Fréttablaðið - 26.10.2016, Blaðsíða 35
MIÐAVERÐ: 5.900 kr., afsláttarverð 4.900 kr. fyrir eldri borgara, 50 % afsláttur fyrir
öryrkja og námsmenn 26 ára og yngri og félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju.
LAUGARDAGINN 29. OKTÓBER KL. 19 & SUNNUDAGINN 30. OKTÓBER KL. 17
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Í TILEFNI AF 30 ÁRA VÍGSLUAFMÆLI HALLGRÍMSKIRKJU
HALLGRÍMSKIRKJA 1986-2016
LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 34. STARFSÁR
FLYTJENDUR:
Mótettukór Hallgrímskirkju
Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósopran
Oddur A. Jónsson bassi
Auður Guðjohnsen alt
Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran
Guðmundur Vignir Karlsson tenór
Stjórnandi: Hörður Áskelsson
M. A. CHARPENTIER: Marche de Triomphe et Second
Air de Trompettes H 547
J.S. BACH: Missa í F-dúr, “Lúthersk messa” BWV 233
M. A. CHARPENTIER: Te Deum H 146
Hátíðlegur lúðraþytur og pákuslög ásamt glæsilegum söng og hljóðfæraslætti
fylla hvelfingar Hallgrímskirkju þegar Mótettukór Hallgrímskirkju og
Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju (áður Den Haag) flytja glæsileg
hátíðarverk í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju, en kirkjan var vígð
26. október 1986. Einsöngvararnir hafa allir tengst listastarfi Hallgrímskirkju
um árabil og eru þrír þeirra m.a. meðlimir í Schola cantorum.
Upphafsstef forleiksins að Te Deum eftir franska barokkmeistarann M.A.
Charpentier er hin heimsþekkta tónlist sem allir þekkja sem kynningarstef
í útsendingum Eurovision. Lofsöngurinn (Te Deum) er hrífandi verk,
dæmigert fyrir tónlist barokktímans, þar sem kór og einsöngvarar skiptast
á að flytja textann við fjölbreyttan hljómsveitarundirleik, þar sem ólíkir litir
blásturshljóðfæranna, trompeta, óbóa og hinna viðkvæmu blokkflauta
undirstrika stemmningar lofsöngsins.
Messa í F-dúr er heillandi meistaraverk sem J.S. Bach byggði á völdum köflum
úr öðrum verkum sínum og skiptast þar á glæsilegir kórar og gullfallegar aríur.
Verkið er ein af fjórum svokölluðum lúterskum messum sem Bach setti saman
í kringum 1740. Fullyrða má að þær séu meðal minnst þekktu meistarasmíða
hins fullþroska Bachs og hefur F-dúr messan til að mynda aldrei áður hljómað
á tónleikum á Íslandi.
Upphafsverkið á tónleikunum, Marche de triomphe (Sigurmars) eftir
Charpentier, kemur öllum í hátíðarskap.
Það verður því sannkölluð hátíðarstemmning í Hallgrímskirkju um
kosningahelgina!
***** „Mikill er máttur tónlistarinnar. Tónlistarlífið í Hallgrímskirkju stendur sannarlega í blóma”. „Algerlega dásamlegir tónleikar með hrífandi söng og glæsilegum hljóðfæraleik”. (Salómon eftir Händel, Mótettukór Hallgrímskirkju og Alþjóðlega barokksveitin). J.S. Fbl.18.8. 2015
2
6
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
0
-D
4
D
4
1
B
1
0
-D
3
9
8
1
B
1
0
-D
2
5
C
1
B
1
0
-D
1
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K