Fréttablaðið - 07.11.2016, Page 40

Fréttablaðið - 07.11.2016, Page 40
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, Elfar Ingi Sigurbjörnsson sjómaður, fæddur 04.08.1959, dáinn 28.09.2016, verður jarðsunginn frá Kirkju Óháðra við Háteigsveg þann 10.11.2016 klukkan 14.57. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vilja minnast hans láti Krabbameinsfélag Íslands njóta þess. Börn, tengdabörn, barnabörn og systkini. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán Stefánsson bílasmiður, Ársölum 5, Kópavogi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 4. nóvember. Útförin verður gerð frá Kópavogskirkju, miðvikudaginn 9. nóvember kl. 11.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Katla Magnúsdóttir er lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði 22. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 10. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimer samtökin, www.alzheimer.is, eða á reikning þeirra: 515 26 24303, kt. 580690-2389. Freyja Matthíasdóttir Þór Matthíasson Edda Matthíasdóttir Swan Edward M. Swan Sif Matthíasdóttir Jörundur Svavarsson og fjölskyldur. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu 7. nóv­ ember 1956 að krefjast þess að Bretar, Frakkar og Ísraelsmenn kölluðu her­ sveitir sínar í Egyptalandi heim án tafar. Bandaríkin studdu SÞ í þessari kröfu og heimflutningar hersveitanna við Súez­ skurðinn hófust viku síðar. Forsaga málsins er sú að í júlí 1956 hafði Nasser Egyptalandsforseti tilkynnt í ræðu að dagar vestrænna ítaka í Araba­ löndum væru taldir og Súezskurðurinn væri hér með þjóðnýttur. Þetta var þvert á þá samninga sem höfðu verið gerðir um skurðinn á árinu 1954 og Bretar, Frakkar og Ísraelsmenn brugðust hart við. Ísraelskar hersveitir komu til Egypta­ lands 29. október og hersveitir Breta og Frakka fylgdu á eftir. Harðir bardagar fylgdu í kjölfarið og sáu Sameinuðu þjóðirnar sér ekki annað fært en að sker­ ast í leikinn til að koma í veg fyrir frekara blóðbað. Um miðnætti 22.  desember 1956 fóru síðustu hersveitir árásaraðil­ anna frá Egyptalandi. Þ EttA g E r ð i St 7 .   N óv E m B E r 1 9 5 6 :  Gert að kalla hersveitir heim  1550 Jón Arason, biskup á Hólum, og synir hans, Björn Jónsson prestur á Melstað og Ari Jónsson lögmaður, eru teknir af lífi í Skálholti eftir harðvítugar deilur á milli lútherskra manna og kaþólskra um völd í landinu. 1659 Frakkar og Spánverjar gera með sér Pýreneasáttmálann og binda þannig enda á 24 ára stríð milli ríkjanna. 1665 Tímaritið London Gazette hefur göngu sína. 1718 Danska herskipið Giötheborg strandar við Ölfusárósa. Áhöfnin bjargast. 1917 Októberbyltingin á sér stað í Rússlandi (samkvæmt gregor­ íska tímatalinu). 1931 Héraðsskólinn í Reykholti er vígður, en hann var einn af 9 skólum, sem stofnaðir voru að frumkvæði Jónasar Jónssonar frá Hriflu. 1976 Fyrsti hluti Hitaveitu Suðurnesja er tekinn í notkun. 1987 Ólafur Ragnar Grímsson verður formaður Alþýðubandalagsins og tekur við af Svavari Gestssyni. 2007 Ungur námsmaður gerir skotárás í skóla í bænum Jokela í Finnlandi. Hann verður átta manns að bana, særir tólf og fremur síðan sjálfsmorð. 