Fréttablaðið - 07.11.2016, Síða 33

Fréttablaðið - 07.11.2016, Síða 33
Fasteignir Kaupfélags Kjalarnesþings við Háholt í miðbæ Mosfellsbæjar Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi fyrir miðbæ Mosfellsbæjar, dagsett 15. des- ember 2010, eru umtalsverðar breytingar gerðar á stærðum og nýtingu lóðanna við Háholt 16, 18, 20, 22 og 24. Gert er ráð fyrir að öll hús á lóðunum við Háholt 18, 22 og 24 víki fyrir nýbyggingum samkvæmt skipulaginu. Skipulagið gerir ráð fyrir að reist verði kirkju- og menningarhús á lóðunum við Háholt 16-18, eins og þeim er breytt samkvæmt skipulaginu. Þá er gert ráð fyrir byggingu þriggja hæða verslunar- og þjónustuhúsnæðis auk bílakjallara á sameinaðri lóð við Háholt 20-22 og fjögurra hæða fjölbýlishúsi auk bílakjallara með verslun/ þjónustu á götuhæð, en íbúðum á efri hæðum á lóðinni við Háholt 24. Vakin er athygli á því að samkvæmt skipulagslögum eignast sveitarstjórn forkaupsrétt að fasteignum sem henni er nauðsynlegt að fá umráð yfir til þess að framkvæma skipulag. Afar mikilvægt er að tilboðsgjafar kynni sér ítarlega skilmála núgildandi deiliskipulags, þær kvaðir sem á lóðunum hvíla samkvæmt lóðarleigu- samningum og öðrum þinglýstum gögnum. Allar frekari upplýsingar um fasteignirnar er unnt að nálgast á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. Óðinsgötu 4. Skilanefnd Kaupfélags Kjalarsnesþings áskilur sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum í fasteignirnar. Háholt 16, Mosfellsbæ, fastanúmer 233-1094, landnúmer 178316 Um er að ræða óbyggða 4.152,8 m2 viðskipta- og þjónustulóð. Réttindi seljanda byggja á lóðarleigu-samningi við Mosfellsbæ frá 19. febrúar 1988. Framsal lóðarleiguréttindanna er háð leyfi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar samkvæmt skilmálum lóðarleigusamningsins og hefur Mosfellsbær innlausnarrétt að tilteknum skilyrðum uppfylltum samkvæmt fylgiskjali 1 við lóðarleigusamninginn. Háholt 22, Mosfellsbæ, fastanúmer 208-5090, landnúmer 178318 Um er að ræða 126,9 m2 verslunarhúsnæði byggt árið 1976, merkt 01-0101, ásamt lóðarréttindum samkvæmt lóðarleigusamningi við Mosfellsbæ frá 19. febrúar 1998 um 1.851,8 m2 viðskipta- og þjónustulóð. Við sölu Kaupfélags Kjalarnesþings á fasteigninni að Háholti 20, Mosfellsbæ, var 8 metra breitt belti á mörkum lóðanna Háholts 20 og 22 undanskilið til að útbúa þar bifreiðastæði vegna notkunar á lóðunum Háholti 22 og 24. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa hafnað að breyta lóðarleigusamningum lóðanna til samræmis við samkomulag lóðarhafanna. Breytt lóðarmörk eru óumdeild milli eigenda Háholts 20 og Háholts 22 en hafa ekki fengist opinberlega færð. Háholt 18, Mosfellsbæ, fastanúmer 208-5086, landnúmer 178315 Um er að ræða 106,4 m2 verslunarhúsnæði byggt árið 1960, merkt 01-0101, og hins vegar 130,5 m2 vörugeymslu byggða árið 1968, merkta 02-0101, ásamt lóðarréttindum samkvæmt lóðarleigusamningi við Mosfellsbæ frá 19. febrúar 1998 um 1.412,8 m2 viðskipta- og þjónustulóð. Háholt 24, Mosfellsbæ, fastanúmer 208-5085, landnúmer 125635 Um er að ræða 769,2 m2 verslunarhúsnæði byggt árið 1967, merkt 01-0101, ásamt lóðarréttindum samkvæmt lóðarleigusamningi við Mosfellsbæ frá 19. febrúar 1998 um 5.242,8 m2 viðskipta- og þjónustulóð. Fyrir hönd skilanefndar Kaupfélags Kjalarnesþings svf. auglýsir Fasteignamarkaðurinn ehf. eftir tilboðum í eftir- farandi fasteignir félagsins í Mosfellsbæ. Tilboðum í eignirnar skal skila fyrir kl. 16.00 föstudaginn 18. nóvember 2016. Hér er um að ræða fasteignir á svæði sem skilgreint er sem miðbæjarsvæði í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2004– 2024. Þetta svæði er ásamt aðliggjandi svæðum aðal verslunar- og þjónustusvæði sveitarfélagsins, svonefndur „hverfiskjarni“. Svæðið liggur vel við Vesturlandsveginum og sést vel þaðan. FAST EIGNA- MARK AÐ UR INN ÓÐ INS GÖTU 4, SÍMI 570 4500. OP IÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. fast mark@fast mark.is - www.fast mark.is Jón Guð munds son, lögg. fast sali. Guð mund ur Th. Jóns son, lögg. fast sali. www.hagvangur.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi 0 7 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 6 -4 A B 0 1 B 3 6 -4 9 7 4 1 B 3 6 -4 8 3 8 1 B 3 6 -4 6 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.