Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2016, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 26.10.2016, Qupperneq 4
„Margslungin saga sem er listilega vel úthugsuð ...“ S T E INÞ ÓR GU ÐB JA R T SS ON / MORGUNBL AÐI Ð Kosningar Jón Eggert Guðmunds- son, hjólagarpur og tölvunarfræðing- ur, hjólaði sem nemur um 200 kíló- metrum til þess að kjósa til Alþingis. „Þetta var þrælskemmtilegur hjó- latúr,“ segir Jón en hann er búsettur í Bandaríkjunum. Ferðalagið hófst heima hjá Jóni við Palmetto-flóa í Miami í Flórída- ríki og leiðin lá að kjörræðisskrif- stofu Íslands á Pompano-ströndinni. „Leiðin var falleg og lá meðfram ströndinni mestalla leiðina. Þarna er mikið af veitingastöðum og skemmti- legt mannlíf,“ segir Jón. Ferðalagið hófst klukkan fjögur um morgun en Jón þurfti að leggja snemma af stað til þess að komast í tæka tíð á kjörræðisskrifstofuna. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig en hann var kominn heim tæpum tólf tímum eftir að hann lagði í hann. „Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn og ég hvet alla til þess að fara og kjósa, burtséð frá því hvaða flokk fólk kýs,“ segir Jón og hlær. Jón vann það afrek síðasta sumar að hjóla strandvegi Íslands. Ferðalagið tók tæpar fjórar vikur og fór Jón um 125 kílómetra á dag. Tíu ár eru síðan Jón Eggert gekk sömu strandvegi en í bæði skiptin var markmiðið að safna áheitum fyrir Krabbameinsfé- lagið. „Ég hjóla reglulega langar vega- lengdir og nú þyrsti mig í slíkan hjó- latúr. Ég ákvað því skella mér á hjólinu til þess að kjósa. Þetta var léttur túr enda eru 200 kílómetrar ekkert svo mikið fyrir vanan mann,“ segir Jón. Næst á dagskrá hjá Jóni er að synda í kringum Ísland. „Ég ætla að byrja á Breiðafirði af því að fólk hefur synt hann. Ég get nýtt mér þá reynslu,“ segir Jón sem reiknar með að taka sex sumur í að synda í kringum landið, í áföngum. Hann ætli að geyma Suður- landið og Faxaflóann þar til síðast en hann kveðst þó eiga eftir að spá aðeins betur í það. thorgeirh@frettabladid.is Jón Eggert Guðmundsson þegar hann kom í mark í sumar í Hafn- arfirði eftir að hafa hjólað hringinn í kringum landið. Frétta- blaðið/Hanna Þetta var léttur túr enda eru 200 kílómetrar ekkert svo mikið fyrir vanan mann. Jón Eggert Guðmundsson hjólagarpur Hjólaði 200 kílómetra til þess að komast á kjörstað orKumál Landsnet hefur ákveðið að hækka verð til dreifiveitna um þrettán prósent frá 1. desember næstkomandi en á sama tíma mun verð til stórnotenda standa í stað. Ef dreifiveitur setja hækkunina út í verðlag mun rafmagnsreikningur almennings hækka en álverin borga enn það sama fyrir dreifingu ork- unnar til sín. Björt Ólafsdóttir, nefndarmaður í atvinnuveganefnd þingsins, segir þessa hækkun vekja hjá sér furðu. „Nýlegar fréttir hafa sagt okkur að heimilin standa nú þegar undir mestum tekjum orkufyrirtækja, en nota þó aðeins brot af orkunni. Svo er Landsnet að gera þetta núna og enn mun halla á almenning,“ segir Björt. Steinunn Þorsteinsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Landsnets, segir það ekki þannig að Landsnet geti breytt gjaldskránni að vild, heldur séu breytingar á gjaldskrá grund- vallaðar á ákvörðunum Orkustofn- unar. „Fyrirtækinu eru úthlutaðar ákveðnar tekjur og umhverfi til að afla þeirra. Tekjugrunni Landsnets er skipt í tvennt, stórnotendur og dreifiveitur. Ef leyfð arðsemi til stór- notenda við gerð áætlunar fyrir árið er til dæmis hærri en niðurstaða Orkustofnunar ákvarðar varðandi arðsemishlutfall, þá þarf að lækka gjaldskrána. Ef þessu er öfugt farið, þá þarf að hækka gjaldskrána. Það sama gildir um dreifiveitur,“ segir Steinunn. Verðskrá Landsnets hækkar til almennings en ekki stórnotenda Björt Ólafsdóttir, þingkona BF, segir það óþolandi að skattgreiðendur borgi sífellt með stóriðjunni. Lands- net hækkar verð á dreifingu til almennings um 13 prósent á einu bretti. Dreifingin til stóriðjunnar stendur hins vegar í stað. