Fréttablaðið - 07.11.2016, Síða 38

Fréttablaðið - 07.11.2016, Síða 38
Hvað gerðu Gylfi og Jóhann Berg? Gylfi lék allan leikinn fyrir Swan- sea í tapi fyrir Man Utd. Jóhann Berg skoraði og lagði upp mark í 3-2 sigri Burnley á Crystal Palace. Stærstu úrslitin Chelsea sendi skýr skilaboð með frábærri frammistöðu og 5-0 stórsigri á Everton. Chelsea hefur unnið síðustu fimm leiki sína með markatölunni 16-0. Hetjan Jermain Defoe tryggði Sunderland sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Bournemouth. Kom á óvart Hull vann sinn fyrsta sigur í níu deildarleikjum þegar Southampton kom í heimsókn á KCOM-völlinn. Michael Dawson skoraði markið sem tryggði Hull stigin þrjú. Nýjast Man City 1 – 1 Boro Burnley 3 – 2 Crystal Palace Bournemouth 1 – 2 Sunderland West Ham 1 – 1 Stoke City Chelsea 5 – 0 Everton Arsenal 1 – 1 Tottenham Liverpool 6 – 1 Watford Hull City 2 – 1 Southampton Swansea 1 – 3 Man Utd Leicester 1 – 2 West Brom Efst Liverpool 26 Chelsea 25 Man City 24 Arsenal 24 Tottenham 21 Neðst Cr. Palace 11 West Ham 11 Hull 10 Swansea 5 Sunderland 5 Enska úrvalsdeildin Í dag 21.00 Messan Sport Maltbikar karla: 19.00 Reynir S. - ÍR Sandgerði 19.15 Keflavík - Njarðvík TM-höllin 19.15 Vestri - Haukar Ísafjörður 19.30 Valur - Snæfell Valshöllin 19.30 Breiðablik - Skallagr. Smárinn 19.30 Hamar - Höttur Hveragerði Olís-deild kvenna Haukar - Stjarnan 22-28 Markahæstar: Maria Ines De Silve Pereira 7, Elín Anna Baldursdóttir 4, Ramune Pekar- skyte 4 - Stefanía Theodórsdóttir 6, Sólveig Lára Kjærnested 5, Helena Rut Örvarsdóttir 4, Elena Elísabet Birgisdóttir 4, Rakel Dögg Bragadóttir 4. Grótta - ÍBV 25-20 Markahæstar: Lovísa Thompson 8, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 7, Sunna María Einarsdóttir 4 - Sandra Erlingsdóttir 7, Ester Óskarsdóttir 6. Fram - Selfoss 25-23 Markahæstar: Ragnheiður Júlíusdóttir 9, Steinunn Björnsdóttir 6 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 12, Adina Ghidoarca 5. GrinDavíKUrliðin fórU Bæði áfraM í MaltBiKarnUM fjölmargir leikir fóru fram í Maltbikarnum í körfubolta um helgina. Grindavík vann ævintýra- legan sigur á Stjörnunni í karla- flokki. Garðbæingar leiddu með tveimur stigum, 80-82, þegar 16 sekúndur voru eftir en Grindavík skoraði síðustu sex stig leiksins og tryggði sér sigurinn. Grindavík er komið áfram í 16-liða úrslit ásamt tindastóli, fjölni, Kr, fSu, Haukum B, Sindra og Þór ak. Hjá konunum tryggðu Snæfell, Grinda- vík, Stjarnan og Breiðablik sér sæti í 8 liða úrslitum. í dag klárast 32 liða úrslitin karlamegin með sex leikjum. Fyrsta úrvalsdeildarmarkið kom í ævintýralegum sigri Þremur stigum fagnað Jóhann Berg Guðmundsson og Dean Marney fagna sigurmarki Ashleys Barnes gegn Crystal Palace. Jóhann Berg lagði sigur- markið upp. Hann skoraði einnig annað mark Burnley, og sitt fyrsta úrvalsdeildarmark, í dramatískum 3-2 sigri á heimavelli. FRéttaBlaðið/GEtty HandBolti íslandi tókst ekki að fylgja sigrinum á tékklandi á mið- vikudaginn eftir gegn Úkraínu á laugardaginn. Heimamenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum í Sumy og lönduðu tveggja marka sigri, 27-25. Sama dag unnu tékkar sjö marka sigur, 35-28, á Makedóníu og því eru öll liðin í riðli 4 í undan- keppni EM 2018 með tvö stig. Jafn- ara getur það ekki orðið. Stefán árnason, þjálfari Selfoss í Olís-deild karla, segir að sóknar- leikur íslenska liðsins í leiknum gegn Úkraínu hafi ekki verið nógu góður. „við vorum gífurlega lengi í gang í sókninni en það lagaðist mikið þegar arnór atlason kom inn á um miðjan fyrri hálfleik. ómar ingi [Magnússon] átti líka góða inn- komu, bæði undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. Mér fannst hraðinn í spilinu meiri þegar hann var inn á,“ sagði Stefán í samtali við fréttablaðið í gær. ísland skoraði aðeins tvö mörk síðustu níu mínútur leiksins og átti í miklum vandræðum í sókninni á lokakaflanum. „Þá lokaðist þetta aðeins. Sóknar- leikurinn var tilviljanakenndur undir lokin og það voru engar svakalega góðar lausnir í boði. Undir lokin völdum við léleg skot,“ sagði Stefán en igor Chupryna, markvörður Úkraínu, fór allt í einu að verja á lokakaflanum. Hann