Grallarinn - 29.11.1924, Blaðsíða 3

Grallarinn - 29.11.1924, Blaðsíða 3
GRALLARINN 3 ♦ ♦ (jrrettisbúð ♦ £ selur allar vðrur raeð lægsta verði. £ ♦ Melís (smá höggin) 8/«o pr. '/■> kg. ♦ £ I-Csirtölí ui* °/9o pr. ’/» kg. ^ # Allt eftir þessu. Komið kaupið. + ^ Reynið gæðin. ^ ♦ Grettisbúð ♦ * Grx-ettísgf. 40. Sími ÖS'T. J ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦!♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Oddur benti á Stjána, en Stjáni benti á mig, Simbi studdi mig, svo ég varð formaður. Tíð var góð þetta vor, og gaf að róa daginn eftir, kallaði ég þvi menn mina, árla næsta morguns í fyrsta róðurinn. Peir brugðu við skjólt, enda dugnaðar- menn báðir, en Oddur meiri ákafamað- ur, hann var nú búinn að jafna sig eftir fylliriið eins og við hinir. Og var nú kominn í sitt hamhleypuskap, sem ætíð, er hann gengur að vinnu. Ætlast var til þess að við mötuðumst áður en við gengum til skips, en þess var enginn kostur fyrir Oddi sem æddi um gólfið og æfði handleggi og fætur, og rauk út og niður að sjó, sparkaði öllum hlunnum undan bátnum, og ýtti honum á flot, stökk upp á frainþoftuna, baðandi út öllum öngum, og hrópaði heljarmenni í höndunum, táglíminn í fótunum eins og faðir minn. Nú kom- um við í fjöruna og svömluðum út í bátinn og rérum tii hafs. Ég var reiður við Odd og sagði: »Ekki er flas til fagn- aðar og ekki komi mér á óvart þó þú yrðir eins viljugur í land eins og þú nú hefir verið ólmur til róðurs. Pransmaðurinn. Ég leitaði fyrst við »Flúruflúð« og varð ekki var, þá kiptum við út í »Hlírahallann«, þar dróg Stjáni keilutitt, en við Oddur fengum ekki bit, ég sagði þá best mundi vera að kippa út á »Bleiðugrynnið« en Stjáni vildi róa alla leið út á »Fransmannabanka«. Oddur vildi það óður og uppvægur, svo það var gert. Strax og við rendum þar, setti Oddur i drátt og dróg þyngslalega, við Stjáni drógum sinn þyrsklinginn hver og rendum aftur áður en Oddur hafði dregið; alt í einu rekur Oddur upp óg- urlegt vein, og horfði náfölur fyrir borð og sagði: »Hnif, hníf fljótt, ég dróg andskotann«. Stjáni og Oddur rendu á bakborð, en ég á stjórn. Ég lít nú við og sé að Stjáni veltist um í hlátri, en Oddur heldur um sökkuna á færi sínu, og skötuselur flýtur við borðstokkinn. Nú fór ég líka að brosa, því þetta var svo skrítið, en Stjáni tók í eyrugga gelgjunnar og kipti henni inn fyrir, af- goggaði hana og fleygði henní fram í barka. Oddur sagðist fara í land ef djöfullinn yrði hafður þarna í bátnum. og lét ófriðlega. Ég klappaði á öxlina á honum og sagði að þetta væri óhæfa af slíku karlmenni að gera svo mikið veður út af einum Skötusel. Öddnr lét sér nú hægar og rendi aftur, þá hafði Stjáni dregið þrjá en ég tvo. Pá skeður það undarlegarlega að Oddur setur í annan stór drátt, og svo spentir urðum við Stjáni að við hætt- um að renna meðan Oddur dróg. Svo þungt var neðan í hjá Oddi að hann sparn fæti við borðstokk og dróg sveittur; loks kemur upp gríðarstór svört flyksa og gýs upp sá ógurlegi ó- þefur. Nú varð Oddur fyrir alvöru snar — hann vildi fleygja færinu með öllu, hann sagði að þetta væri eitrað færi, og hann rendi því aldrei oftar, það væri ekki nóg að bann dræði andskotann sjálfan í fyrsta rensli, heldur yrði hann nú að afgogga dauðann Fransmann, og heimt- aði með stappi, hoppi og öðrum frekju- látum að við færum strax í land. Ég varð nú að afgogga flyksuna, en Stjáni talaði um fyrir Oddi á meðan. Pað er nú ekki að orðlengja það frekar við urðum nauðugir að íara í land í þetta sinn, og svo skarpt réri Oddur að við Stjáni máttum hafa okk- ur vel í frammi að róa báðir á móti honum. Fegar í land kom sagði Oddur að við hefðum fengið sjö í hlut, ég sagði við hann að með því að telja kölska og