Víkurfréttir - 28.08.1980, Side 7

Víkurfréttir - 28.08.1980, Side 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 28. ágúst 1980 7 Fegursti garðurinn í Njarð- vfk 1980 að Klapparstíg 4 Umhverfisnefnd Njarðvíkur hefur nú í annað sinn veitt verð- laun fyrir fegurstu garðana í Njarðvík. Aö þessu sinni voru veitt þrenn verðlaun, en þau hlutu eftirtaldir aðilar: Guðfinna Jónsdóttir og Mar- teinn Sigurðsson að Klappar- stíg 4. Garður þeirra varð fyrir valinu sem fallegasti garðurinn í Njarðvik. Þá var þeim Jóhanni Guð- mundssyni og Guðmundi Brynj- ólfssyni að Klapparstíg 16 veitt verðlaun fyrir góða umhirðu á lóð og húsi um áraraðir. Hjónin Pálína Gisladóttir og Sigurgeir Kristjánsson, Holts- götu 6, fengu viðurkenningu fyrir fallegt hús og snyrtilegan og vel hirtan garð. Að sögn Ólafs Eggertssonar form. Umhverfisverndar Njarð- víkur, þá stóð einnig til að veita fyrirtæki viðurkenningu fyrir snyrtimennsku, en þrátt fyrir mikla leit fyrirfannst ekkert fyrir- tæki í Njarðvíkum sem verð- skuldaöi slíka viöurkenningu að mati nefndarinnar. Aðspurður sagði Ólafur að það færðist stöð- ugt í vöxt i Njarðvík aö fólk leggði mikla vinnu í garða sina, og á þessu ári - ári trésins - hefði orðið mikil aukning á því að fólk setti niöur ýmis konar tré og runna í garða sína. Fallegasti garðurinn að Klapparstíg 4 Klapparstigur 16, góð umhirða á husi og lóð i áraraðir. Fallegt hús og snyrtllegur og vel hirtur garöur að Holtsgötu 6. AUGLÝSING um aðalskoðun bifreiða í lögsafnarum- dæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Gullbringusýslu Mánudaginn 1. sept. Ö-5051-5125 þriðjudaginn 2. - Ö-5126-5200 miðvikudaginn 3. - Ö-5201-5275 fimmtudaginn 4. - Ö-5276-5350 föstudaginn 5. - Ö-5351-5425 mánudaginn 8. - Ö-5426-5500 þriðjudaginn 9. - Ö-5501-5575 miðvikudaginn 10. - Ö-5576-5650 fimmtudaginn 11. - Ö-5651-5725 föstudaginn 12. - Ö-5726-5800 mánudaginn 15. - Ö-5801-5875 þriöjudaginn 16. - Ö-5876-5950 miðvikudaginn 17. - Ö-5951-6025 fimmtudaginn 18. - Ö-6026-6100 föstudaginn 19. - 0-6101-6175 mánudaginn 22. - Ö-6176-6250 þriðjudaginn 23. - Ö-6251-6325 miðvikudaginn 24. - Ö-6326-6400 fimmtudaginn 25. - Ö-6401 og yfir Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar að Iðavöllum 4 í Keflavík og verður skoöun framkvæmd þar á fyrrgreindum dögum milli kl. 8.00-12.00 og 13.00-16.00. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja, s.s. bifhjóla, og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðagjöld fyrir árið 1980 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Keflavík, Njarðvík, Grindavik og Gullbringusýslu Lóöaúthlutun í Keflavík Bygginganefnd Keflavíkur óskar eftir umsóknum í einbýlishúsalóðir í Heiðarhverfi, IV. áfanga. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Skilafrestur er til 15. september 1980. Byggingafulltrúi

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.