Fréttablaðið - 07.11.2016, Side 14

Fréttablaðið - 07.11.2016, Side 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Íslenski básinn vakti athygli á sýningunni. icelandic apple. agari-flöskur sem brotna niður í náttúrunni. myndir/lHÍ the Willow Project. Healing earth. ragnheiður tryggvadóttir heida@365.is „Þetta er mikilvægt tækifæri fyrir hönnunar- og arkitektúrdeild Lista- háskóla Íslands til að kynna sig á erlendri grund, áherslur deildar- innar og þau verk sem unnin eru við deildina. Þar að auki er mik- ilvægt fyrir sýnendurna að sjá og upplifa sýningu af þessari stærðar- gráðu, þjálfast í að kynna verkin sín og mynda tengsl við ólíka ein- staklinga innan hönnunarheims- ins,“ segir Rúna Thors, verkefna- stjóri hjá Listaháskóla Íslands, en hún fór fyrir hópi þrettán íslenskra hönnuða á Dutch Design Week í Eindhoven í liðinni viku. Hópurinn tók þátt í sýningar- hlutanum No Waste í Klokge bouw, einu af aðalsýningarsvæðunum á hönnunarvikunni, en þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúar frá Lista- háskólanum taka þátt í sýningu af þessari stærðargráðu erlendis. „DDW er stærsta hönnunarhátíð Norður-Evrópu með meira en 2.500 sýnendur og yfir 275.000 gestir alls staðar að úr heiminum heimsækja hátíðina. Íslenski hópurinn saman- stóð af nemendum og fyrrverandi nemendum hönnunar- og arkitekt- úrdeildar LHÍ. Verkin voru sér- staklega valin inn á sýningu með yfirskriftina „NO Waste“ og beina sjónum að takmörkuðum auðlind- um og skaðlegum áhrifum manns- ins á umhverfi sitt,“ útskýrir Rúna. Hún segir sýninguna hafa gengið vonum framar. Stöðugur straumur hafi legið um íslenska básinn og verkin vakið athygli. „Allt frá fyrsta degi var fólk mjög forvitið og áhugasamt. Við leiddum fólk í gegnum sýning- una, sögðum frá verkunum og fólk spurði spurninga af öllum toga. Verkin vöktu gestina greinilega til umhugsunar og við fengum mikið lof fyrir. Auk þess sýndu margir náminu við Listaháskólann áhuga, bæði skiptinámi eða fullu námi. Framleiðendur töluðu einnig við nemendur og sýndu áhuga á verk- efnum þeirra auk þess sem nokkr- ir einstaklingar voru áhugasamir um að heimsækja skólann, kenna, halda fyrirlestur eða hefja sam- starf. Til viðbótar við þetta höfum við hitt áhugasama sýningarhald- ara annars staðar frá og verður spennandi að sjá hvort eitthvað verður úr því,“ segir Rúna. listaháskólinn sýnir í hollandi Þrettán íslenskir hönnuðir tóku þátt í Dutch Design Week í Eindhoven í liðinni viku fyrir hönd Listaháskóla Íslands. Rúna Thors verkefnastjóri segir sýninguna hafa gengið vel. Verkin fjölluðu um skaðleg áhrif mannsins á umhverfi sitt en yfirskrift sýningarinnar var No Waste. Sunnudjass alla sunnudaga kl 20.00 Heimsklassa Djass með frábærum tónlistarmönnum í bruggsalnum okkar. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir Hraðréttur dagsins í hádeginu alla virka daga 1.690.- kr 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m Á n U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ H e i m i l i 0 7 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 6 -3 6 F 0 1 B 3 6 -3 5 B 4 1 B 3 6 -3 4 7 8 1 B 3 6 -3 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.