Víkurfréttir - 25.09.1980, Qupperneq 5
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 25. september 1980 5
Kór Ytri-Njarövíkurkirkju:
Vetrastarfið að hefjast
Vetrastarf Kirkjukórs Ytri-
Njarðvíkur er að hefjast og
veröur að þessu sinni mjög fjöl-
breytt.
Nýtt messuform sem sam-
þykkt var á síðustu prestastefnu
opnar möguleika á meiri fjöl-
breytni í messunni hvað tónlist
viðvíkur.
Auk þess að syngja við guðs-
þjónustur hálfsmánaðarlega
mun kórinn vinnaaöjólaverkefni
og tónleikum sem verða í marz.
Þar flytur kórinn "Messu í G-dúr"
eftir Schubert, sem flutt var við
vigslu kirkjunnar, auk þess eitt
eða tvö önnur verkefni.
Kórinn er meö afbrigðum
ferðaglaðurog stendurtilað fara
eina helgi í Munaðarnes í októ-
ber, heimsækja Garðakirkju í
nóvember og siðast en ekki sist
aö fara í feröalag til Noregs í lok
maí. Þá mun kórinn endurgjalda
heimsókn "Collegium Cantum"
frá Þrándheimi, sem kom
hingað í júní, svo og heimsaekja
vinabæ Njarðvíkur, "Fitjar" i
nágrenni Bergen.
Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju
BÓNUSVINNA
Viljum ráða smiði og laghent fólk til framleiðslu-
starfa.
Upplýsingar gefnar á staðnum hjá verkstjóra, ekki
í síma.
RAMMI HF.
v/Bakkastíg, Y-Njarðvík
Menningar- og líknarmál
eru aðal stefnumál kvenfélaga
í Gullbringu- og Kjósarsýslu
Styrktarfélag aldraöra
á Suöurnesjum
Aðalfundur Kvenfélagasam-
bands Gullbringu- og Kjósar-
sýslu var haldinn í Gagnfræða-
skólanum í Keflavík, laugardag-
inn 6. september sl. Tólf kvenfé-
lög eru í sambandinu sem telur
um 1100 félagskonur. 60 konur
sóttu fundinn, sem var að þessu
sinni í boði Kvenfélags Kefla-
Skríllinn í
Nýja Bíói
„Biógestur", sem bráséríNýja
Bíó sl. föstudagskvöld, kom aö
máli viö blaöiö og sagöi farir
sínar ekki sléttar. Kvað hann i
fyrsta lagi langt vera liðiö á
myndina þegar loksins fór að
heyrast hvað talað var i henni,
fyrir skrílslátum unglinga sem
voru argandi og veinandi, en
enginn heföi komið til þess aö
þagga niður i þeim. Bíóforstjór-
inn heföi aö vísu litiö inn augna-
blik og þá skánaöi ástandið
aðeins, en allt fór í sama horf
strax og hann fór aftur. Þá
sagðist bíógesturinn hafa þakk-
að fyrir aö hafa ekki lappirnar á
næsta manni fyrir aftan sig um
hálsinn, en því hefði hann ekki
kynnst í biói áður. I hlénu var ill-
fært niður á salernin fyrir ungl-
ingunum, sem sátu reykjandi í
stiganum og þurfti hann að
klofast yfir þá án þess að þeir
hreyfðu sig, þrátt fyrir að hann
bæði þá um það. Þegarsvo niöur
kom voru þar fyrir nokkrir 10-12
ára pollar, allir keöjureykjandi.
Til sölu
notað ullargólfteppi, rúmir40
ferm. Uppl. í síma 3428.
víkur. Gestir fundarins voru for-
maður Kvenfélagasambands ís-
lands, frú María Pétursdóttir, og
frú Sigríður Ingimarsdóttirfráfé-
lagi fatlaðra, "Alfa". Fluttu báðar
þessar konur fróðleg erindi.
Dvöl á Löngumýri
Eldri borgurum stendur til boða 2ja vikna dvöl á
Löngumýri í Skagafirði. Bókband, leður, hekl o.fl.
Farið verður 6. okt. Uppl. í síma 2172.
Aöal stefnumál kvenfélaganna
eru menningar- og líknarmál.
Ferðanefndln
KJÖT- OG SLÁTURMARKAÐUR
Seljum kjöt og slátur í sláturhúsi voru í Grindavík.
Pöntunarsími 8190.
KAUPFÉLAG SUÐURNESJA
NJARÐVÍKURBÆR
Útsvar
Aðstöðugjald
Þriðji gjalddagi útsvara og aðstöðugjalda er
1. október n.k.
Greiðið á gjalddögum og forðist þannig
dráttarvexti og önnur óþægindi.
Bæjarsjóður - Innheimta