Víkurfréttir - 28.08.1980, Síða 6
6 Fimmtudagur 28. ágúst 1980
VÍKUR-fréttir
Fagurt umhverfi
verðlaunað
Dómnefnd skrúðgarða og um-
hverfis fyrir Keflavík árið 1980
hefur nýlega veitt viðurkenn-
ingu fyrir fegursta blómagarö-
inn, fegurstu götuna, fyrirendur-
bætur og viöhald á eldra húsi,
fyrir samræmda heildarmynd
húss og garðs, fyrir mjög
smekklega samræmingu á lóða-
mörkum, og fyrirfrágang og um-
hverfi á nýbyggðu húsi.
Dómnefndin var sammála um
að fegursti blómagarðurinn í ár
sé að Hringbraut 97, eign hjón-
anna Sigríðar Marelsdóttur og
Sigurðar Steindórssonar. Byrj-
uðu þau hjónin aö rækta upp
garðinn 1973, sem aöallega er
byggöur upp af fjölærum plönt-
um sem komiö er fyrir af þekk-
ingu og smekkvísi. í dag eru í
garðinum um 300 afbrigði og er
þetta lang fjölbreyttasti blóma-
garðurinn í Keflavík.
í ár varfarið inn á þá nýbreytni
að veita viðurkenningu fyrirsam-
ræmda heildarmynd götu, og
varð fyrir valinu gatan Langholt,
sem er fyrsta gatan hér i Kefla-
vík sem íbúarnir við götuna tóku
sig saman og steyptu sjálfir
gangstéttir á sinn kostnað. Er
þetta einstakt framtak í Keflavík
og þó að víöar væri leitað.
Einnig veitti dómnefndin hjón-
unum Ragnheiði Lúðvíksdóttur
og Halli Þórmundssyni viöur-
kenningu fyrir endurbætur og
viðhald á eldra húsi, að þessu
sinni Túngötu 25 (Kristinarbúð),
sem er byggt rétt eftir aldamótin
og stendur í miðjum gamla
bænum.
Viðurkenningur fengu hjónin
Ingibjörg Björnsdóttir og Einar
Magnússon, Háholti 8, fyrir sam-
ræmda heildarmynd húss og
garðs sem fellur einstaklega vel
saman.
Enn ein nýbreytni íárerviður-
kenning fyrir mjög fallega og
smekklega samræmingu á lóöa-
mörkum milli gatnanna Baldurs-
garðs og Fagragarðs, og er
garður hjónanna Magnúsínu
3uðmundsdóttur og Jóns Ey-
steinssonar að Baldursgarði 2
gott dæmi um það.
í ár tekur nefndin einnig upp
þá nýbreytni að veita viðurkenn-
ingu fyrir frágang og umhverfi
nýbyggðs húss, aö þessu sinni
íbúöir fyrir aldraða við Suður-
götu, og var gaman aö sjá aö
þegar fyrstu íbúarnir fluttu inn
var jafnframt búið að snyrta og
ganga frá öllu utanhúss á mjög
svo smekklegan hátt.
Dómnefnd skrúðgaröa og um-
hverfis skipa nú:
Trausti Björnsson, form.
Sæmundur Benediktsson
Vilhjálmur Gíslason
Elínrós Eyjólfsdóttir
Ragnheiður Sigurgísladóttir
Fegurstl blómagarðurlnn, að Hrlngbraut 97.
ÁMAN auglýsir:
Erum flutt að Hafnargötu 16.
Mikiö og gott úrval efna til öl- og víngerðar.
Einnig ýmis tæki, mælar og ílát. Bragðefni í miklu
úrvali.
Lítið við og reynið viðskiptin.
ÁMAN
Hafnargötu 16 - Keflavik - Sími 2553
Túngata 25 (Kristínarbúö).
Langholt, hlaut viðurkenningu fyrlr samræmda heildarmynd götu.
Smekkleg samræming á lóðamörkum Baldursgarðs og Fagragarðs.
Háholt 8, hlaut viðurkenningu fyrir samræmda heildarmynd
húss og garðs.