Fréttablaðið - 26.10.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.10.2016, Blaðsíða 20
Tólf uppgjör þriðja ársfjórðungs eru væntanleg á næstu dögum, fimm í dag, sex á morgun og eitt á föstudag. Ljóst er að í vikulok mun ákveðin mynd verða komin á hvernig árs­ fjórðungurinn var hjá helstu fyrir­ tækjum landsins. Hagfræðideild Landsbankans spáir svipaðri afkomu hjá Icelandair, aukningu hagnaðar hjá fjölda fyrirtækja, en minni hagn­ aði hjá Vodafone og tryggingafélög­ unum. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að rekstrarafkoma Iceland­ air verði svipuð og á sama fjórðungi í fyrra og nálægt því sem spáð var í síðasta verðmati deildarinnar. Hins vegar er því spáð að neikvæð þróun ytri þátta, sér í lagi styrking krón­ unnar, valdi því að afkoma á fjórða ársfjórðungi verði töluvert lakari en í fyrra. Gangi spár eftir verður EBITDA ársins 214 milljónir dollara. Deildin spáir að tekjur og hagn­ aður Marel muni aukast milli ára á þriðja ársfjórðungi. Á fyrsta helmingi ársins lækkuðu pro forma tekjur um 1,3 prósent og ekki er ólíklegt að slíkt hið sama gerist á þessum árs­ fjórðungi. Ytri vöxtur á árinu 2016 mun líklega skila 20 prósent tekju­ vexti. Að mati hagfræðideildarinnar er þessu tímabili vaxtar að öllum líkindum lokið. Spáð er lítilli aukningu í sölu hjá Vodafone á þriðja ársfjórðungi og að hagnaður tímabilsins muni dragast saman um helming milli ára. Engum stórum breytingum er spáð á fjórð­ ungnum. Því er spáð að hagræðingar­ aðgerðir Símans hafi byrjað að skila árangri á fjórðungnum en að fyrir­ tækið muni þó ekki ná að enda árið innan þess bils sem stjórnendur hafa gefið upp. Sala mun aukast örlítið milli ára og hagnaður einnig. Sala fyr­ irtækja, Talenta og Staka Automation, er meginskýring aukins hagnaðar. Hagfræðideildin áætlar minnkandi hagnað fyrir skatt hjá öllum trygg­ ingafélögunum, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. N1 gaf út afkomuviðvörun fyrir uppgjör fjórðungsins, þar sem kom fram að rekstur félagsins hafi gengið mjög vel á fjórðungnum, sérstaklega vegna fjölgunar ferðamanna. Í ljósi þess var EBITDA félagsins hækkuð. Hagfræðideild Landsbankans telur að þrátt fyrir hækkun sé spáin enn of lág. Spáð er minni sölu en í fyrra, hærri EBITDA á fjórðungnum og meiri hagnaði fyrir tímabilið. – sg Auknum hagnaði spáð hjá mörgum félögum Sushisamba ehf., sem rekur sam­ nefndan veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, hagnaðist um 27,9 milljónir króna árið 2015. Hagn­ aðurinn jókst töluvert milli ára, en hann nam 16,6 milljónum króna árið 2014. Rekstrartekjur jukust einnig, þær námu 337 milljónum á síðasta ári, samanborið við 308 milljónir árið áður. Eigið fé í lok ársins nam 21,1 milljón króna og lækkaði það um fjórar milljónir milli ára. Eignir í árslok námu 65,7 milljónum, samanborið við 54 milljónir árið áður. Skuldir námu 44,6 milljónum króna, samanborið við 29 milljónir árið áður. Í árslok 2015 áttu tveir hluthafar yfir 10 prósenta eignarhlut í félag­ inu, BBN ehf. átti 60 prósenta hlut, en Gunnsteinn Helgi Maríusson átti 20 prósenta hlut. Ingimundur Valmundsson átti 10 prósenta hlut í félaginu og Sushisamba ehf. átti 10 prósent í sjálfu sér. Sushisamba var einn af tíu vinsælustu veitinga­ stöðum landsins í byrjun árs sam­ kvæmt tölum frá Meniga. Framkvæmdastjóri í árslok var Gunnsteinn Helgi Maríusson. Árs­ verk voru samtals sautján. – sg Sushisamba hagnast um 28 milljónir Hagfræðideildin áætlar minnkandi hagnað fyrir skatt hjá öllum tryggingafélög- unum, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Fréttablaðið/GVa Sushi er einn vinsælasti rétturinn á Íslandi. 