Fréttablaðið - 26.10.2016, Blaðsíða 6
Beltone Legend™
Enn snjallara
heyrnartæki
Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust
beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis
heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki
lánað til reynslu.Bel
to
ne
L
eg
en
d
ge
ng
ur
m
eð
iP
ho
ne
6
s
og
e
ld
ri
ge
rð
um
, i
Pa
d
A
ir,
iP
ad
(4
. k
yn
sl
óð
),
iP
ad
m
in
i m
eð
R
et
in
a,
iP
ad
m
in
i
og
iP
od
to
uc
h
(5
. k
yn
sl
óð
) m
eð
iO
S
eð
a
ný
rr
a
st
ýr
ik
er
.
A
pp
le
, i
Ph
on
e,
iP
ad
o
g
iP
od
to
uc
h
er
u
vö
ru
m
er
ki
s
em
ti
lh
ey
ra
A
pp
le
In
c,
s
kr
áð
í
Ba
nd
ar
ík
ju
nu
m
o
g
öð
ru
m
lö
nd
um
.
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
HEYRNARSTÖ‹IN
AtvinnA Starfsmannaþjónustan
Elja hefur haft milligöngu fyrir
tólf dekkjaverkstæði til að manna
starfsstöðvar þeirra yfir helsta
álagstímann hjá fyrirtækjunum nú
í vetrarbyrjun. Þegar hafa komið
til landsins rúmlega 80 manns til
að leysa úr vanda fyrirtækjanna
í þeirri tveggja mánaða törn sem
fram undan er. Hópurinn dreifist
á 23 starfsstöðvar þessara tólf
fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu, í
Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi.
Helgi Eysteinsson, framkvæmda-
stjóri Elju, segir að upphaflega hafi
fyrirtækið Sólning haft samband
á vormánuðum og vantað menn.
Greiðlega gekk að leysa úr vanda
þess fyrirtækis, sem spurðist fljótt
út til annarra fyrirtækja sem áttu
við sama vanda að etja.
„Þarna sameinast í raun tvennt.
Lausn á því að það er mjög erfitt
að finna vinnandi hendur á
Íslandi og hitt að það hentar
þessum fyrirtækjum vel að geta
fengið starfskrafta í skamman
tíma í senn,“ segir Helgi og bætir
við að raunveruleg þörf fyrirtækj-
anna til að fjölga í sínum hópi sé í
raun aðeins um tíu vikur. „Ég held
að þetta geri þessum fyrirtækjum
kleift að veita betri þjónustu en
ella. Þó að aðgangur að fólki væri
til staðar myndu þau ekki sjá
hag sinn í því að fastráða svona
marga,“ en starfsmenn á vegum
Elju koma margir frá Litháen, en
einnig frá Póllandi, Ungverjalandi
og Rúmeníu.
Þetta litla dæmi hefur víð-
tækari skírskotun þar sem fyrir-
tæki í fjölbreyttri starfsemi eiga
í erfiðleikum með að fá fólk til
starfa. Helgi játar því; Elja hóf
starfsemi í janúar og hefur strax
fengið hingað til starfa rúmlega
400 manns – en í augnablikinu
eru 250 manns við störf á vegum
fyrirtækisins hjá fjölbreyttri flóru
fyrirtækja. – shá
Mönnuðu 23 dekkjaverkstæði með rúmlega 80 útlendingum
Dekkjaverkstæðin vantaði mannskap til að setja bifreiðar landsmanna á
vetrardekk. Þá var leitað til starfsmannaþjónustu. Fréttablaðið/GVa
StJÓRnMÁL Eignir ríkasta eina pró-
sents landsmanna jukust um 49
milljarða milli áranna 2014 og 2015.
Þetta er meðal þess sem lesa má úr
svari fjármála- og efnahagsráðherra
við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar,
þingmanns Samfylkingarinnar.
Meðal þess sem má einnig lesa
úr svarinu er að eignir ríkustu
fimm prósentanna jukust um 125
milljarða á sama tímabili. Hlutfall
þess sama hóps af heildareign allra
landsmanna stóð í stað milli ára og
er rúmt 31 prósent.
Hópurinn sem samantektin mið-
ast við samanstendur af einhleyp-
um og hjónum en einstaklingar
teljast sérstök fjölskylda frá sextán
ára aldri.
„Það sem vekur sérstaklega athygli
mína er að við erum hægt og rólega
að feta okkur í átt að misvæginu sem
var hér rétt fyrir hrun,“ segir Árni Páll
Árnason. Þingmaðurinn hefur lagt
fram sambærilega fyrirspurn ár hvert
síðastliðin þrjú ár.
„Það er mikilvægt að hafa augun
á þessari þróun stöðugt. Jöfnuður á
ekki að vera umræðuefni í nokkra
daga á ári rétt í kringum kosningar.