2007 Mikheil Saakashvili, forseti Georgíu, lýsir yfir neyðarástandi í höfuðborg landsins í kjölfar mikilla mótmæla gegn stjórn hans. Merkisatburðir Nordic Photos/Getty Þetta byrjaði allt með því að dóttir mín lenti í einelti. Hún talar við börnin þar sem hún segir sína sögu og hvernig hún tæklaði eineltið, hvernig við eigum að haga okkur og hverju við eigum að passa okkur á og ýmislegt. Síðan fer ég þarna í kvöld og tala við foreldrana,“ segir Hermann Jónsson sem ásamt dóttur sinni heldur fyrirlestra í hátíðarsal Breiðagerðisskóla í dag og kvöld. „Ég kalla fyrirlesturinn minn Foreldrar með markmið vegna þess að ég er ekki að koma neinar töfralausnir við einelti og þetta fjallar ekki bara um einelti heldur um uppeldi og hvernig við foreldrar eigum að setja okkur markmið. Útgangs­ punkturinn er sá að ef þú ætlar að ná árangri í einhverju í lífinu, sama hvað það er: líkamsrækt eða eitthvað annað, þá þarf að setja sér markmið og þú vinnur að því að ná þeim markmiðum. Það sama á maður að gera í uppeldinu. Ég segi frá því hvernig ég hef sett mér markmið í mínu uppeldi, hvað ég ætla mér með mínu uppeldi og hvernig ég nota það til að styðja hana í gegnum allt sem á gengur, hvort það er einelti – eins og ég kem mikið inn á, hvernig ég hjálpaði dóttur minni í gegnum eineltið, eða hvort það eru einhver önnur vandamál og hvernig ég vinn í því að ná mínum markmiðum sem faðir. Ég segi alltaf þegar ég tala um mark­ miðið mitt: Ég er ekki að ala upp börn – ég er að ala upp fullorðna einstaklinga. Það er eitthvert markmið – ég vil að börnin mín verði að ákveðnum einstakl­ ingum. Ég er ekki að tala um frægð, frama eða einhverja atvinnugrein – ég er að tala um gildi. Ég vil að börnin mín tileinki sér ákveðin gildi sem skilgreini þau sem per­ sónur. Ég kalla það manneskjusýn. Það er sýn á þá manneskju sem mig langar til að vera og ég vil að börnin mín verði.“ Ertu með einhver góð dæmi um gildin sem þú leggur áherslu á? „Ég tek þarna fullt af dæmum um gildi. Sem dæmi var Selma Björk þekkt fyrir að svara hatri með ást. Þegar hún lenti í ein­ elti og það var til dæmis sagt við hana „þú ert svo ljót“, vegna þess að hún var fædd með skarð í vör, þá svaraði hún bara með „mér finnst þú bara svolítið sætur“. Ég tek þetta sem dæmi vegna þess að þetta er gildi sem ég myndi vilja tileinka mér, ég myndi vilja vera sú manneskja sem svarar hatri með ást og þetta er dæmi um gildi sem dóttir mín hefur náð að tileinka sér. Eitt sem ég sá mjög fljótlega að ég yrði að lifa lífi mínu eftir er að allt sem ég geri er skilaboð til barnanna minna – þetta fjallar ekki um að segja börnunum eitt og gera svo annað því að börnin gera það sem fyrir þeim er haft. Þannig að þegar við erum til dæmis að kvarta yfir því hvernig börnin okkar haga sér á netinu þá segi ég: Hvernig ert þú að haga þér á netinu, ertu eitthvað betri? Uppeldi er svo frábært því við erum bara að kíkja á okkur sjálf og þú þarft að vinna með sjálf­ an þig til að hjálpa börnunum þínum.“ stefanthor@frettabladid.is Að svara hatri með ást Feðginin Hermann Jónsson og Selma Björk halda fyrirlestra í dag og í kvöld. Fyrirlestr- arnir hafa yfirheitið Ást gegn hatri og kemur nafnið frá reynslu þeirra af miklu einelti sem Selma varð fyrir og því hvernig hún og faðir hennar brugðust við. Feðginin hermann Jónsson og selma Björk halda fyrirlestra í dag þar sem fjallað verður um einelti og uppeldi. FréttaBlaðið/erNir Ég segi alltaf þegar ég tala um markmiðið mitt: Ég er ekki að ala upp börn – ég er að ala upp fullorðna einstaklinga. 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m Á n U D A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 0 7 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 6 -4 0 D 0 1 B 3 6 -3 F 9 4 1 B 3 6 -3 E 5 8 1 B 3 6 -3 D 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.