Ský - 01.04.1992, Blaðsíða 38

Ský - 01.04.1992, Blaðsíða 38
Geirlaugur Magnússon gaf út níundu ljóðabók sína Sannstæbur áriö 1990. Sigfús Bjartmarsson þýðir inúítasögur, frásagnir úr munnlegri geymd sem Lawrence Millmann endursagði og gaf út í safninu A Cayak Full of Ghosts. Berglind Gunnarsdóttir gaf seinast út ljóðabókina Ljósbrot í skuggann árið 1990. Kristín Reynisdóttir er myndlistarkona í Reykjavík. Sveitalæknirinn William Carlos Williams (1883—1963) var eitt af þekktustu ljóðskáldum Bandaríkjanna á þessari öld. Þýðandi ljóða hans hér í heftinu, Árni Ibsen er leikritahöfundur og ljóöskáld. Sigurlaugur Elíasson hefur gefið út fjórar ljóðabækur, seinast Jaspís árið 1990. Hann er einnig myndlistarmaður og eftir hann er ristan Einn um nótt (1987) á annarri síðu heftisins. Steinar Jóhannsson gaf árið 1990 út aðra ljóðabók sína Skrýtin blóm, Ijótar myndir og önnur Ijóð. Pólsku skáldkonurnar Wieslawa Szymborska, Urszula Koziol og Ewa Lipska hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og Szymborska hefur oftar en einu sinni verið tilnefnd til Nóbelsverðlauna. Simon Grotrian er ungt danskt ljóðskáld. Alexis Rotella er bandarískt ljóðskáld og yrkir hún aðallega hækur. Luis de Góngora (1561—1627) var eitt af höfuðskáldum barrokktímabilsins á Spáni.

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.