varði sex skot á síðustu átta mínútum leiksins en hafði aðeins varið átta skot fram að því. varnarleikur íslenska liðsins hefur að mestu verið góður eftir að Geir Sveinsson tók við þjálfun þess. Þessi bætta vörn skilar þó ekki nógu mörgum hraðaupphlaupum en í leiknum í fyrradag skoraði ísland t.a.m. aðeins fjögur hraðaupp- hlaupsmörk. „fjögur hraðaupphlaup eru ekki nóg, það er klárt. Það er það sem vantaði í þessum tveimur leikjum. vörnin er að standa sig ágætlega og það hafa orðið áhugaverðar breyt- ingar á henni. vörnin er komin aftar, þá sérstaklega þristarnir, og við erum að reyna að vera aðeins þétt- ari. En það vantar að vinna boltann og búa til ódýr mörk,“ sagði Stefán. „Það eru margir nýir leikmenn að koma inn í sóknina og sóknarleikur- inn hefur verið stirður, núna sem og á móti Portúgal. Þá skiptir öllu að fá hraðaupphlaupsmörk og mörk í seinni bylgjunni. Það myndi taka mikinn þunga af sóknarleiknum.“ aron Pálmarsson var marka- hæstur í íslenska liðinu í leiknum á laugardaginn með sex mörk. líkt og gegn tékkum byrjaði hann í stöðu leikstjórnanda en færði sig svo yfir í vinstri skyttustöðuna eftir að arnór atlason kom inn á. Stefán segir að þótt aron geti vel leyst báðar stöð- urnar nýtist hann íslandi betur vinstra megin. „Hann virðist nýtast okkur betur vinstra megin. í þessum tveimur leikjum spilaði hann betur þar. Ég held að hann sé betri á miðjunni þegar það eru betri skyttur í kring- um hann. Eins og staðan er á lands- liðshópnum í dag finnst mér hann koma betur út í skyttustöðunni. Hann er auðvitað frábær skotmaður og miðað við hópinn okkar þurfum við kannski meira á honum að halda í því hlutverki,“ sagði Stefán. Hann segir að þrátt fyrir augljósa hnökra á leik íslands sé ýmislegt jákvætt í gangi hjá liðinu. „Mér finnst margt vera á ágætri leið í þessum síðustu leikjum, þótt það sé margt sem er ekki í topp- klassa. Það eru bara ákveðnar breyt- ingar á liðinu og þegar þjálfararnir fá lítinn tíma til undirbúnings verð- ur þetta stundum svolítið stirt. En ég held að liðið geti bætt sig jafnt og þétt og við gert ágæta hluti í fram- tíðinni,“ sagði Stefán að endingu. ingvithor@365.is Slök sókn og fá hraðaupphlaup Íslenska handboltalandsliðið fór í fýluferð til Sumy í Úkraínu og tapaði 25-27 fyrir heimamönnum eftir að hafa verið í eltingarleik lengst af. Slakur sóknarleikur varð íslenska liðinu að falli í leiknum á laugardaginn. ÚKR 27 – 25 ÍSl Mörk og skot Íslands Aron Pálmarsson 6 (13) Rúnar Kárason 5 (9) Guðjón Valur Sigurðsson 4 (8/1) Kári Kristján Kristjánsson 3 (3) Arnór Þór Gunnarsson 3 (6/1) Arnór Atlason 2 (3) Ómar Ingi Magnússon 1 (2) Ólafur Guðmundsson 1 (4) Markvarslan hjá Íslandi Björgvin Páll 15/1 (42/3, 36%) Bestu menn íslenska liðsins Rúnar Kárason Skoraði fimm mörk með sínum þrumu- skotum og var ógnandi. Stóð sig vel í leikjunum tveimur gegn Tékklandi og Úkraínu en mætti á köflum láta boltann ganga hraðar. Kári Kristján Kristjánsson Skoraði þrjú mörk úr jafnmörgum skotum og fiskaði tvö vítaköst. Ekki honum að kenna að þau nýttust ekki. aron Pálmarsson Var marka- hæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Gaf auk þess fjórar stoð- sendingar. Aron getur samt spilað betur en það mæðir vissulega mikið á honum. Geir eftir leik „Við byrjum illa og lendum undir en náum að vinna okkur inn í leikinn og náum takti rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Svo komum við slakir til leiks í seinni hálfleik og erum komnir í nákvæmlega sömu stöðu og þurfum að vinna upp forskotið á ný. Við getum ekki gleymt þess- ari frammistöðu því við verðum að læra af þessu og verðum að gera betur. Skotnýtingin hefur ekki verið nægilega góð í leikj- unum sem ég hef stýrt liðinu í, hvort sem um ræðir leikina núna eða gegn Portúgal í sumar. Nú fer einbeitingin á að æfa vel og finna lausnir fyrir HM og ég vona bara að strákarnir verði ákafir í að svara fyrir þetta tap.“ 7 . n ó v e m B e r 2 0 1 6 m Á n U d a G U r14 S p o r t ∙ F r É t t a B l a ð i ð sport 0 7 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 6 -2 D 1 0 1 B 3 6 -2 B D 4 1 B 3 6 -2 A 9 8 1 B 3 6 -2 9 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.