Víkurfréttir - 28.08.1980, Side 5
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 28. ágúst 1980 5
Bæjarbókasafn Keflavíkur:
Lesstofur verða
á báðum hæðum
Kjallarinn verður fyrir börnin
( sumar hefur veriö unnið að
ýmsum framkvæmdum við bóka-
safnshúsið að Mánagötu 7 í
Keflavík. Húsið hefur verið
málað að utan svo mikill munur
er nú þangað að líta. Síðan hafa
verið töluverðar framkvæmdir i
kjallara hússins, en þar átti eftir
að taka í notkun þrjú herbergi, og
það er núna langt komiö. Búið er
að setja upp hillur en eftir er að
ganga frá Ijósum, mála smávegis
og teppaleggja. Að sögn Hilm-
ars Jónssonar bókavarðar, er
gert ráð fyrir aö taka kjallarann í
notkun i síðasta lagi í október og
þá veröur húsið aö mestu leyti
komiö allt í notkun, að undan-
teknu einu herbergi sem gert er
ráð fyrir að hafa fyrir hljóm-
plötur.
,,Við gerum ráð fyrir að með
þessu á verði lesstofa á báðum
hæðum," sagði Hilmar, ,,fyrir
börnin í kjallaranum en fyrir full-
oröna á miðhæðinni. Við þetta
rýmkast mikið á miðhæðinni, en
þar eru nú mikil þrengsli. (kjall-
aranum er líka geymsla fyrir
tímarit og eldri bækur, og má
segja aö þar sé verðmætasti hluti
safnsins og er þetta ákaflega
mikilvægt, vegna þjónustu okkar
við skólana. Við höfum Ijósrit-
unartæki og Ijósritum fyrir þá úr
tímaritum, sem við lánum ekki
nema við höfum tvö eintök af
þeim, en allir geta komið og
fengið að lesa þau á efstu hæð-
inni ef þeir vilja."
Mjög mikil aðsókn hefur verið
að safninu í sumar og má t.d.
nefna aö í maí voru lánuö út 4430
bindi, i júní 4639 og í júlí 5613.
Fyrirsjáanlegt er að húsnæði
safnsins að Mánagötu 7 verður
gernýtt á næstu tveimur árum.
Telur bókasafnsnefndin því
nauðsyn á að hugað verði að
nýjum stað, þar sem nýbygging
yrði reist fyrirsafnið. Bygginga-
fulltrúi hefur bent á lóðina á
horni Aöalgötu og Túngötu, sem
mu vera um 1400 ferm. Telur
nefndin þennan stað mjög
heppilegan bæði hvað varðar
stærð og staðsetningu, og hefur
óskaö eftir áliti bæjaryfirvalda á
þessari hugmynd sinni.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu (slands og bókafull-
trúa ríkisins er lágmarks fram-
lag Keflavíkurbæjar til safnsins
kr. 6.214 á hvern íbúa, en íbúa-
fjöldi var 6.539 í árslok 1979. (
framhaldi af framanskráðu er
lágmarksframlag bæjarins til
safnsins fyrir 1980 kr. 40.633.346
Nefndin hefur þvi óskað eftir
lagfæringu á framkominni
fjárhagsáætlun Keflavíkurbæjar
til samræmis við þessar
upplýsingar.
Hilmarsýnir okkur héreintakaf vikublaðinu Erninum, semgefið varút
hér í Keflavík á dögum Baldurs Hólmgeirssonar.
Vantar smiði
Vantar 2-3 samhenta smiði, sem unnið geta sjálf-
stætt. Góð aðstaða.
AlexanderJóhannesson
Simi 2336
Slökkvitækja-
þjónusta
Suðurnesja
Kolsýruhleðsla - Dufthleðsla.
Slökkvitæki og reykskynjarar.
Viðhald og viðgerðir á flestum
tegundum slökkvitækja.
SLÖKKVITÆKJAÞJÓNUSTA
SUÐURNESJA
Háaleiti 33 - Keflavík - Sími 2322
Bensínafgreiðslumaður
óskast til starfa frá og með 1. september n.k.
FITJANESTI, sími 2410
Prjónakonur
Nú kaupum við einungis (opapeysur, heilar og
hnepptar.
Móttaka að Bolafæti 11, Njarðvík, miðvikudagana
10. og 24. september kl. 13-15.
ÍSLENZKUR MARKAÐUR HF.
Lögtaksúr-
skurður
Keflavík
Að beiðni bæjarsjóðs Keflavíkur úrskurðast hér
með, að lögtak má fara fram til tryggingar
gjaldföllnu útsvari og aðstöðugjöldum ársins 1980
í Keflavík, allt auk vaxta og kostnaðar.
Lögtakið má fara fram að liðnum 8 dögum frá birt-
ingu þessa úrskurðar.
Bæjarfógetinn i Keflavik,
20. ágúst 1980.
Sigurður Hallur Stefánsson
settur.