Víkurfréttir - 25.09.1980, Side 1

Víkurfréttir - 25.09.1980, Side 1
4. tbl. 1. árg. Fimmtudagur 25. september 1980 Míkur fCÉTTIC Að hengja bakara fyrir smið Sitja eigendur eldri íbúöa uppi meö eignir sínar vegna kerfisbreytinga? Að undanförnu hafa eigendur allmargra gamalla íbúöa í Kefla- vík lent í vandræðum með að fá vottorð bygginganefndar, sem til þarf til að fá lán hjá Húsnæðis- málastofnun. Ástæðan er sú að mikið er um ósamþykktaríbúðiri bænum. Eru þetta aðallega ris- og kjal laraíbúöi r í gömlum húsum, sem hafa verið í notkun feem slíkar um margra ára skeið, an þess að leyfi bygginganefnd- pr hafi verið fyrir hendi, enda pefur ekki verið séð til þess af bygginganefnd að um slik leyfi hafi verið sótt þegar íbúðin var tekin í notkun á sínum tíma. Þá má líka hafa það hugfast að áður fyrrgaf lóðaskrárritari eða bygg- ingafulltrúi út leyfi án þess að viðkomandi íbúð væri samþykkt og því eru nú til þau tilfelli að íbúð sem nú hefur veriö synjað um leyfi hefur fengið 2-3 slík vottorð áður og því hvíli á henni þetta mörg húsnæöismálalán þó sú sama íbúð fái ekki leyfi nú og þar af leiðandi ekki húsnæðis- málalán í dag, þó furðulegt sé. Vegna þessa hafa núverandi eigendur viðkomandi íbúða þurft eins og áður segir, að fara fram á samþykki bygginganefndar og er vitað um nokkrar íbúðir sem búið hefur verið I um nokkurn tíma, en hef ur nú verið synjað um áðurnefnda samþykkt, en sumar þessara íbúða munu aldrei fást Fyrsta loðnan á þessari vertíð barst til Keflavíkur aðfaranótt sunnu- dags, þegarGígja og Harpa komu báöarmeðfullfermi. Gígjanvar670 lestir og Harpan með 570. Loðnan fer til bræðslu I Fiskiöjunni hf., sem þegar hefur hafiö vinnslu. Busavígsla fór fram í Fjölbrautaskólanum sl. föstudag. Umræðurhafa verið um það hvort ekki séhérumaðræðaof harkalegaraðgerðir, þói gamni sé. Heyrst hefur að nokkri hafið meiöst í þessum átökum. samþykktar og jafnvel eru enn aðrar sem mikinn tilkostnað þarf nú til að þær fari í gegn. Grátlegast mun það vera aö eigendur sumra þessara íbúða er nú hafa fengið synjun hafa á undanförnum árum ausið miklum fjármunum í breytingará þeim en síöan munu þær jafnvel aldrei fá samþykkt sem íbúð vegna einhvers lagakrókar um ófullnægjandi lofthæö eöa jafnvel einhvers annars lítils háttar. Yfirvöld byggingamála vísa í ný Framh. á 7. síöu Kjallaraibúðin í þessu húsi er ein af þeim íbúðum, sem ekki telst lánshæf lengur. Ósamkomulag milli matvörukaupmanna: „Hef opið á sunnu- dögum þar til búðin verður innsigluð“ - segir ömar í Kosti ( sumar gerðu matvörukaup- menn á Suðurnesjum með sér samkomulag um aö frá 1. júní sl. til 1. september yrði lokaö á sunnudögum, en matvörubúð- irnar höfðu þá verið opnar ýmist til kl. 22 eöa 23.30. Einnig var þá ákveöiö aö plastpokar skyldu seldir á 3o kr. stk. 1. september sl. rann þetta samkomulag út, en aöeins ein verslun hefur opnað aftur á sunnudögum, Kostur í Keflavík. Blaöið hafði samband viö Ómar i Kosti og spurði hann hvers vegna hann einn heföi opiö. Ómar kvað ekki vera samstöðu um aö opna aftur á sunnudögum og því hefði hann tekiö sig út úr og opnað. Sagði Ómar að sumir kaupmenn hefðu jafnvel í hyggju að fara þess á leit við bæjaryfirvöld að þau afturkölluðu helgarsöluleyfiö, ef ekki yrði komist að sam- komulagi um aö hafa lokaö á sunnudögum áfram. ,,Hér er um hreina afturför að ræða i verslunarmáta," sagði Ómar, ,,og kaupmenn eiga ekki aö vera aö beita sér fyrir slíku. ( Bandarikjunum t.d. mega menn hafa opiö eins og þeir vilja og gera með sér samkomulag um eitt og annað, en þeir mega ekki bindast neinum samtökum um að minnka þjónustu við neytendur eða loka. Á sama tíma viröist hér ætla að verða sama upp á teningnum og i Reykjavík varöandi sýningar- daga húsgagnaverslana á sunnudögum." Hvafi mefi plastpokana? „Samkomulagiö um opnunartímann og sölu plast pokanna gilti frá 1. júní til 1. september, og frá 1. septem- ber hef ég gefið hvern einasta poka og opnað á sunnudög- um, og mun gera það áfram þangaö til búöin verður þá innsigluð," sagði Ómar að lokum.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.