Grallarinn - 25.10.1924, Blaðsíða 3

Grallarinn - 25.10.1924, Blaðsíða 3
2 GRALLARINN Bréí írá I-joeatelli til Mussolini. í sumar skrifaði Locatelli húsbónda sínum Mússolini, eftirfarandi bréf. Hefir Graliaranum verið leyft að birta það. Golf de Fumaroles (Reykjavík) *°/« 1924. Eiskulegi Mussólíni! Þá er eg nú kominn til íslands, eins og þú sérð á frímerkinu á bréfinu, Myndin á því er sögð að vera af Kristj- áni konungi, en eftir því sem mér befir verið sagt var engin mynd til nógu góð af konunginum, þegar til átti að taka, svo F*orleifur (þú veist þessi sem líkist D’Artagnan) lánaði niynd sem hann hafði tekið af Gísla Jónssen, svo að það er nú í raun og veru hann sem þú sérð, þegar þú borfir á bréfið. í*ú manst víst eftir honum Gísla? Það var hann sem seldi okkur lúsétna fiskinn,. sem D’Annunsíó fékk kveisuna af. En eg verð víst að segja þér alla söguna eins og hún gekk. Eg lenti í Hornafirði. Út í hann falla jökulvötn mikil, og er hann því mórauður eins og Tiberíljótið þegar rigningar ganga á vetrin. í Hornafirði er fjöldi af eyjum, heita þær stærstu Ósland og Mikley. Þar verpir ógrynni af fugli þeim er æður nefnist. Hann hefir þann einkennilega vana, að hann reitir af sér fiðrið, eink- um kvenfuglinn, og er sagt hann geri þetta til þess að verða mjórri um mitt- ið, en það þykir fallegra. En þetta not- færa landsmenn sér, því dúnninn er á- gætur í kodda, en fremur gæti eg trúað að það væri seinlegt verk að tína hann. Peir kvað sofa vært sem sofa á dúnkodda, en það nota vínsmyglarar sér, kaupa þeir allan dúninn og hafa hann í kodda sem þeir læða undir vanga yfirvaldanna. Væri bágt ef þessi dúnn færi að flytj- ast til Ítalíu með saltfiskinum, og væri vissara að þú létir hafa gát á skipum þeim sem koma frá íslandi. í Hornafirði var áður Ottó Túliníus, og græddi vel, en kunni ekki við sig af því að þar var engin síld, og flutti svo til Akureyrar. Þá keypti verslunina Þór- hallur Daníelsson, en síðar náðu bænda bolsar tökum á henni og stofnuðu kaup- féiag, en ekki tók eg eftir þvf að bænd- ur væri feitari þar, en alment gerist á Ítalíu þar sem engin kaupfélög eru. Hornfirðingar voru áður hreinir og beinir sveitamenn, en nú er farið að stunda sjó þaðan á vertfðinni. Eru það menn af norðurfjörðunum svo sem Fá- skrúðsfirði (þar sem þeir frönsku seldu beinakexið í fyrndinni, fyrir vetlinga sem kváðu heita voterli á islensku) Reyðarfirði, Eskifirði, Norðfirði og Seyð- isfirði. Kaupstaðurinn á Hornafirði heitir Höfn, þar er höfði sem heitir Heppa (en fyrir norðan er það kvenmanns- nafn). En tvær eyjur heita Álfsey önnur en Krossey hin. Verpa skarfar í báðum, en í Hólum er póstafgreiðslan, þar býr Þorleifur, hann er Tímamaður eins og þú veist, en þó mjög sanngjarn. Eg hitti hann að máli og bað hann ganga úr þeim leiða flokki, en hann tók því dræmt, en hinu lofaði hann mér, að bjóða sig ekki fram aftur. Læknirinn heitir Hinrik Erlendsson, likur Napó- leon í vexti, eftir að hann kom tii St. Helenu. Það var nærri orðið slys fyrir mér með mann þenna, því mér var sagt hann héti Hinrik og meira ekki, svo eg hélt það væri Hinrik Ottóson sem skrif- aði skammagrein um þig í Alþýðublað- ið, ætlaði eg að hefna þeirrar greinar og var farinn að bretta um ermunum, en læknisnáttúran kom þá upp i hon- um svo hann fór strax að skoða á mér úlnliðina og í greyparnar, hélt hann að eg hefði kláða og væri að leita mér lækninga, og svoleiðis upplýstis málið. Einn mann sá eg i Hornafirði afar- bolsivikalegan, sem hét Bjarni Guð- mundsson, en ekki veit eg frekar deili á honum. Frá Hornafirði hélt eg í besta veðri, skein sólin á jöklana á hægri hönd er eg fór .vestur með landi, og var undur- fagurt. Ekki alllöngu eftir að eg var Iagður af stað, sá eg niður í Kálfafell, þar sem Sigurður flokksbróðir okkar er fæddur og át draflann í æsku. Þá tók við Breiðamerkursandur