Ský - 01.04.1992, Blaðsíða 9

Ský - 01.04.1992, Blaðsíða 9
inúitasogc VEÐURANDINN SILA í gamla daga geröist þaö eitt sinn aö maöur nokkur kom aö tröllabarni einu er klætt var í hreinbj álfa og lá þaö á jöröunni. Var haus þess sem bjarg en reöurinn svo mikill að þar á var sæti fjórum mönnum samhliða. Svo mikið kjöt var á þessu barni aö duga myndi þorpsbúum öllum til vetrarins. Virtist nú tröllabarniö óðara geta sér til hvað maðurinn var aö hugsa og mælti: „Ef þú étur mig munu þab veröa endalok heimsins." Hló þá maburinn viö. En barniö hélt áfram ræöu sinni: „Ég er Sila, andi veöra og vinda og herra allra staða. Þegar ég dusta skinnin mín skelfur heimurinn." „Hah," hló maöurinn þá viö og dró upp hnífinn. „Ef þú trúir mér ekki skaltu snerta létt viö litlu tá minni..." Maöurinn snerti viö litlu tá barnsins. Tók þá snjóinn óðara aö drífa niður. „Nú skaltu snerta vib höföi mínu..." Maöurinn snerti viö höfðinu. Magnaöist þá hríöin ákaf- lega og gerbi slíkt veöur aö varla var stætt. „Séröu nú? Það er sama hve soltinn þú verður, aldrei máttu reyna aö éta veðriö..." Og þá datt vindurinn niöur og barnið tók aö lyftast hægt upp aö þaki himinsins. Og þar uppi býr þetta barn enn þann dag í dag og dustar skinnin sín svo um munar.

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.