Grallarinn - 29.11.1924, Síða 1

Grallarinn - 29.11.1924, Síða 1
GRALLARINN GEFINN ÖT AF HELDRI MÖNNUM I. árg. Laugardaginn 29. nóvember 1924. 6. blað. Mega prestar gefa á kjaftinn? Presturinn sem kjaftshöggaði. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ Gudmundur Þorsteinsson ♦ X gullsmiður. ♦ X Bankastræti 12. Simi 1007. ♦ Alls konar gull- og silfurmunir ♦ fljótt og vel af hendi leyst. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Einkennilegt mái. Kaupmannahöfn 8. nóv. 1924. Spurning sú er ég hef sett yflr þetta bréf, hefir verið á allra vörum hér í Danmörku undanfarið, og valda því málaferli er risu út af því að prestur nokkur Kristinn Ambye að nafni gaf manni »á ’ann«, sem kallað er. Þessi séra Ambye, er fangelsispreslur í smábæ einum, er Nýborg nefnist. Við fangelsið er líka barnakennari, og heitir hann Kastrup. Búa prestur og kennari báðir i sama húsi, sitt í hvorum enda þess, og hafa sinn garðinn hver. Nú bar það til einu sinni, síðast í september, að prestur er eitthvað að dunda útí í garði, að hann heyrir konu kennarans kalla á dóttir sína, átta ára; en er telpan kemur til móðir sinnar, tekur hún til að lemja hana, og fer stelpan að gráta. Kallar þá prestur til konunnar og segir henni, að hælla að lemja barnið. Er kona kennarans, að sögn, móðursjúk, og lamdi oft dóttir sina, til stórhneykslis fyrir prestsfólkið, sem oft varð vart við það. Kennarinn kom nú brátt á vettvang, og byrjaði orðasenna alisnörp milli þeirra prests, en minst af þvi hefir verið i letur fært. I*ó er þess getið, að prest- ur sagði kennara, að það væri talað mikið um það, hvað konan lemdi mik- ið dóttir sína; en þá sagði kennarinn presti, að honum væri nær að hugsa um sína eigin dóttir, því það væri nú sagt svo margt um hana. Nú hafði borist til eyrna prest slúð- ursögur, um dóttir hans, 16 ára, því í smábæjum i Danmörku er litið minna af kjaftakindum og blaðra-blöðrum, en i sjálfri Reykjavík. Ekki hafði prestur getað rakið lýgina til kjaftakindanna, sem komu henni upprunalega af stað, en nú þegar hann heyrði kennarann dylgja með þetta, varð náttúran náminu rikari, hann gleymdi orðum meistarans, um að snúa að vinstri kinninni, þegar sú hægri væri' slegin, hann stökk því yfir girðinguna, sem var á milli garð- anna, og þá skeði það að presturinn gaf kennaran* um ú lcjaí tinn. Ekki varð kennarinn mannlega við, því hann settist á rassinn á bekk, og tók að hrópa og æpa á hjálp. Fáir munu lá presti, þó honum yrði á að gefa þeim manni á ’ann, sem fór með svivirðingar um dóttir hans, en hitt lá sumir honum, að eftir að kennari var sestur niður, gaf prestur honum tvö kjaftshögg 1 'V'idbót, en prestur ber þvi við, að sér hafi alls ekki verið ljóst, þá, að hann væri að lemja »fallinn« mann, enda muni hann hafa æsts við það er kennarinn æfti svo hástöfum á hjálp. Málið kom fyrir rétt, og var mikið reynt til þess að sætta kennara við prest, en hann var algerlega ósáttfús, enda hafði hann fengið kjattshöggin, en hinn gefið, og vita allir að sælla er að gefa en þiggja — á kjaftinn. Var málið dæmt fyrir undirrétti, og prestur á 200 króna sekt, þar sem hann hefði barið á saklausum manni. Sam- kvæmt fyrirmælum dómsmálaráðherrans, var málið tekið upp við Landsréttinn 22. okt. Fór málið svo þar, að réttur- inn áleit að kennarinn hefði gefið nokk- uð tilefni, og var sektin færð niður í 100 krónur. En er þetta varð niðurstaða réttarins, að prestur ekki slapp við sekt, áleit hann rétt að hann sækti um lausn frá embætti. Gerði hann og það, og fékk lausn frá 1. nóv að telja, en ekki veit ég, hvort prestsendinn á húsinu á Ný- borg er nú tómur, eða hvort prestur er ófluttur enn þá. Ekki er úr vegi að minnast, i þessu sambandi, að forfeður vorir höfðu það i lögum með sér, að sá maður skyldi liggja óbættur, sem veginn var, er hann hafði sagt um konu, að hún væri sorðin, en þó því að eins, að hefndin kæmi á sama vetfangi og móðgunin. G. Jónsson. Framhald af mordsögunni. Kaupmannahöfn, 4. nóvember. Dálítið get ég bætt við það, sem ég skrifaði í gær. Malmdorff lögregluþjónn, sem myrtur var, var bóndasonur frá Jótlandi, og var upprunalegur trésmiður. Hann var giftur fyrir Iiðugu ári siðan, en átti ekki börn. Morðinginn Anton Júlíus Larsen, er 37 ára gamall. Faðir hans var gestgjafi í Helsingjaeyri, en sjálfur tékk hann stöðu sem simritari hjá Stór-Norræna, og þótti mjög nýtur þar, þar til hann sökum geðveiki ekki gat gegnt stöðunni, en geðveikin er sagt að hafi stafað af of miklum lestri og vökum. Pegar Larsen hætti að vera simritar- ari 1915 átti hann 30 þús. krónur; og varði hann þeim 1918 til þess að kaupa hús fyrir, er kostaði 118 þús. kr. Var útborgunin 30 þúsundir. En hann hafði ekkert lag á þvi að stjórna eigum sín- um, og að iokum samþykti hann að hann yrði gerður ómyndugur. Hafði hann þá 110 kr. til þess að lifa af á mánuði, og voru 90 kr. af því frá Stóra-Norræna. Fað var er honum var sagt að hann fengi það íé ekki lengur, að hann framþi hið dæmalausa verk, er ég hefi sagt frá. G. J.

x

Grallarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Grallarinn
https://timarit.is/publication/1190

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.