Grallarinn - 29.11.1924, Qupperneq 4

Grallarinn - 29.11.1924, Qupperneq 4
4 GRALLARINN •« I { t Hver lækkaði sykurverðið í bænum? Auðvitað Hannes Jónsson Laugav. 28 1 Hvers vegna hata kaupmenn Hannes Jónsson? Vegna þess að hann selur ódýrt. 1 i Eldhúsfréttir. Sjálí'dauður. í litlum bæ voru tveir læknar. Eitt- hvert skifti er þeir voru á göngutúr saman, sjá þeir líkferð. Segir þá annar: »Er þetta einn af sjúklingum þínum?« »Nei«, segir hinn. »Það hlýtur að vera einn af þínum«. »Nei, það er það ekki«, svarnr sá fyrri, »maðurinn hefir liklega orðið sjálfdauður«. Ertn frá þér! Faðirinn: »Hvar er Vala?« Móðirin: »Ég lokaði hana inni í geymsluherberginu, af því hún var svo ó- þekk. Og nú vill hún ekki fara út úr því aftur«. Faðirinn: »Ertu frá þér kona! Þar er sveskjukassinn sem ég fékk í heildsöl- unni«. Nýtt Og gamalt. Preslurinn: »Eg sagði syni mínum að það væri alveg meiningarlaust að hann skyldi ekki vita hvort það var Skarp- béðinn eða Þráinn, sem veginn var á ísnum við Markarfljót«. Læknirinn: »Hvað sagði hann?« Prestprinn: »Hann spurði bara hvort mér færist að tala, hvort ég vissi mun- inn á foxtrott og sjimmy, eða muninn á Henny Porlen og Pólu Negri!« Hann var ekki viss. Maður sem nýbúin var að missa konu sína, fór til líkkistusmiðs, og bað um kistu utan um konu sína. Smiður- inn spurði hvað löng kistan þyrfti að vera. Veltir þá karl lengi vöngum, en segir svo að lokum. »Hún er nú nokk- uð löng blessuð, þegar hún tegir úr sér. llún þekti þá! Ungfrúin: »Ég gæti aldrei gifst manni sem skrökvaði«. Gamla konan: »En góða mín, ætlið þér þá að verða piparjómfrú«. « Hagfræði. Jón: Eflir því sem Hagstoian skýrir frá, hafa 50 þúsund manns farið um Austurstræti í þessum mánuði«. Bjarni: »I*að er ómögulegt, það eru ekki nema 22 þúsund í allri Reykjavík«. óvanalega margt. Prestur nokkur sem ekki var vanur að hafa of marga tilheyrendur þegar hann messaði, kom út einn sunnudags- morgun. Sér hann þá hvar gömul kona kemur gangandi eftir tröðinni. Snýr þá prestur sér með fáti miklu að konu sinni, sem stóð hjá honum og segir: »Óvanalega margt fólk í dag við kirkju góðan mín«. En ekki kom fleira til kirkjunnar þann daginn. Vonþrigði. Hann: »Má ég fylgja yður heim fröken?« Hún: »Já, gerið þér svo vel, því ég veit að maðurinn minn verður yður þákklátur fyrir«. Hann: »Eigir þér mann?« Hún: »Já, hann er heima«. Hann: »Góða nótt«. Ebki spnrt þá að því. Sveitabóndi kom úr ferðalagi i júlí- mánuði og sér hvað tveir hestar standa á beit í túninu þar sem það er grösug- ast. Vinnumaður bónda kom út i þessu, spyr þá bóndi hvort hestarnir hafi staðið þarna lenni. Vinnumaður ekur sér og segir með mesta spekingssvip, »ég veit það ekki húsbóndi góður, ég hef ekki spurt þá að því«. Seinverkandi eitur. Læknandi: »Pér verðið að hætta að drekka kaffi, því kaífi er seinverkandi eitur«. Sjúklingurinn: »Já, það er víst mjög seinverkandi, því ég er nú búinn að drekka kaffi þrisvar á dag, í 83 ár og 3 mánuði«. Rottan. Sigurður kom seinl heim, því hann hafði verið á nokkurs konar fundi með nokkrum kunningjum, þar sem rætt hafði verið hvort ekki væri tiltækilegt að stofna