Fréttablaðið - 07.11.2016, Page 12

Fréttablaðið - 07.11.2016, Page 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Íslenzka ríkið á Landsbankann og Íslandsbanka að fullu ásamt 13% hlut í Arion banka á móti 87% hlut þrotabús Kaupþings. Stefnt er að sölu þess hluta og verður söluand- virði umfram 100 milljarða króna skipt á milli þrotabúsins og ríkisins í ákveðnum hlutföllum. Alþingi hefur gefið heimild til sölu á allt að 30% af eignarhluta ríkisins í Landsbankanum og ráðgert er að selja Íslandsbanka að fullu. Hópur fjögurra stærstu lífeyrissjóða landsins hefur átt í viðræðum um kaup á hluta í Arion banka en einn þeirra, Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna, hefur núna dregið sig út úr þeim. Af og til hefur verið greint frá áhuga fjárfesta í Asíu á kaupum á Íslandsbanka en ekki er ljóst hvort hann er enn til staðar. Átta árum eftir hrun er bankakerfið, sem spratt upp af rústum gamla Lands- banka, Kaupþings og Glitnis, að mestu óbreytt að undan- skildu stórauknu eignarhaldi ríkisins. Uppspretta hagnaðar nýja Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka hefur að mestu legið í virðisaukningu yfirtekinna eigna gömlu bank- anna en ekki almennri þjónustu við fyrirtæki og almenning. Að því marki sem hugmyndir stjórnvalda (og þrotabús Kaupþings) um söluandvirði hluta í bönkunum endurspegla ekki verri afkomuhorfur þeirra, þá mun eftirspurn eftir eignar- hlutum ríkisins í þeim verða dræm. Ef fyrirheit um lægra vaxtastig eftir kosningar eru talin vera trúverðug, þá versna enn horfur um sölu eignarhluta ríkisins á viðunandi verði. Hins vegar myndi hávaxtastefna Seðlabanka Íslands og fákeppni í bankakerfinu gera nýjum eigendum bankanna kleift að hámarka hagnað með háum lánavöxtum og þjónustugjöldum viðskiptavina. Ef svo fer fram sem horfir þá má því ætla að íslenzka bankakerfið verði nánast óbreytt árið 2020 frá því sem var 2008 – að margumtöluð nauðsyn á breytingu til batnaðar muni ekki raungerast á kjörtímabilinu. Sala eignarhluta ríkisins í bönkunum myndi því endurnýja lífdaga gamla hrunkerfisins. Annar valkostur – og hér er hugsað út fyrir boxið – væri í stuttu máli þessi: 1. Landsbankinn, Íslandsbanki og (síðar) Arion banki verði áfram í ríkiseigu. 2. Almenningur fengi ákveðinn hluta – t.d. 50% – útgreidds hagnaðar hvers árs. 3. Hinn hlutinn – 50% – færi í ríkissjóð til stuðnings upp- byggingu innviða samfélagsins. Nýskipan bankakerfisins Uppspretta hagnaðar nýja Lands- banka, Íslands- banka og Arion banka hefur að mestu legið í virðisaukn- ingu yfir- tekinna eigna gömlu bankanna en ekki almennri þjónustu við fyrirtæki og almenning. Gunnar Tómasson hagfræðingur Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook Það hefur verið afar forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðunum við skýrslu Rauða krossins undir titlinum Fólkið í skugg-anum, þar sem hagir lakast settu borgar-búanna í Reykjavík eru skoðaðir í þaula. Það er reyndar umhugsunarefni að Reykjavíkurborg skuli, án jafn ígrundaðrar skoðunar á nágrannasveitarfélögunum, tekin til umfjöllunar. Stór- höfuðborgarsvæðið samnýtir samgöngur og ýmsa verslunarþjónustu, hefur sambærilegan aðgang að t.d. innanlandsflugvelli, opinberum þjónustustofnunum á borð við háskóla og atvinnutækifærum og því hlýtur að teljast eðlilegt að félagslegri ábyrgð sé einnig dreift. Það virðast fáir efast um að flutningur fátækrahverf- isins Höfðaborgar í Efra-Breiðholt á sínum tíma hafi verið mikil mistök. Afleiðingarnar eru enn að koma í ljós með ýmsum hætti en staðreyndin er að stór hluti íbúa lifir við fjárhagslega fátækt og í félagslegum mótbyr. Ungt fólk upplifir valkosti sína og