Víkurfréttir - 25.09.1980, Síða 3
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 25. september 1980 3
Viö hefjum vetrarferöirnar til London
með fyrstu brottför
Útvegum miöa á vinsælustu söngleikina,
Evitu, Talk of the Town, Jesus Christ
Superstar o.fl. Miðar einnig fáanlegir á
stórleikinn Arsenal - Nottingham Forest.
Verð frá
kr. 219.000 kr
Innifalið er flug, flutningur til og frá flug
velli, gisting með morgunverði og ís-
lensk fararstjórn
Vetrarferðirnar til
London haía löngum
slegið í gegn.
Helgarferðir, 5 daga
ferðir eða vikuferðir.
Þóröur Gíslason
sveitarstjóri
látinn
Þórður Gíslason, sveitarstjóri i
Garði lézt í Borgarspítalanum í
Reykjavik, 18. sept. sl.
Þórður var fæddur að Fitjakoti
á Kjalarnesi 24. janúar 1929 og
var því 51 árs að aldri. Hann var
sveitarstjóri á Flateyri 1971-1973
og tók við starfi sveitarstjóra í
Garði í júlí 1978. Eftirlifandikona
Þórðar er Aldís Jónsdóttir, tón-
listarkennari.
ÍRLAND
23.-27. okt.
Frábær verslunar- og skemmtiferö til
Dublin með gistingu á hinu nafntogaða
Burlington hóteli, 1. flokks hóteliá mjög
góðum stað i borginni.
Verð kr. 245.000
Innifalið er flug.flutningur til og frá flug-
velli, gisting með höfðinglegum írskum
morgunverði og íslensk fararstjórn.
Rétta ferðin á rétta
staðinn á réttum tima!
Enn stækkar
flotinn
Eins og áður hefur komið fram
í VÍKUR-fréttum hefur skipastóll
Keflavíkur aukist all mikiö að
undanförnu og er það að sjálf-
sögðu gleðiefni. Hitt er aö vísu
neikvætt við þessa aukningu að
þarna er í flestum tilfellum um aö
ræða kaup á mjög gömlum
skipum, sem um leið eru orðin
hálf úrelt og þurfa því oft á tiöum
mikið viðhald.
En hvaö sem þvi líður bætast á
næstunni 2 skip í skipastól Kefla-
víkur og er annað þeirra 78 lesta
eikarskip en hitt 168 lesta stál-
skip. Eikarbáturinn er Siguröur
Sveinsson SH 36, sem Baldur hf.
hefur fest kaup á frá Stykkis-
hólmi. Bátur þessi verður af-
hentur í desember n.k., en hann
ersmíöaðurí Danmörku 1955 en
endurbyggður og lengdur hjá
Skipasmíðastöð Njarðvíkur á
árunum 1970-71, eöa eftir að
hafa verið bjargað af strandstaö i
Keflavikurhöfn i janúar 1970.
Bátur þessi var i eigu Hraöfrysti-
stöövar Keflavikur hf um það
leyti og hét þá Þerney KE 33
Stálskipið Ásgeir Magnússon
GK 60 úr Garði hefur Einar
Pálmason keypt og fær hann
skipiö afhent að loknum haust-
sildveiöum Skipið er smiöaö i
Noregi 1963 og lengt 1966. og er
keypt i staö Sævars KE 19 sem
strandaði i Sandgeröishofn i
vetur -