214 milljón dollara EBITDA er spáð hjá Icelandair Group árið 2016. Sushisamba var einn af tíu vinsæl- ustu veitingastöðum lands- ins í byrjun árs samkvæmt tölum Meniga Hagfræðideild Lands- bankans telur að þrátt fyrir hækkun EBITDA sé EBITDA spá N1 enn of lág GEFÐU ÞÉR TÍMON Færir þér nauðsynlega sýn á mannauðinn i l i Tímon.is Bandaríska fyrirtækið Pentair Aquatic Eco Systems Ltd. hefur fest kaup á Vaka fiskeldiskerfum. Vaki, sem hlotið hefur bæði Nýsköp­ unarverðlaun Útflutningsráðs og Útflutningsverðlaun forseta Íslands, hefur verið leiðandi afl í vöruþróun innan fiskeldis um allan heim í þrjá áratugi. „Við erum mjög ánægð með þessi viðskipti og teljum þau mikla viður­ kenningu fyrir stöðu og starfsemi okkar undanfarin ár,“ segir Her­ mann Kristjánsson, forstjóri Vaka. Hann segir kaupin hafa átt sér nokkurn aðdraganda en Pentair sé ekki fyrsta fyrirtækið sem sýni Vaka áhuga. „Sterk staða Vaka á helstu mörkuðum og öflug nýsköpun, þar sem beitt er nýjustu tækni við myndgreiningu og tölvusjón, hefur vakið áhuga margra aðila, og er Pentair ekki fyrsta fyrirtækið sem sýnir Vaka áhuga,“ segir Hermann. Hann segist sjá mikil tækifæri til framtíðar fyrir fyrirtækið með nýjum eiganda. Áætluð velta á þessu ári er 1,3 milljarðar króna, en rekstrarhagn­ aður fyrir afskriftir (EBITDA) í fyrra var 139 milljónir króna. Verð í viðskiptunum er trúnaðarmál, en rekstur fyrirtækisins hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár og afkoman góð. Hjá fyrirtækinu starfa nú 28 manns hér á Íslandi, auk 22 til viðbótar í dótturfélögum í Chile, Noregi og Skotlandi. Yfir 90% af umsvifum Vaka eru á erlendum mörkuðum og áherslan hér heima er á vöruþróun, þjónustu og sölu. Framleiðslan hefur að mestu leyti verið hjá íslenskum undirverktök­ um sem sinna bæði rafeindavinnu, stálsmíði og samsetningu af ýmsum toga. Helstu vörur Vaka eru fiskitelj­ arar, búnaður til stærðarmælinga á eldisfiski, ásamt dælum, flokkurum, fóðurkerfi og öðrum vörum fyrir iðnvætt fiskeldi. Pentair er skráð í kauphöllina í New York og hefur 30.000 starfs­ menn í 60 löndum sem starfa m.a. innan orkugeirans, matvælaiðn­ aðar, vatnsmeðhöndlunar og fjar­ skipta og er veltan um átta millj­ arðar dollara eða yfir 900 milljarðar króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í bún­ aði til vatnshreinsunar og auðgunar vatnsgæða, hönnun endurnýtingar­ kerfa fyrir fiskeldisstöðvar, vatns­ dælum, fiskidælum og mælibúnaði af ýmsum toga. haflidi@frettabladid.is Stórfyrirtæki kaupir Vaka fiskeldiskerfi Pentair, sem er skráð félag í kauphöllinni í New York, hefur keypt Vaka fiskeldis- kerfi. Áætluð velta Vaka á þessu ári er 1,3 milljarðar króna. Stöðugleiki hefur einkennt rekstur Vaka . Bandaríska fyrirtækið sérhæfir sig í vatnsgæðum og veltir yfir 900 milljörðum króna og er með 30 þúsund starfsmenn í 60 löndum. Ánægja er meðal forsvarsmanna Vaka fiskeldiskerfa með kaup bandaríska stórfyrirtækisins Pentair á fyrirtækinu. Forstjóri Vaka sér mikil framtíðartækifæri með nýjum eiganda. Við erum mjög ánægð með þessi viðskipti og teljum þau mikla viðurkenningu fyrir stöðu og starf- semi okkar undanfarin ár Hermann Kristjáns- son, forstjóri Vaka 900 milljarðar er velta Pentair sem hefur gengið frá kaup- um á Vaka 2 6 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r4 MArkAðurINN 2 6 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 0 -F 7 6 4 1 B 1 0 -F 6 2 8 1 B 1 0 -F 4 E C 1 B 1 0 -F 3 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.