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. landsnet er fyrirtæki í eigu ríkisins sem annast flutningskerfi raforku og dreifir henni til notenda. Fréttablaðið/ Vilhelm Engin tilkynning er um fyrirhug- aðar breytingar á verðskrá Lands- nets inni á heimasíðu fyrirtækisins. Steinunn segir það eiga sér eðlilegar skýringar og ekki um neinn feluleik að ræða. „Landsnet hefur sex vikna frest til að tilkynna Orkustofnun um fyrirhugaðar breytingar á gjald- skránni. Orkustofnun hefur síðan þrjár vikur til að skoða forsendur og rökstuðning og samþykkir eða hafnar breytingunni að þeim fresti liðnum. Okkur ber hins vegar skylda til að upplýsa okkar viðskiptavini, sem eru dreifiveiturnar, sem allra fyrst um fyrirhugaðar breytingar.“ Björt furðar sig á því af hverju það skuli kosta meira að dreifa orku til dreifiveitna en til stórnotenda, svo sem álvera, kísilvera og járnblendi- verksmiðja. „Það er óþolandi að skatt- greiðendur borgi ekki bara með stór- iðjustefnunni, bæði í formi greiddra skatta sem mengandi stóriðja fær hins vegar afslætti á, heldur eigi einnig að auka meðgjöfina með þessu móti líka. Nú hefði ég haldið að dreifing á megavatti til dreifiveitna kostaði það sama og dreifing á megavatti til stór- notenda. Hvað gerir það að verkum að þau hækka á almenning í gegn um dreifiveitur en ekki stórnotendur?“ spyr Björt. sveinn@frettabladid.is s K i p u l a g s m á l V i n n u h ó p u r Umhverfisstofnunar og Heilbrigðis- eftirlits Suðurnesja um baðstaði í náttúrunni hefur kveðið upp úr um að ekki sé hægt að búa til svokallaða náttúrulaug. „Bakkar hennar verða að vera mótaðir af náttúrunnar hendi, hins vegar má styrkja stoðir náttúrulaug- ar með hleðslu, steinum eða steypu. Vatnið má ekki vera meðhöndlað með sótthreinsiefnum, geislun eða á annan hátt. Ekki er gert ráð fyrir því að ný náttúrulaug sé „búin til“ frá grunni,“ segir um niðurstöður vinnuhópsins sem jafnframt telur að upplýsa þurfi landeigendur um skyldur gagnvart gestum þar sem náttúrulaugar eru. – gar Útiloka tilbúnar náttúrulaugar Gvendarlaug í bjarnarfirði er náttúru- laug. nOrDiCPHOtOS/GEttY sjávarútvegur Eva Baldursdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, gagnrýnir orð Páls Vals Björnsson- ar í Fréttablaðinu í gær þess efnis að huga ætti að uppboði strand- og byggðakvóta. Segir hún þarna kristallast muninn á Samfylkingu og Bjartri framtíð. Páll Valur segir það hugsanlega skynsamlega lausn til að efla byggð- irnar með því að veita fénu sem fæst úr uppboðinu aftur í heimabyggð. „Eina leiðin til að tryggja að þjóðin fái sanngjarnan hlut í arði af fisk- veiðum er að bjóða út kvótann,“ segir Eva. „Það er ekki nóg líkt og Páll Valur segir að til greina komi að bjóða út byggða- og strandveiði- kvóta sem er eini byggðastuðning- urinn í núverandi kerfi.“ Að mati Evu á markaðurinn að ráða för með verðmyndun kvóta. „Ný ríkisstjórn á að hafa það á dag- skrá sinni að innkalla aflaheimildar og bjóða þær út. Það má gera yfir langan tíma. Tökum ákvarðanirnar um sanngjarnt gjald til þjóðarinnar úr höndum stjórnmálamanna og látum það ráðast á markaði,“ bætir Eva við. – sa Ósammála um uppboð kvóta Eva baldursdóttir, varaformaður Ítr Fyrirtækinu eru úthlutaðar ákveðn- ar tekjur og umhverfi til að afla þeirra. Tekjugrunni Landsnets er skipt í tvennt, stórnotendur og dreifiveitur. Steinunn Þorsteins- dóttir, upplýsinga- fulltrúi Landsnets Nú hefði ég haldið að dreifing á mega- vatti til dreifiveitna kostaði það sama og dreifing á megavatti til stórnotenda Björt Ólafsdóttir 2 6 . o K t ó b e r 2 0 1 6 m i Ð v i K u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð 2 6 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 0 -D E B 4 1 B 1 0 -D D 7 8 1 B 1 0 -D C 3 C 1 B 1 0 -D B 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.