Það er raunveruleg hætta á að þarna
slitni í sundur aftur.“
Hann segir að aðgerðir núverandi
ríkisstjórnar hafi aukið á ójöfnuð-
inn. „Skattbyrðin hefur lent á
þeim sem minnst hafa og sértækar
aðgerðir hafa sérstaklega nýst þeim
sem mest eiga. Það blasir við að að
öllu óbreyttu séum við að stefna í
sama ástand og ríkti í aðdraganda
hrunsins.“
„Þegar horft er á skatttekjur
eftir tekjutíundum er grundvallar-
atriði að átta sig á því hvort laun
hafi hækkað. Ef þau hækka þá
þyngist skattbyrðin. Hér hafa laun
allra tekjutíunda hækkað gífurlega,“
segir Bjarni Benediktsson, fjármála-
og efnahagsráðherra. „Við verðum
að muna að námsmenn, sumar-
starfsmenn og fólk í hlutastarfi falla
í neðstu tekjutíundirnar. Það er ekki
eðlilegt að bera saman fólk í hluta-
starfi saman við fólk í fullu starfi.“
Ráðherrann vísar meiningum
Árna Páls, um að ríkisstjórnin hafi
lítið aðhafst, á bug og bendir á
skattalækkanir stjórnarinnar og
niðurfellingu miðþreps tekjuskatts-
ins. Fyrir langflesta hafi tekjuskattur
lækkað um 3,3 prósentustig. „Maður
með hálfa milljón í tekjur á mánuði
stendur því uppi með 160 þúsund
krónum meira í árslok en áður.“
johannoli@frettabladid.is
Ríkasta prósentið jók eignahlut
sinn um 49 milljarða á einu ári
Eignir og eigið fé ríkustu fjölskyldna landsins jukust á milli áranna 2014 og 2015. Hlutfallið af heildarfé
landsmanna lækkaði hins vegar. Þingmaður segir munstrið minna á árin fyrir hrun og segir ríkisstjórnina
aðhafast lítið en þá helst fyrir þá efnameiri. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar því á bug.
Eignaaukningu landsmanna má að stærstum hluta rekja til verðhækkana á fasteignamarkaði. Fréttablaðið/aNtON briNK
Við erum hægt og
rólega að feta okkur
í átt að misvæginu sem var
hér rétt fyrir
hrun.
Árni Páll Árnason,
þingmaður Sam-
fylkingarinnar
Hér hafa laun allra
tekjutíunda hækkað
gífurlega.
Bjarni Benedikts-
son, fjármála- og
efnahagsráðherra
SAMféLAg Skipulags-, byggingar- og
umhverfisnefnd sveitarfélagsins Ölf-
uss var í gær kynnt skýrsla frá Orku
náttúrunnar vegna frummats á jarð-
skjálftahættu vegna niðurdælingar í
holur HE-23, 25 og 38 á Skarðsmýrar-
fjalli. Nefndin veitti framkvæmdaleyfi
fyrir tengingu borholna HE-23, HE-25
og HE-38 á borsvæði við fyrirhugaða
flutningsæð fyrir skiljuvatn að niður-
dælingarholum HE-37 og HE-38.
Með þessari framkvæmd er ekki
verið að auka við framleiðslu Hellis-
heiðarvirkjunar eða magn skilju-
vatns, en tenging á þessum bor-
holum sem niðurrennslisholum
stækkar svæðið til niðurrennslis og
eykur afköst núverandi niðurrennslis-
svæðis. Fyrirhugað er að setja hóflegt
magn af skiljuvatni í holurnar til að
byrja með til að veita þrýsti stuðning
við nærliggjandi vinnsluholur, en
á sama tíma að komast hjá því að
skammhlaup verði milli hola og
skyndilegar breytingar í eiginleikum
vinnsluhola. Verklagsreglur Orku-
stofnunar kveða á um að unnið sé
frummat þegar nýta á borholur til
niðurdælingar.
Tilgangurinn er að fá faglegt mat
á hvort líklegt sé að niðurdæling
affallsvökva í borholur geti orsakað
jarðskjálfta sem valdi hættu eða veru-
legum óþægindum. Við borun á hol-
unum HE-23 og HE-25 sem boraðar
voru haustið 2006 varð ekki vart við
jarðskjálftavirkni. Niðurstöður frum-
mats benda til að einhver skjálfta-
virkni gæti örvast í suðurhluta fjalls-
ins, einkum frá holu HE-25. – bbh
Skjálftavirkni
gæti örvast
Skýrsla frá ON um jarðsjálfta var kynnt
fyrir Ölfus . Fréttablaðið/VilhElm
2 6 . o k t Ó b e R 2 0 1 6 M i Ð v i k U D A g U R6 f R é t t i R ∙ f R é t t A b L A Ð i Ð
2
6
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
0
-F
2
7
4
1
B
1
0
-F
1
3
8
1
B
1
0
-E
F
F
C
1
B
1
0
-E
E
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K