andbanningafélag. Konan og litli Siggi voru í fasta svefni svo hann afklæddi sig hljóðlega. en af því hann var ákafiega þyrstur, greip hann vatns- glas er stóð á náttborðinu og teigaði úr því í einum rykk. En í því hann kyngdi seinustu dropunum kom eitthvað ein- kennilegt í hálsinn á honum, eilthvert lifandi kvikindi að honum fanst, og fékk hann af þvf svo mikla ógleði, að hann ældi því upp á svipstundu, og þar með vatninu sem hann hafði drukk- ið, og ýmsu öðru. Sigurður sá dýrið hoppa eftir gólfinu og þaut á eflir þvf. Velti hann fyrst tveimur stólum og síðan náttborðinu með vatnsflösku, kertastjaka og fleiru góðu. Við þennan bölvaðan gauragang hrökk frúin auðvitað upp með andfælum. »Almáttugurl Hvað gengur á fyrir þér, Sigurður?« Samtímis vaknaði litli Siggi og tók að orga af öllum mætti. Á Grettisgötu 18 B, er Karlmanna- fatnaðir hreinsaðir og pressaðir, fyrir afar lágt verö. — — Á sama stað eru til sölu ný Karlmannsföt fyrir að eins einar 50 krónuur. »Pað er rotta! Pað er rotta éða mús!« sagði Sigurður með skjálfandi röddu. »Hún var í vatnsglasinu og ég var næstum búinn að svelgja henni niður með vatninu. En nú er ég búinn að stíga ofan á hana. Flýttu þér að ná í eitthvað til þess að rota hana með«. Frúin, sem hafði þotið fram úr rúm- inu við gauraganginn sem Sigurður gerði, siökk nú í ofboði upp á stól, og hljóð- aði upp yfir sig af hræðslu, því eins og margt kvenfólk var hún hræddari við mýs og rottur, en við ljón og tigrisdýr. Samt réði hún það af, eftir að Sigurður hafði eggjað hana, að stikla á stólum út i eldhús og sækja þangað sóp til þess að vinna með á óargadýrinu. Sigurður lyfti fætinum og frúin barði sópskaftinu þrisvar sinnum í röð í gólfið án þess að hitla rottuna. En af því rottan lá grafkyr, ályktaði frúin að hún væri dauð og tók kjark í sig til þess að horfa á hana. »Drept’ana, manneskja, eða fáðu mér sópinn!« hrópaði Sigurður. Frúin steig niður á gólf, af stólnum sem hún hafði staðið á. »Það er ekki rotta, asninn þinn«, sagði hún. »Hvað er það þá?« spurði Sigurður. »Pað er tútta af pelanum hans Sigga litla, sem ég lét liggja í bleyti í vatns- glasinu. Að þú skulir ckki skammast þín að koma heim klukkan tvö og gera allan þennan gauragang. Að þú skulír ekki skammast þín, Sigurðura. Að svo mæltu fór frúin upp í rúm aftur. Og Sigurður heyrði hana segja minst tultugu sinnum áður en hann sofnaði: »Að þú skulir ekki skammast þín, Sigurður«. erdlaunin. Drengir þeir sem hæstir vóru að selja Grallarann siðast voru þessir: Porvaldur Guðmundsson, Spitalastig 10 seldi 93 blöð. — Ingvi Pétursson, Pórsgötu 3 seldi 71 blað, og fá því 1. og 2. verðlaun. Auglýsið í <jr11 ai'íxn nm það borgar sig. Slór afsláttur ef mikið er auglýst. — Auglýsingum sé komið ekki siðar en á fimtudagskvöld til Ábyrgðarmannsins. Bréf frá honum Ólafi til mín, verður að biða næsta blaðs, vegna rúmleysis. Kaupið 09 Éreiðið "GrallaraDn". Abyrgðarm.: Gunuar Jóhannsson. Prentsmiðjan Gntenberg,

x

Grallarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Grallarinn
https://timarit.is/publication/1190

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.