Grallarinn - 29.11.1924, Síða 2
2
GRALLARINN
€ri*allai*iiiii
Vikublaö, kemur út um hverja helgi.
Gefið út af heldri mönnum, en al-
menningur fær hann fyrir sama
verð, 25 aura hvert blað. Auglýsing-
ar kosta l‘/» kr. hver centimeter jafnt
fyrir alla. Peir sem ekki eru heldri
menn, verða að borga fyrirfram.
Afgreiðslan er á Laugaveg 67, opin
alla virka daga frá 1—2 og 6—7 e. m.
JBoffivœði
þetta uildi ritstjórinn ekki taka i
blað sitt, þótti of uœmið hólio um
sig, í sínu eigin blaði, þetta lík-
aði höfundi Iwœðisins miður, en
uegna þess, hve mjög hann er
hrifinn af ritstjóranum, vill hann
fyrir hvern mun koma því á prent,
og hefir mi beðið Grallarann fyrir
það. — — Ekki þótti ástœða til
að synja rúms kvœðinu, þó höf-
um vér felt úr fjögur erindi sem
þótti Jull strembin.
Þitt upplit er djarft eins og dómkirkju-
rottu,
eða draugs upp úr hrognkelsi í sjó;
hátiðlegt eins og hjá hundi á mottu,
eða hesti sem treður snjó.
Þín gáfa er að vöxtum sem vatnahests-
eða vélbyssa skotin i spón; [trýni
sterk eins og faldur á likklæðalíni,
eða linsoðið hafragrjón.
Þitt viðmót er blítt eins og blógrýtishola,
eða bráðpestar rolla til sjós;
liflegt og þitt eins og lognmollugola
eða lífstykki af mey onúr Kjós.
Þín rödd er sem marrið í riðguðum hjör-
eða rottur í pjáturdós; [um
frjálsleg og drýldin sem freðýsa á börum,
og framliðinn Háfur til sjós.
Þinn vilji er sterkur sem vel bökuð kaka,
eða vindbarin krákuskel,
sem hugur hjá þeim er með handfæri
og hríðdraga skötusel. [skaka,
Þú ert glöggur og skýr, eins og geitur í
eða Grallar’ í þurrnm læk; [regni,
undir hugvekjulestri, hjá hollendskum
eða hrútur með brennivínskæk. [þegni,
Spekingssvip berð’ eins og spikfeitur
eða sprenglærður bíóþjónn; [tuddi
kurteis og bliður sem nunna í nuddi
eða nýskorinn hefilspónn.
Svo þolinn og auðmjúkur þú ert í deilum,
það eru dæmalaus býsn;
sem maurild’ að berjast við mýgrút af
og munkur við holdlega fýsn. [keilum
Þitt hár er svo mikið sem moðhrug’ á
eða marsvína fylking i sveit; [bási,
kastast það til eins og kraftvindar blási,
um kviðhár á norðlendskri geit.
Að vallarsýn ertu sem úlpa í treyu,
með ógurlegt viðáttugat;
undirpilsfaldur á óléttri meyju,
eða ólgandi grútarfat.
Liðugur ert’ eins og lúða á dekki,
eða lifsglaður boli á is,
margvís og fyndinn sem múkki á hekki
og mentaðar kynbótalýs.
Þin rithönd er fögur sem roðhreistur-
rifnar af grásleppukvið; [flisar,
sem illhærutæjur í endaþarm grísar,
æxli á korktappasmið.
Popúler erí’ eins og pumpa í barki,
eða portérahringur á stöng;
framhleypinn kálfur í Fransmannaþjarki
eða feilnotuð jaxlatöng.
Þín stefna er soðin úr saltpétri grjónum,
salmiaksglussa og krit;
óskild og frásnúin hyggni, hugsjónum,
sem hænsni með kverkaskít.'
Þinn stjórnmálaferill er fullur af herkju,
frjálslyndi kýrvisku þrótt;
sem kerling i eldhús i kafi og sterkju
á koldimmri sumardagsnótt.
Þitt orð er sem gustur úr ofni sem reykir
ormur sem smýgur í tré
vindursem þurkuðum þorskhausum feykir
þruma er strádrepur fé.