Fransmanninn þá væri sjö á skip, en hann hélt sig við að það væru sjö í hlut, hann hefir nú heldur aldrei verið sterkur i reikning karltötrið. (Framhald næst). Brynki úr Hólminum. V ið eigandi yígslu^álmur. Einu sinni voru kærustupör, sem vildu flýta sér að komast í hjónabandið, því illa stóð á fyrir konuefninu. Fara hjónaefnin til sóknarprestsins, sem var heldur gamaldags og biðja hann að gefa sig saman í hjónabandið, heima hjá honum. Prestur varð við bón hjónaefn- ana. Svo illa hafði tekist til, að prestur hafði tapað þeirri einu sálmabók, sem hann átti, svo hann hafði engin önnur ráð, en að láta syngja eitthvað úr passíu- sálmunum. Iíallar Prestur á fjósamann sinn sem var mikill söngmaður og bið- ur hann að syngja brúðhjónasálmin með sér. Fjósamaður gerði sem prestur bað. Tekur sálmana í hönd sér og spyr prest á hverju sé best að byrja, prestur ans- ar þvi á þá leið að þeir séu nú allir jafn góðir blessaðir. Flettir þá fjósamaður upp í sálm- unum og byrjar með mikilli raust, og prestur með. »Sjá nú hve illan enda | ótrygð og svikin fá j Júdasar líkar lenda j leikbróðir sínum hjá« o. s. frv. Ekki er þess getið að brúðhjón- unum hafi ekki þótt vígslusálmurinn góður. Pusi sterki. Þriðji þáttur. VII. kafli. Potturinn, Glásin og- björgunin úr salningunni. Svo bar við eitt sinn á kúttir »Fín- ósu« eign gamla mannsins í Reykjavik, að hásetarnir höfðu halað tott meir en góðu hófu gengdi og voru matlystugir á hundavagtinni, þá fengu þeir (il hinn fúleflda Jón Jósafatsson að norðan til að gera sér »hundsbelg« sem kallað er, hann tók þvi Vel, en sagðist hvergi finna pottinn, var nú leitað um alt skip en hvergi fanst potturinn. Töluverð drift var, en einn háseti hafði sett fasta dræsuna, en svo er kallað þegar menn ekki draga inn færið, heldur seta bragð á vaðbaujuna þegar þeir ganga frá. Einhver hafði tekið eftir þvi að pott- inn hefði verið hengdur á dræsu þessa, það er gerl með þeim hætti að snæri er bundið í það sem hengt er á, og svo er aftur bundið utan um linuna fyrir utan borðstokkinn og stykkinu sökt, stöðvast það þá ekki fyr en við sökk- una. Nú var haft orð á þessu og varð hlátur í kyrþey, fór Pusi sterki þá nið- ur í lúkar, sparkaði í manninn sem pokaði fram i ló, og skipaði honum að hafa sig upp, hann brá við, fór upp og dróg færið þó þungt væri, hélt sig draga mjög stóra skötu eða því um líkt. Varð nú mikill hlátur er potturinn kom upp, og var hann nú þrifinn í snatri og sett upp glásin, þegar hún var til- búin settust allir að áti, en þá segir sá er pottinn dróg, þett er ekki »hunds- belgur« það er kattarl . . . jafningur, þá reiddist hinn fúlefldi Jón Jósafatsson að norðan og ætlaði að grípa manninn, en hann flýði upp á dekk, og Jón á eftir, fer maðurinn þá upp á v^vísar- ann eða þenjarann á stórvanti kulmeg- inn og alla leið upp í salningu, en þar hafði hann aldrei komið fyr, var talinn mjög lofthræddur, hætti Jón þá að elta hann. Nú settist Jón að áti með hinum, meðan nokkuð var eftir í pottinum, og var nú hlegið mikið að manninum í mastrinu. Björgunin. Þegar piltarnir komu upp, æpti sá er uppi sat; »Þið verðið að sækja mig, annars gæti ég kannske dottið«. Nú varð hár hlátur, svo segir Pusi: »Ætli það sé ekki best að hjálpa manngreyinu niður, því hann kemur aldrei af sjálfsdáðun«. Því var tekið vel og var nú tekin tunna og sett á hana strofta og höluð upp í klýfirfalnum, en Pusi fór upp, tók í hnakkabramb á kallinum, stakk hon- um í tunnuna og sagði; »Leiktu þetta nú ekki oftar Oddur, því það er ekki víst ég sækji þig næst. Meira næst.

x

Grallarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Grallarinn
https://timarit.is/publication/1190

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.