Fréttablaðið - 07.11.2016, Page 4

Fréttablaðið - 07.11.2016, Page 4
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | hafid@hafid.is | HAF IÐ FISKVERS LU N 10 ára Fiskréttur vikunnar 7. - 11. nóvember Keila í Indversku Karrý 1.890 kr. kg. orka Mikilvægum áfanga hefur verið náð í íslenska djúpborunar- verkefninu IDDP. Borholan RN-15/ IDDP-2 á Reykjanesi er nú orðin rúmlega 3,6 kílómetra djúp. Holan er á vinnslusvæði Reykjanesvirkj- unar. Þetta er í fyrsta skipti sem borað er svo djúpt á jarðhitasvæði á Íslandi og líklega á háhitasvæði í heiminum öllum. Frá þessu segir á heimasíðu HS Orku. Um er að ræða samstarfs- verkefni um djúpborun sem leitt er af HS Orku og unnið í samstarfi við norska olíufélagið Statoil og önnur fyrirtæki innan íslenska djúpbor- unarverkefnisins (IDDP). Tilgangur djúpborunarverkefnis- ins er að kanna hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhita- kerfum sem gæti aukið orkufram- leiðslu háhitasvæða umtalsvert og þar með dregið úr umhverfis- áhrifum og landrýmisþörf orku- vinnslunnar. Vinnslutækni djúprar borholu ræðst af því hvernig jarðhitavökvi finnst á fjögurra til fimm kíló- metra dýpi. Reynist efnasamsetn- ingin viðráðanleg og unnt verður að vinna yfirhitaða orkuríka gufu beint upp úr djúpu borholunni er það fyrsti valkostur sem mun þar með auka orkuvinnslu á Reykja- nesi. Framhald verksins verður með þeim hætti að gerðar verða umfangsmiklar jarðeðlisfræði- mælingar í holunni og þess verður freistað að ná borkjörnum úr djúp- berginu. Sett markmið er að bora niður á allt að fimm kílómetra dýpi þar sem búast má við hitastigi sem nemur 400 til 500 gráðum. – shá Dýpsta borhola landsins komin 3,6 kílómetra niður á Reykjanesi HS Orka gæti margfaldað orkufram- leiðslu sína ef vel tekst til – með minni umhverfisáhrifum. Fréttablaðið/GVa Samfélag „Við megum ekki gleyma því að Breiðholtið er stórt hverfi og það er mjög mikil fjölbreytni hérna, við megum ekki bara tala hverfið okkar niður. Það er mikill félagsauður hérna.“ Þetta segir Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti. „Það þýðir ekki að tala alltaf um að það sé svona mikill vandi í kringum þetta,“ heldur Elísabet áfram. „Við þurfum að tala það upp hvað eru mikil tækifæri hérna.“ Efra-Breiðholt hefur verið mikið til umræðu á síðustu dögum eftir að sagt var að það skæri sig úr öðrum hverfum í skýrslu Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykja- víkurborgar. Elísabet segir skýrsluna alls ekki hafa komið þeim sem vinna í félagsþjónustu í Breiðholti á óvart. „Við erum mjög meðvituð um það að við erum bæði með mikið af lágtekjufólki, einstæðum for- eldrum og hælisleitendum. Við erum með mikla fjölmenningu hérna. Þetta er fyrsta og fremst út af félagsbústöðum, vegna þess að húsnæði hér hefur verið á lægra verði,“ segir hún. Að sögn Elísabetar eru starfs- menn félagsþjónustunnar í Breið- holti alltaf að hugsa um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna til að mæta þörfum þessa hóps. Þuríður Sigurðardóttir sér um sérstakt fjölskylduverkefni, Tinnu, sem er úrræði fyrir unga einstæða foreldra sem hafa fengið fjárhags- aðstoð til framfærslu til lengri tíma í Breiðholti. Hún segir hugsunina við verkefnið að rjúfa félagslegan arf. „Þetta eru kannski annarrar kynslóðar fjárhagsaðstoðarþegar. Stundum eru foreldrarnir að þiggja fjárhagsaðstoð en það þarf líka að huga að börnunum, þau eru ekki að nýta frístundakortin og eru ekki að aðlagast í samfélaginu nema þeim hópum sem þau tilheyra, hópi fátækra fjölskyldna.