möguleika til betra lífs takmarkaða og er fyrir ýmissa hluta sakir mun hættara við því að erfa fátækt foreldranna kyn- slóð eftir kynslóð. Borgaryfirvöld og ekki síður frumkvöðlar og bar- áttufólk innan hverfisins eiga þó sinn þátt í að það er margt gott og fallegt við lífið í Efra-Breiðholti. En betur má ef duga skal því það leynir sér ekki á skýrslu Rauða krossins að vandi hverfisins er umtalsverður. Eins og Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti, og Þuríður Sigurðardóttir, umsjónarmaður með fjölskylduverkefninu Tinnu, benda á í frétt hér framar í blaðinu, þá er margt sem betur mætti fara. Auk aðgerða sem þær leggja til að ráðist verði í innan hverfisins sé auðvitað mikilvægt að dreifa félagslegum íbúum um borgina. Það er eðlilegt að þær Elísabet og Þuríður beini orðum sínum til borgarinnar sem starfmenn hennar og þar sem það er í meirihluta Reykjavíkurborg sem ber félagslega ábyrgð á höfuðborgarsvæðinu. En mörkin á milli Reykjavíkur og nágrannasveitar- félaganna tilheyra þeim tíma þegar þau voru sett og eru auðvitað í raun og veru úreld fyrir margt lifandis löngu. Ágætt dæmi um þessa úreldingu er einmitt að finna í hlutfalli nýrra félagslegra íbúða á vegum Reykjavíkur annars vegar og nágrannasveitarfélaganna hins vegar. Þá kemur í ljós að Reykjavík stendur sig sýnu best sem þýðir að íbúar borgarinnar bera félagslega ábyrgð í nærsamfélaginu umfram granna þeirra utan borgar- markanna. Það skýrir kannski að einhverju leyti lítinn vilja fyrir sameiningu við Reykjavík hjá nágranna- sveitarfélögum borgarinnar. Félagslegur húsnæðisvandi á höfuðborgarsvæðinu er auðvitað ekki aðeins vandi Reykvíkinga. Vandinn er allra sem búa innan svæðisins og njóta þess sem það hefur að bjóða. Það hlýtur því að teljast eðlilegt, til þess að stuðla að sem bestri dreifingu á félagslegum úrræðum í húsnæðismálum, að Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögin láti nú til sín taka svo allir íbúar svæðisins leggi jafnt af mörkum til þess að sigrast megi á þessum vanda og það sem fyrst. Samábyrgð Félags- legur hús- næðisvandi á höfuðborgar- svæðinu er auðvitað ekki aðeins vandi Reykvíkinga. Róleg helgi Afar lítil tíðindi bárust af stjórnarmyndunarþreifingum um helgina en Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, var sagður ætla að taka sér helgina í að hugsa um stöðuna. Staðan verður að teljast nokkuð umhugsunar- verð í ljósi þess hversu margir flokkar hafa útilokað samstarf við hina og þessa. Fáir raunhæfir kostir eru eftir í stöðunni nema einhverjum snúist hugur. Sam- starf D, C og A þykir of knappt, of mikið bil er á milli skoðana Vinstri grænna og Sjálfstæðis- manna og fáir virðast treysta stöðugleika Pírata. Munurinn Baldur Þórhallsson stjórnmála- fræðiprófessor skrifaði um helgina að hópur forystumanna innan Vinstri grænna vildi mynda ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokki. Ef til vill telja þeir skoðanamun flokkanna ekki eins mikinn og sagt hefur verið. Benda má á að flokkarnir eru báðir hlynntir ríkisstuðningi við landbúnað. Vinstri græn voru að minnsta kosti ekki nógu andvíg nýgerðum búvörusamningum til að kjósa gegn þeim í þinginu. Ef satt reynist gæti verið að Bjarni reyni að draga stjórnar- myndun á langinn. Líklega væri auðveldara að friða grasrót Vinstri grænna ef samstarfið fyrirbyggði stjórnarkreppu. thorgnyr@frettabladid.is 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m Á n U D A G U r12 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 0 7 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 6 -2 8 2 0 1 B 3 6 -2 6 E 4 1 B 3 6 -2 5 A 8 1 B 3 6 -2 4 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.