Víkurfréttir - 28.08.1980, Page 1
2. tbl. 1. árg. Fimmtudagur 28. ágúst 1980
rCÉTTIC
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs:
Nýbyggingunni seinkar
Verktakinn hefur ekki staðið við gerða samninga
[ apríl sl. var gert ráð fyrir að
hægt yrði að tengja nýja og
gamla hluta Sjúkrahúss Kefla-
víkurlæknishéraðs 1. sept. nk.,
og taka þá i notkun efri hæð ný-
byggingarinnar.
Blaðið hafði samband við Eyj-
ólf Eysteinsson, forstoðumanns
sjúkrahússins, og spurði hann
hvort sú áætlun stæöist.
,,Nei, það er Ijóst, því miður, að
við verðum enn einu sinni fyrir
vonbrigöum," sagði Eyjólfur,
„þvi ekki veröur hægt að taka efri
hæðina í notkun fyrr en 1. októ-
ber i fyrsta lagi, þar sem verktaki
getur ekki skilaö verkinu fyrr en
7.-10. september. Orsökin er sú
að verktakinn hefur ekki staðið
við gerða samninga, en sam-
kvæmt útboðsgögnum og samn-
ingi sem upphaflega var gerður
viö hann, átti hann sð Ijúka efri
hæð hússins 28. febrúar sl.
Stjórnarkreppan og seinkun fjár-
lagagerðar hafiö vissulega áhrif
á framgang byggingarinnar,
þ.e.a.s. við gátum ekki pantaö
tæki, áhöld og búnað sem þarf til
efri hæðarinnar, fyrr en búiðvar
að afgreiða fjárlögin. Flest
þessara tækja koma erlendis frá
og er afgreiöslufrestur á þeim
3-4 mánuðir. Þessi tæki eru nú til
staðar en koma okkur að engu
gagni vegna þess aö ekki er búið
að Ijúka byggingunni. Núna
stendur á smíði hurða og upp-
setningu þeirra," sagði Eyjólfur
að lokum.
Framkvæmd þessi er á vegum
Innkaupastofnunar rikisins og
hún hefur bein viöskipti við verk-
takann, sem er Reynir hf. í Kópa-
vogi. Blaðið hefur fregnað að
verktakinn sé nú beittur dagsekt-
um og fái ekki greiddar verð-
bætur á verk sitt frá 1. ágúst.
Radarmælingar lögreglunnar:
Lögreglan hefur ekkert
jc ^ segir Þórir Maronsson,
90 TGI9 aöstoðaryfirlögregluþjónn
lögreglumaður í Keflavík verið
dæmdur nýlega fyrir slikt.
Þá sagöi einn þeirra sem
tekinn var að er hann var að
nálgast Slökkvistöðina þá hafi
skyndilega maöur hlaupið út úr
bifreið sem stóð þar við vegkant-
inn og í veg fyrir hann. Jú, það
var lögreglan, og sagði
maðurinn að ef einhver hefði
verið á verulegum hraða þá hefði
lögregluþjónninn með þessu
athæfi sínu verið að bjóða hætt-
unni heim.
Blaðið hafði samband við Þóri
Maronsson, aðstoöaryfirlög-
regluþjón í Keflavík og spurði
hann fyrst hvort það væri lög-
legt að framkvæma hraöamæl-
ingar á þennan veg.
Þórir kvað það fyllilega lög-
legt, menn væru þarna brotlegir,
hvort sem bifreiö lögreglunnar
væri merkt eða ekki. Ástæöan
fyrir því að þessi bíll var notaöur
en ekki hinir, er einfaldlegasúað
stærri bilarnir væru frekar
bundnir í öörum verkefnum, þar
Framhald á 9. aiðu
Að undanförnu hefur Lögregl-
an í Keflavík gert mikla rassíu íaö
mæla ökuhraöa bifreiöa í
Keflavík og Njarðvík, sem óhætt
er að segja að hafi borið árang-
ur, þvi margir bílar hafa veriö
stöðvaöir. Mælingar þessar hafa
óneitanlega mælst illa fyrir, og
þá aöallega vegna þess að lög-
reglan notaðiaöhlutatilómerkta
bifreið við mælingarnar og finnst
mörgum að með því hafi hún
komiö aftan að mönnum. Hafa
margir haft samband við blaöið
og spurt hvort þetta athæfi lög-
reglunnar sé löglegt, þarna hafi
hún lagt gildru fyrir menn, en
eins og kunnugt er þá hefur einn
Á tímum jafnréttis
Þeir sem litið hafa yfir þann
hóp fólks er missti atvinnu sina
vegna lokana frystihúsanna,
hafa veitt því athygli að upp-
sagnir ná aðeins til annars kyns-
ins, því hvergi er karlmönnum
sagt upp, heldur aðeins konum.
Virðist þar ekki skipta máli hvort
um er að ræða 15 ára skólastrák
og hins vegar 18 ára skólastúlku,
eins og við vitum dæmi um.
Stúlkan missti atvinnuna en ekki
strákurinn. Á þeim tíma jafn-
réttis sem nú er, eru þetta ein-
kennileg vinnubrögð.
epj.
Hraöamælingar
lögreglunnar
Slógu tvær
flugur í
einu höggi
Það spaugilega atvik gerðist
nú á dögunum, er lögreglan var
meö hraðamælinga,,rassíu“
sína, að þeir stöövuðu konu eina
sem vará51 km hraða. Þetta kom
nokkuö á konuna og í fáti varð
henni þaö á aö læsa lyklana inni í
bíl sínum er hún fór yfir í lög-
reglubifreiðina til að gefa
skýrslu.
Nú voru góð ráð dýr. Hún
hringdi í son sinn og bað hann að
koma með aukalykla til sín á
vettvang. Sagt er að sonurinn
hafi hlegið er hann heyrði að
móðir hans heföi veriö tekinn
fyrir of hraðan akstur, og eins og
góðum syni sæmir þá fór hann
strax af stað með lyklana. Þegar
hann kom með lyklana var hann
einnig tekinn fyrir of hraðan
akstur, eða 56 km hraða, og þá
hló móðirin. Nú er bara að bíða
og sjá hvort lögreglan sýni ekki á
sér góðu hliðina og veiti þeim
fjölskylduafslátt af sektinni . . .
Viðlegu-
kantur leng-
ist I Njarð-
víkurhöfn
Nýlega kom m.s. Rangá til
Njarövíkur með efni í stálþil, en
maö því mun viðlegukantur í
Njarðvíkurhöfn lengjast um 70
metra. Þegar því er lokið mun
batna til muna aöstaöa fyrir
vöruflutningaskip og þar með
talin gámaskip í Landshöfninni,
en það hefur háð höfninni að
skip þau er flytja vörur til Varnar-
liðsins hafa ekki átt gott með aö
athafna sig ef önnur skip eru í
höfninni.
Varöandi aðrar framkvæmdir
við höfnina er það að segja, aö
verið er að vinna að bættri lýs-
ingu á hafnargaröinum í Kefla-
vík.
epj.
AUGLÝSIÐ í
VÍKUR-fréttum!