Víkurfréttir - 25.09.1980, Qupperneq 7
VÍKUR-fréttir_________________
Áskorun Kaupsýslumanna á Suðurnesjum:
Flýtt verði byggingu
vöruskemmu í Keflavík
Á almennum félagsfundi i Fé-
lagi kaupsýslumanna á Suður-
nesjum 17. sept. sl. var skoraö á
stjórn LandshafnarKeflavikurog
Njarðvikur að flýta byggingu
vöruskemmu í Keflavik. Mundi
tilkoma vöruskemmunnar verða
mikil hagræðing fyrir þá kaup-
menn sem flytja sínar vörur inn
sjálfir. Auk þess myndi það
stuðla að áframhaldandi þróun
verslunar á Suöurnesjum.
Þá var stjórn félagsins falið að
kalla saman alla matvörukauþ-
menn á félagssvæðinu og gera
tillögu um lokunartima verslana,
sem verði síðan send bæjar-
stjórnum og hreppsstjórnum á
svæðinu.
Einnig var samþykkt á fund-
inum að opnunartími annarra
verslana skyldi vera alla virka
daga frá kl. 9-18. Á laugardög-
um kl. 10-12frá 1. marztil 17. júní
og 15. sept. til 1. des. í desember
verði opið fyrsta laugardag kl.
10-16, annan laugardag kl.
10-18 og þann þriðja kl. 10-23. Á
Þorláksmessu kl. 10-23. Ef Þor-
láksmessa ber upp á sunnudag
þá yrði valinn annar dagur meö
opnunartíma til kl. 23.
Aörar sérverslanir sem sam-
kvæmt hefö hafa opiö á öðrum
tímum, verða aö tilkynna félag-
inu um opnunartíma.
Er þetta leyfilegt, strákar?
Að hengja . . .
Framh. af 1. síðu
byggingalög um þessi mál sem
kveða á um að leyfi þurfi frá
bygginganefnd og umsögn frá
eldvarnaeftirliti og jafnvel i sum-
um tilfellum frá heilbrigðiseftir-
liti. En þessi lög eiga nú frekar
við um nýbyggingar en gamlar
íbúðir.
Að sögn Steinars Geirdal
byggingafulltrúa í Keflavik, vill
það alltof oft brenna viðað íbúða
kaupendur kynni sér ekki ástand
íbúða frá þessum sjónarmiðum
áður en kaup eru gerð, og vildi
hann benda fólki á, sem eru í
Bifreiðar til sölu:
Peugout 504, sjálfskiptur,
árg. 1975
Lada station, árg. 1979
Fiat 127, árg. 1980
Lada 1600, árg. 1980
Mini, árg. 1974
Skipti möguleg.
Uppl. í símum 1950 eöa1746.
kauphugleiöingum, aö athuga
hvort íbúðin sé samþykkt eða
ekki, en hægt er að fá þessar
upplýsingar á skrifstofu bygg-
ingafulltrúans. Þá benti Steinará
að í Reykjavík hefði töluvert verið
um aö íbúöum sem þessum væri
synjað um leyfi og ganga þessar
íbúðir á sölumarkaöi á mun
lægra verði og gæti því farið svo
aö slík yröu endalok ibúðanna
hér. En eins og fyrr kemur fram
mun aldrei verða hægt aðfá hús-
næöismálalán á slikar íbúðir þó
ef til vill sé hægt að fá önnur lán
út á þær.
Annars er það furöulegt að
þessar ibúðir skuli hafa farið í
gegnum kerfið og þ.á.m. verið
þinglýstar og fjölda lána veriö
veitt út á þær gegnum árin, en
svo skeður það nú allt i einu aö
lokað er á þær öllum hurðum og
þær fást ekki samþykktar og eru
því sjálfdæmdar ónýtar.
Einnig er spurning hvort fast-
eignasalar sem hafa veriö að
selja þessar ibúöir varnarlausu
fólki, séu ekki ábyrgir gerða
sinna, '
Fimmtudagur 25. september 1980 7
Iðnnemar,
Suðurnesjum
Iðnnemasamband íslands boðar til fundar með
iðnnemum á Suðurnesjum þriðjudaginn 30. sept.
kl. 20.30 í sal Iðnsveinafélagsins að Tjarnargötu 7,
Keflavík.
DAGSKRÁ:
1. Kjaramál iönnema.
2. Iðnnemafélag Suðurnesja.
Iðnnemasamband fslands
NÝKOMIN
sófasett í úrvali.
Einnig höfum við fengið aftur
okkar vinsœlu
LEÐUR RUGGUSTÓLA.
Verið velkomin.
DUUS
Hafnargötu 30 - Sfmi 2000
Prjónakonur
Nú kaupum við einungis lopapeysur, heilar og
hnepptar.
Móttaka aö Bolafæti 11, Njarðvík, miövikudagana
8. og 22. október kl. 13-15.
ÍSLENZKUR MARKADUR HF.
rnws/mí
Skrifstofustarf
í Njarðvíkurbæ
Starfskraftur óskast á skrifstofu hjá fiskvinnslu-
fyrirtæki hálfan daginn, frá 1. október.
Umsóknir sendist afgreiðslu blaðsins, Hringbraut
96, Keflavík, merkt ”Skrifstofustarf“.
Foreldrar
Get tekið að mér barn hálfan
daginn. Helst á aldrinum 1-2
ára. Uppl. í sima 3712.