sem er eyðimörk, er hið eilífa brimlöður Atl- antshafsins á aðra hönd, en hinn eilifi ís, þ. e. skriðjökullinn, á hina. En er sandinum lýkur tekur við Öræfasveitin. t*ar er fæddur Þorbergur þórðarson skáld; hann orti lofkvæði um þig, en er hann frétti um víg Matteottis, þá mislíkaði honum, og sneri kvæðinu í bræði upp á Lenín, en hann var þá dauður. Hefir víg Matteotti spilt fyrir okkur á íslandi, og er það nú dálítið hjákátlegt, að við skulum hafa getað látið drepa mörg hundruð manns, á- tölulaust en að svo skuli þetta eina morð vekja svona eftirtekt. í Öræfunum býr síra Eirikur Helga- son, er hann ramur afli, er rótar bolsi í skoðunum. Vestan við Öræfin tekur við Skeiðársandur, eyðimörk um 50—60 kílómetrar á hvern veg, f*ar gengur mesti skriðjökull Norðurálfunnar fram á sandinn, en það er Skeiðarárjökull. Koma þarna við og við ógurleg jökul- hlaup, og vildi eg ógjarnan fara öðru- vísi yfir sandana en flugvél. Vestan við sandinn er fjallið Lómagnúpur, en skamt frá eru Núpstaðir. f*ar er fædd- ur Erasmus Gíslason uppfundingamað- ur. Hann þurkar hey með því að hella vatni i það. Ætli mætti ekki nota sömu aðferð við rúsinuþurkun á Sikiley. Við Núpsvötn, þarna uppi á milli fjallanna, er Núpstaðaskógur, þar var áður vilt sauðfá, en þvi var eitt með skotum eftir að Br. Bja setti þau niður. f*egar eg fór yfir Núpsvötn fór að þykna, og var útsjónin eftir það vond. Þó sá eg borgina Vík, en þar lék Jón Kjartans- son sér að hrútshornum og kúskeljum Gral I ariti n Vikublað, kemur út um hverja helgi. Geíið út af heldri mönnum, en al- menningur fær hann fyrir sama verð, 25 aura hvert blað. Auglýsing- ar kosta 1 kr. hver centimeter jafnt fyrir alla. Peir sera ekki eru heldri menn, verða að borga fyrirfram. þegar hann var lítill. En nú er hann orðinn mikill maður eins og þú veist, og okkar maður er hann. Til Vestmannaeyja sá eg óglögt, þar eru margir ágætismenn, þar er Erlend- ur sálmaskáld, síra Jes Gíslason, Jó- hann í Fagurlyst, alt ágætis menn. Hinn siðastnefndi er þingmaður og hinn mesti höfðingi, þó er hann ekki alveg búinn að venja sig af því enn þá að tnka undir við verkafólk sem heils- ar honum. Rað var þó ekki með ó- blandinni ánægju að eg gaut augunum til Eyja, því þar er líka margt af Bol- sivíkum og kaupfélagið Drífandi kvað ganga þar ágætlega. Sökum nióðu sá eg ekki Heklu, sem kvað vera talið jafn frægt eldfjall og Vesúvíus okkar og Etna. Eg var nú farinn að verða hálfhræddur um að eg sæi ekki Eyrarbakka sökum móðunnar, en eg hafði ællað mér að fljúga lágt þar yfir, ef ske kynni að eg fengi að sjá þar Jóhann Vaft, sem mér lék forr vitni á að vita hvernig liti út, því mikið hafði eg heyrt um manninn tal- að. Várð mér að ósk minni og sá eg hann mæta vel í kikirnum. Hann er maður á stærð við Umbertó konung, og allur hinn fyrirmannlegasti. Hann er öruggur vor maður. Eg lenti i besta veðri á Reykjavíkur- höfn, en er eg var ferjaður í land, tók stjórn Fasistafélagsins á móti mér með mikilli viðhöfn. Heita helstu menn ís- lenzku fasistanna, Carl Tuliníus og Bernhard von Arnar, ungir menn báðir og hinir myndarlegustu, þó annar sé rangeygður en hinn svolítið spéhræddur. Ritstjóri Fasistablaðsins heitir Bjarni, hann hefir snúið Faust á íslenzku og fært til betri vegar, sömuleiðis skýrslu íslandsbanka. Eg slæ nú botninn í þetta bréf og fer að gá hvernig gengur að hreinsa mótorinn. Vertu nú blessaður og sæll, Mússólini minn, sankti María varð- veiti þig og alla aðra kaþólska. Þinn einlægur vinur og samherji. Locatelli. Grrallarinn kemur út um hverja helgi. Kaupið blaðið frá byrjun því þið þurfið áreiðanlega ekki að geyma fyrstu blöðin í 100 ár, til þess að þau verði mikils virði.

x

Grallarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Grallarinn
https://timarit.is/publication/1190

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.