Miss. Hótelina Jaxlapina
Monl Blank von Garisank.
Þegar við rérum saman Stjáni Blái,
Oddur yitgranni og ég.
Eftir hálfs mánaðar fyllirí, á »Hólar«
gamla, komum við loks til fyrirheitna
landsins.
Jafnskjótt og þessi gamla fljótandi
brennivínstunna, slepti dregginu í botn-
inn á Austfirði, réðust Qærðbúar, (sem
héldu sér á floti í skéljum sínum á
höfninni), til uppgöngu á farþegadrek-
ann, og þótti mér sem þeir færu ekki
fimlega.
Stjáni stóð við uppganginn og heils-
aði þeim, sem hann þekti um leið og
hann vippaði þeim inn á dekkið, sem
ekki þótti ugglaust að væru einfærir.
Oddur sat á lúkukarminum með
rungandi timburmenn, ekki var hann
upplitsdjarfur, þá, veslingur, horfði á
sprottna tásaumana á kúskinnsskónum
sinum, og leitaði í skeggi sinn með
þumalfingrunum.
Ég stóð eins og Egiftsk múmía, á
ristverkinu yfir fýrplássinu, sá þaðan alt
sem gerðist miðskips, og leið þar svo
ljómandi vel.
Rúðningin.
Nú byrjaði ráðingarhjalið, margir
voru með skipinu sem ætluðu til róðra,
og réðu sig í hvelli hjá alkyns óhrein-
indasokkum. Ég þekti alla útgerðarmenn
á Austfjörðum, og hló með sjálfum mér,
þegar ég heyrði að Pétur voðalegi og
Gvendur sem einu sinni var hjá Hákoni
hinum rika, voru að ráða sig hjá brauð-
lausa lávarðinum, þetta fanst mér svo
gott grín, að ég hnipti alveg ósjálfrátt i
síðuna á feitri kellingu sem vappaði aftur
dekkið, hún misti ballansinn, og dalt
með þyngsta hluta líkamans beint ofan
á höfu'ðið á Oddi, nú heyrðist »hellela«
»hellela« og Oddur stóð upp með þeim
krafti að kellingin sentist í fangið á
Stjána, sem greyp hana á lofti og setti
hana raeð lipurð og kurteisi á spilkopp-
inn, en af því spilið var í gangi, sent-
ist hún eins og píla, niður í lest, snér-
ist við í loftinu og kom niður sitjaudi
á lengjuna sem var verið að hífa upp,
svo upp úr lestinni kom hún með sama
hraða og hún fór niður, en áður en
kallarnir gátu slegið út, hljóp ég til og
greyp hana í fang mér, setti hana var-
lega á dekkið við hlið mér, tók vinstri
hönd hennar í hægri handarkrika
minn, og leiddi hana fram eftir.
Hún var dösuð eftir þessa gymnastik,
og leit til mín hálfgerðu glóðarauga, en
ég byrjaði að afsaka mig á þessa Ieið:
»Hágöfuga hefðarfrú«, — »uss«, sagði
hún, »ég er ekki frú«. »Nú«, sagði ég,
»jómfrú þá«. »Nei, nei, því síður«,
sagði hún, svo ég varð alveg í vand-
ræðum og hætti við ræðuna, kvaddi
kvensuna og flýtti mér til félaganna,
sem voru nú að ráða sig hjá Simba
svaðilfara eftir að hafa afsagt skiprúin
hjá mr. Horfellis. Ég þekti Simba vel
gekk til hans, og hnipti í hann, og
sagði hann þá glaður: »þarna kemur ein-
mitt maðurinn sem mig vantar, viltu
róa hjá mér í sumar Rrynki minn, á
bát með Oddi og Stjána?« »Við sláum
því föstu«, sagði ég, og þar með vornm
við allir ráðnir á sama bát.
Fyrsti róður.
Við höfðum setið og étið, hvílt okkur
og drukkið kaffi og út í það, þegar
Simbi fór að tala um hver okkar ætti
nú að verða formaður, ég benti á Odd,