessa línu, þar á meðal risinn Ericson. Svokallaðar „skunkaáætlanir“ héldu innreið sína, en þær fólust í að veita einstaklingum með mikinn drifkraft og góðar hugmyndir að- gang að ákvörðunum í stað þess að láta stjórnina um allar ákvarðanir. Við vildum að skólar færu sömu leið og opnuðu rýmið til að auka flæði hugmynda og samstarfs, útrýmdu veggjum og göngum og legðu út frá svokölluðu opnu rými („open landscape“). Til að byrja með var þróunin vissulega í þessa átt, en hrun valdapýramíðans hefur að hluta til stöðvast og yfirmenn eru enn nokkuð tryggir í sessi. Við getum hins veg- ar ekki lengur sætt okkur við samskipti á grundvelli þess að einn sé óskorað yfirvald og hinir séu þrælar og við erum farin að setja spurningarmerki í mun meira mæli en áður var við uppbyggingu valdsins, einfald- lega vegna þess að við erum miklu betur upplýst.“ Johan sagði að loks hefðu menn litið svo á að samfélagsbreytingar væru svo örar að ríkisstjórnir myndu ekki eiga möguleika á að fylgja þeim eftir og skólar ekki heldur. Hann tók neysluhyggjuna sem dæmi og sagði hana hafa þau áhrif að fólk væri farið að láta til sín taka á óvirkan hátt, þ.e. hafa áhrif með því að þegja og fara. Ef fólk fengi ekki allt sem það vildi, strax, þá færi það einfaldlega annað. „Ímyndið ykkur ef þetta gerðist í skólum,“ sagði Johan og bætti við að þessi þróun færðist í vöxt og krakkar væru í auknum mæli að búa sér til fjarlægð frá ýmsum „hugmyndabögglum“ („packa- ges of ideas“) sem haldið væri að þeim. „Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er að ef fólk er börn til 35 ára aldurs, hver á þá að vinna vinnuna?“ spurði Johan og sagði að þegar þetta væri allt tekið saman í eina heildarmynd stæði tvennt upp úr sem megináherslur í samfélaginu árið 2003: Menntun alla ævi og hæfileikinn til að breyta til. „Það er hins vegar að mörgu leyti erfitt fyrir samfélag að styðja við þessa þróun. Hver ætlar að taka að sér að þjálfa og mennta miðaldra atvinnulausa verka- menn?“ Johan sagði að við stæðum frammi fyrir þeirri ögrun að byggja upp sterkt símennt- unarkerfi sem styddi hvern einstakling og til þess að það væri unnt þyrfti uppeldis- fræðin að vera sjálf í mótun í sífellu. Huga þyrfti vel að því hvaða tækni styddi best við menntun alla ævi, hver setti markmiðin og hvernig. Í því samhengi nefndi hann tvenns konar aðferðafræði í skólum þar sem ýmist væri horft til árangurs eða til umbóta. Árangursáhersluna tengdi hann við meg- indlega nálgun sem er kyrrstæð og gengur ekki út frá að verkefni eða vandamál spretti fram sem krefjist lausna. Umbótaáherslan er hins vegar eigindleg í eðli sínu, hreyfan- leg („dýnamísk“) og verkefnamiðuð. Þessi áhersla er lykillinn að skólakerfum sem raunverulega styðja við menntun alla ævi, að mati Johans. Johan er skáti og lokaorðin fékk hann frá þeirri ágætu hreyfingu, enda eiga þau vel við í samfélagi örra breytinga þar sem sveigjanleikinn skiptir mestu: Vertu viðbú- inn! keg Skól i f ramtíðar innar 17

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.