Víkurfréttir - 28.08.1980, Side 11
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 28. ágúst 1980 11
Jarl KE 31
á djúprækju-
veiðum
Sl. mánudag kom m.s. Jarl KE
31 til Njarðvikur meö 17-18 lestir
af frosinni úthafsrækju.
Jarl veiddi þessa rækju á Dorn-
banka á um hálfum mánuði og er
rækjan fryst í neytendaumbúðir
um borð í skipinu. Þetta var
fyrsta veiðiferð skipsins á úthafs-
rækju, en ákveðið er að skipiö
haldi áfram þessum veiðum fram
eftir hausti.
Að sögn Páls Axelssonarfram-
kvæmdastjóra Jarls hf., sem á og
gerir út skipiö, verður rækjan nú
flutt út sjóleiöis með gámum á
Japansmarkað.
Aflaverðmæti úr veiðiferð sem
þessari er áætlað 35-40 milljómr
króna.
Skipstjóri á Jarli er Jóhann
Magni Jóhannsson.
epj.
EIGNAMIÐLUN
SUÐURNESJA
Hafnargötu 57 - Keflavík
Simi 3868
Opiö frá kl. 10 til 18 alla
daga nema sunnudaga.
Þarftu að kaupa?
Þarftu að selja?
Úrval eigna á söluskrá.
TEK AÐ MÉR ALLA
ALMENNA GRÖFUVINNU
Jafnt stór sem smá verk.
Guömundur Sigurbergsson
Mávabraut 4c - Keflavfk
Sfmi 2564
TRÉSMÍÐI HF.
Byggingaverktakar
Brekkustíg 37 - Njarðvík
Simi 3950
Skrifstofan er opin kl. 9-5
mánudagatil fimmtudaga.
Föstudaga kl. 9-12.
Verðlaunahafar körfuboltadeildar ÍBK 1979-1980. Talið frá vinstri: Stefán Arnarson besti leikmaöur 1.
flokks, Viðar Vignisson fyrir mestu framfarir 2. flokks, Eðvald Eövaldsson besti leikmaður minni bolt-
ans, Guðbrandur Stefánsson fyrir mestu framfarir 4. flokks, Björn V. Skúlason besta vftaskyttan, og
Sigurður Valgeirsson form. körfuknattleiksdeildarinnar. Þá hlaut Stefán Hjálmarsson verðlaun fyrir
mestu framfarir 3. flokks.
Meistaraflokkur ÍBK í körfu-
bolta keppir í 1. deildinni í vetur.
Eins og menn muna voru
liösmenn ÍBK í öðru sæti í 1.
deild á síöasta keppnistímabili.
Vantaöi þá aðeins herslumun-
inn á að komast i úrvalsdeildina.
En núna er mikill hugur í
körfuknattleiksmönnum og á aö
leggja allt í sölurnar til að komast
alla leið. Hafa þeir efngið til liðs
við sig Bandaríkjamann, Terry
Read að nafni, til aö þjálfa og
keppa meö þeim í vetur.
Æfingar eru aö hefjast þessa
dagana í iþróttahúsinu í Njarð-
vík, en um leið og nýja iþrótta-
húsið hér í Keflavík kemst í gagn-
ið verða æfingar fluttar þangað.
Er óskandi aö nýja húsiö komist
sem allra fyrst í gagnið, svo hægt
verði aö æfa þar og keppa í
körfuknattleik á komandi
keppnistímabili.
Fyrsti leikur (BK í deildinni
verður 18. okt. við Borgnesinga
og er hann settur á í nýja húsinu.
Er óskandi að því þurfi ekki að
breyta. Eru allir hvattir til að
mæta á leikina í vetur og styðja
við bakið á strákunum.
Fjármálin eru alltaf stórmál í
íþróttahreyfingunni. Er áformað
að fara af stað með flöskusöfnun
í ár eins og gert var með góðum
árangri í fyrra. Vonandi taka bæj-
arbúar vel á móti körfuknatt-
leiksmönnum, þegar þeirganga í
húsin til að safna flöskum núna í
haust. En best væri aö stuðn-
ingsmenn mættu á leikina í vetur,
því fleiri áhorfendur gefa fleiri
krónur, og þá þarf ekki að kviða
vetrinum.
Axel Nikolaison
hlaut verölaun fyrir mestu
framfarir meistaraflokks.
NJARÐVÍKURBÆR
Útsvar
Aðstöðugjald
Annar gjalddagi útsvars og aðstöðugjalds
er 1. september. Þeir gjaldendur sem ekki
hafa greitt fyrsta gjalddaga er bent á að gera
það fyrir 15. september til að forðast kostn-
að og frekari óþægindi.
Bæjarsjóður - Innheimta
Körfuknattleiksvertíðin
að hefjast hjá ÍBK