Skólavarðan - 01.03.2003, Qupperneq 16

Skólavarðan - 01.03.2003, Qupperneq 16
Myndir af sýningu Myndirnar hér á opnunni eru frá sýningunni Skóli á nýrri öld sem var sett upp í Ráðhúsi Reykjavíkur og stóð yfir dagana 15.-16. febrúar síðastliðinn. Þetta samstarfsverk- efni Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- ur, Skólastjórafélags Reykjavíkur og Kennarafélags Reykjavíkur tókst með eindæmum vel og vakti verðskuldaða athygli. Í lok sýning- ar voru sex skólum veitt hvatning- arverðlaun en ákveðið hefur verið að veita árlega sex til átta slík verðlaun fyrir þróunar- og ný- breytnistarf í skólum. Að þessu sinni fengu þrír grunnskólar, Laugarnesskóli, Vogaskóli og Öldusels- skóli, verðlaunagrip og viðurkenningarskjal fyrir þróunar- og nýbreytniverkefni. Aðrir þrír skólar, Laugalækjarskóli, Fellaskóli og Breiðholtsskóli, fengu viðurkenningarskjal fyrir verkefni sem þeir hafa unnið. Auglýst var eftir tilnefningum í desem- ber sl. og bárust alls 53 frá skólum, kenn- urum, foreldraráðum og foreldrafélögum. Auk þess barst ein tilnefning frá nemenda- ráði skóla og önnur frá forstöðumanni borgarstofnunar. Við afhendingu hvatningarverðlaunanna sagði Stefán Jón Hafstein formaður Fræðsluráðs að öll verkefnin 53 væru at- hyglisverð og merkileg þróunarverkefni, fælu í sér nýbreytni eða væru einfaldlega til fyrirmyndar og merki um framúrskarandi skólastarf. Markmið hvatningarverðlauna Fræðsluráðs Reykjavíkur er að: • Veita grunnskólum í Reykjavík jákvæða hvatningu í starfi. • Vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer í grunnskólum Reykjavíkur. • Stuðla að auknu nýbreytni- og þróun- arstarfi í grunnskólum Reykjavíkur. Breiðholtsskóli hlaut viðurkenningu fyrir verkefnið Fjölmenningarvefur Breiðholtsskóla sem sagt var frá í 8. tölu- blaði Skólavörðunnar í fyrra. Vefurinn er að sögn dómnefndar nýbreytni í nýbúa- kennslu og einnig samþætting við kennslu í samfélagsgreinum og upplýsingatækni. Lesendur geta kynnt sér vefinn á slóðinni http://breidholtsskoli.ismennt.is/ fjolmenning/ Fellaskóli hlaut viðurkenningu fyrir verkefnið Kynslóðir saman í Breiðholti sem dómnefnd áleit gott dæmi um tengsl grenndarsamfélags og skóla. Markmið verkefnisins er að gefa nemendum tækifæri til að eiga samveru með eldri borgurum, veita innsýn í mismunandi þekkingar- og reynsluheima og styrkja íslenska tungu og sagnahefð. Verkefnið hefur forvarnargildi fyrir nemendur og styrkir gildismat þeirra og dómgreind með því að tengja gamla reynslu við nýja. Kynslóðaverkefnið hefur verið í gangi í nokkur ár í samstarfi Fella-, Selja- og Hólabrekkuskóla og félagsmið- stöðvarinnar í Gerðubergi. Það er unnið á þann hátt að nemendur sækja félagsmið- stöðina heim átta sinnum yfir skólaárið og eru með eldri borgurum í ýmsu félagsstarfi. Þeir koma á vegum skólans en án fylgdar kennara og þjálfast í að vera kurteisir og prúðir og sýna virðingu og góða umgengni í ókunnugu umhverfi. Laugalækjarskóli hlaut viðurkenningu fyrir verkefnið Framfaramöppur í tungumálanámi á unglingastigi. Þar er markvisst unnið að því að nemendur öðlist sjálfstæði í námi, beitt er fjölþrepa kennslu- aðferðum og nám verður einstaklingsmið- aðra en verið hefur. Nemendur skrásetja vinnu sína og framfarir með því að safna verkefnum sem þeir hafa unnið í framfaramöppu. Þeir leggja sjálfir mat á vinnu sína og rök- styðja fyrir kennara og foreldra. Einnig skrá þeir í lok hverrar kennslustundar og dags hvernig hefur gengið og hvað þeim finnst um verkefni dagsins. Laugarnesskóli var verð- launaður fyrir verkefnið Smíðavöllur. Í rökstuðningi dómnefndar er sagt að komið sé til móts við athafnaþrá og sköp- unargleði nemenda, sérstaklega drengja, og þeir virkjaðir til verka á jákvæðan hátt með einfaldri lausn á oft erfiðu viðfangsefni í skólastarfi. Verkefnið fólst í að útbúnar voru spýtur, plötur, kubbar og spírur sem nemendur gátu raðað saman eða hnýtt eftir kúnstarinnar reglum. Þeir bjuggu til turna, virki, leynistaði og fleira, en markmiðið var að auka fjölbreytni í leikjum á skólalóð. Vogaskóli var verðlaunaður fyrir verkefnið Ábyrgð nemenda sem felst í markvissri vinnu stjórnenda að því að auka Skól i f ramtíðar innar 18

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.