“ Þuríður segir lykilatriði að rjúfa vítahringinn með því að ná til barnanna. Einnig sé mikilvægt að efla menntunarstigið í Breiðholti, en styrkur hefur verið veittur til íslenskukennslu síðustu árin. Þuríður og Elísabet eru sammála um að gott samstarf ríki á mörgum vígstöðvum til að bæta ástandið í Breiðholti, meira að segja séu fyrir- tæki sem vilji leggja sitt af mörkum. Þörf sé þó á auknu fjármagni. Þuríður segir einnig að ekki hafi tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem var byggt í Fell- unum á sínum tíma. „Stefna ætti að ríkja um að dreifa félagslegum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breið- holti.“ saeunn@frettabladid.is Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. Fullkomin fásinna Lögreglumaður- inn birgir Örn Guðjóns- son segir í bloggfærslu, eftir að Frétta- blaðið greindi frá umkvörtunum úr Fellahverfi um að lögregla sinnti hverfinu ekki vel, að lög- reglumenn í Efra-Breiðholti sinni því svæði betur en nokkru öðru hverfi á hans svæði. „Góðu fréttirnar eru þær að við erum alls ekki að hunsa þetta hverfi, síður en svo. Sorglegi sann- leikurinn er samt sá að það eru yfirleitt einungis tveir lögreglu- bílar sem sjá um eftirlit og útköll á þessu svæði, sem er bæði Kópa- vogur og Breiðholt,“ skrifar Birgir, einnig þekktur sem Biggi lögga. „Málið er að það kostar víst pening að halda úti löggæslu og sá peningur hefur því miður verið af skornum skammti. Þessi umræða er nefnilega nátengd umræðu síðustu vikna um stöðu lögreglunnar á Íslandi,“ segir Birgir. „Það er alls staðar skorið við nögl. Þetta er það sem við höfum verið að benda á. Þetta hefur bara verið áherslan hjá ráðamönnunum. Eða réttara sagt, þetta hefur ekki verið áherslan.“ Þá víkur Birgir að því sem haft var eftir erlendum verslunar- eiganda í Fellahverfi að lögregla bregðist fyrr við ef Íslendingur biður um aðstoð en ef útlend- ingur hringir. „Það er að sjálfsögðu algjör og fullkomin fásinna.“ Þuríður Sigurðardóttir og Elísabet Karlsdóttir segja marga hugsa um hvernig auka megi velferð fólks í breiðholtinu. Fréttablaðið/EyÞór Samfélag Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að bílastæði við Sól- farið við Sæbraut verði gjaldskyld. Kosta mun 275 krónur á klukku- stund að leggja þar frá klukkan níu til átján virka daga og frá klukkan tíu til sextán á laugardögum. Stæðin við listaverk Jóns Gunnars Árnason- ar hafa hingað til verið gjaldfrjáls. Í greinargerð Kolbrúnar Jónat- ansdóttur, framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, segir að mikið hafi borið á að bílum væri lagt við Sól- farið í lengri tíma þannig að erfitt sé fyrir þá sem komi í skoðunarferðir að fá bílastæði. Átján stæði eru við Sólfarið. – bbh Kostar að leggja bíl við Sólfarið Björgunarmál Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar höfðu nóg að gera um helgina. Tvær rjúpnaskyttur villtust og fundust á Snæfellsnesi og þyrla var kölluð út til að bjarga manni í sjálfheldu á Langanesi. Rjúpnaskytturnar villtust í slæmu veðri á Snæfellsnesi eftir að hafa haldið til veiða úr Staðarsveit. Fjöl- menni leitaði og fundust mennirnir blautir og kaldir en heilir á húfi upp úr hádegi í gær. Þá lenti maður í sjálfheldu á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sérhæft fjallabjörgunarfólk á stað- inn. – þea Í nógu að snúast björgunarmenn. Fréttablaðið/PjEtur Þau eru ekki að nýta frístundakortin og eru ekki að aðlagast í sam- félaginu nema þeim hópum sem þau tilheyra, hópi fátækra fjölskyldna. Þuríður Sigurðardóttir, verkefnisstjóri 7 . n ó v e m B e r 2 0 1 6 m á n u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 7 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 6 -4 0 D 0 1 B 3 6 -3 F 9 4 1 B 3 6 -3 E 5 8 1 B 3 6 -3 D 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.