Fréttablaðið - 07.11.2016, Side 6

Fréttablaðið - 07.11.2016, Side 6
Beltone Legend™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.Bel to ne L eg en d ge ng ur m eð iP ho ne 6 s og e ld ri ge rð um , i Pa d A ir, iP ad (4 . k yn sl óð ), iP ad m in i m eð R et in a, iP ad m in i og iP od to uc h (5 . k yn sl óð ) m eð iO S eð a ný rr a st ýr ik er . A pp le , i Ph on e, iP ad o g iP od to uc h er u vö ru m er ki s em ti lh ey ra A pp le In c, s kr áð í Ba nd ar ík ju nu m o g öð ru m lö nd um . Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN umhverfismál Heildstæð úttekt á fráveitumálum við Mývatn er hafin og er niðurstaða hennar væntanleg síðar í haust. Úttektin verður lögð til grundvallar með aðkomu ríkisins við framkvæmdir í fráveitumálum í Skútustaðahreppi. Þetta kemur fram í svari ráðu- neytisins við fyrirspurn Frétta- blaðsins. Úttektin er gerð að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytis- ins og Skútustaðahrepps í framhaldi af vinnu samstarfshóps ráðherra vegna ástandsins í vatninu  – þar sem fjallað var um orsakir vandans og mögulegar aðgerðir til úrbóta. Í skýrslunni segir að „gott er að ná niðurstöðu um fjármögnun átaks í fráveitumálum við Mývatn sem fyrst svo hægt sé að gera ráð fyrir verulegum framkvæmdum í Reykja- hlíð á árinu 2017“. Í svari ráðuneytisins, þar sem Hugi Ólafsson skrifstofustjóri heldur á penna, segir að engin for- skrift sé í lögum um vernd Mývatns og Laxár, eða í reglugerð, um hver hlutur ríkisins ætti að vera, eða gæti verið, í framkvæmdum í fráveitu- málum. Hins vegar sé ljóst að „fullur skiln- ingur er á því að sveitarfélagið er fámennt og á erfitt með að axla eitt fjárhagslega ábyrgð á því að hertar kröfur gilda um fráveitumál þar, sem byggðar eru á sérlögum [Lög um verndun Mývatns og Laxár]. Þessi mál þarf að skoða að fenginni úttekt á fráveitumálunum og vinna í samvinnu ríkis og sveitarfélagsins.“ Nefnt er í skýrslunni að efla verði rannsóknir og vöktun á Mývatni og Laxá og lífríkinu. Ríkisstjórnin sam- þykkti að efla rannsóknir og vöktun, samkvæmt minnisblaði umhverfis- ráðherra. Var þar sérstaklega nefnd vöktun á innstreymi næringarefna og skyldar rannsóknir, sem geta gagnast til að bæta yfirsýn yfir upp- sprettur næringarefna og hugsan- legar afleiðingar næringarefnaauðg- unar og blábakteríublóma. Drög að vöktunar- og rannsókn- aráætlun mun liggja fyrir, en ekki hefur verið gengið frá endanlegri samþykkt hennar og er vinnan ekki komin af stað. „Vonandi verður gengið frá lausum endum þar vel tímanlega fyrir næsta sumar,“ segir í svari ráðuneytisins. Þá er Umhverfisstofnun tilbúin að efla fræðslu til íbúa og ferðamanna í samstarfi við sveitarfélagið, heima- menn og aðra. Það er talin vera skjótvirk leið til að bæta umgegni við vatnið. svavar@frettabladid.is Aðgerðir til bjargar Mývatni eru hafnar Verkfræðistofa vinnur úttekt á fráveitumálum við Mývatn. Efla á rannsóknir og vöktun, að ákvörðun fráfarandi ríkisstjórnar. Endur- skoðun verndaráætlunar fyrir Mývatn og Laxá er að hefjast. Fámennt sveitarfélag getur ekki eitt borið fjárhagslega ábyrgð á málinu. Andóf gegn ofríki Erdogans Fjöldi kvenna mótmælti handtökum þingmanna HDP-flokks Kúrda í Istanbúl í gær. Handtökurnar eru liður í aðgerðum Receps Tayyips Erdogan forseta gegn stjórnmálamönnum hliðhollum klerknum Fetullah Gülen. Erdogan segir þá hafa staðið að valdaránstilraun í júlí. nordicphotos/AFp Um vernd Mývatns og Laxár gilda sérlög og sérstök verndaráætlun. FréttAbLAðið/ViLheLM dómsmál Velferðarþjónusta Árnes- sýslu og Grímsnes- og Grafnings- hreppur hafa verið dæmd til að borga sjö fötluðum einstaklingum á Sólheimum hálfa milljón króna hverjum í miskabætur fyrir að neita þeim um akstursþjónustu. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands að ákvarðanir um að synja fólkinu um umbeðnar 120 ferðir á mánuði með ferðaþjónustu fatlaðra á strætisvagnaverði hafi ekki verið teknar að athuguðu máli. Þess vegna verði að fella ákvarðan- irnar úr gildi. „Fyrir liggur samkvæmt læknis- vottorðum að stefnendur eru allir ófærir um að nýta sér almennings- samgöngur,“ segir dómurinn og bendir á að samkvæmt lögum sé markmið ferðaþjónustu fatlaðs fólks að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. – gar Fatlað fólk fær miskabætur sólheimar í Grímsnesi. FréttAbLAðið/pjetUr 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m á n u d A G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 0 7 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 6 -5 4 9 0 1 B 3 6 -5 3 5 4 1 B 3 6 -5 2 1 8 1 B 3 6 -5 0 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.