Fréttablaðið - 26.10.2016, Qupperneq 8
Fyrir þig í Lyfju
Dregur úr eymslum
og ertingu í hálsi
- á aðeins 5 mínútum
Strepsils
Strepsils Cool/Strepsils med Honning & Citron/Strepsils Jordbær Sukkerfri/Strepsils Warm munnsogstöflur. Samantekt á eiginleikum lyfs - styttur texti SPC. Innihaldsefni: 2,4-tvíklóróbensýlalkóhól 1,2 mg, amýlmetakresól 0,6 mg. Ábendingar: Eymsli og erting í hálsi. Skammtar og lyfjagjöf: Strepsils Cool: Fullorðnir
og börn 12 ára og eldri: 1 munnsogstafla er látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Strepsils med Honning & Citron/Strepsils Jordbær Sukkerfri/Strepsils Warm: Fullorðnir og börn 6 ára og eldri: 1 munnsogstafla er látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Börn á aldrinum 6-11 ára: Lyfið skal gefa undir eftirliti
fullorðins aðila. Börn yngri en 6 ára: Vegna lyfjaformsins skal notkun takmarkast við börn eldri en 6 ára. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Ekki nota stærri skammt en ráðlagður er. Sjúklingurinn skal leita læknis ef hann er í vafa
eða ef einkenni lagast ekki eða versna innan nokkurra daga. Strepsils Cool/Strepsils med Honning & Citron/Strepsils Warm inniheldur glúkósa og súkrósa. Sjúklingar með frúktósaóþol, glúkósa-galaktósavanfrásog eða súkrasa-ísómaltasaþurrð, sem eru sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki taka lyfið. Strepsils Jordbær Sukkerfri
inniheldur ísómalt og maltitól sem geta haft væg hægðalosandi áhrif. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki taka lyfið. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Strepsils-Allir-5x10-Lyfja copy.pdf 1 20/09/16 09:35
Venesúela Stjórnarandstaðan í
Venesúela segir að Nicolas Maduro
forseti ætli að nota orð Frans páfa til
þess eins að kaupa sér lengri tíma.
Maduro gekk á fund páfa í Róm
á mánudag. Að loknum fundinum
sendi Páfagarður frá sér tilkynningu
þar sem segir að páfi skori á stjórn
og stjórnarandstöðu í Venesúela að
hefja viðræður.
Stjórnarandstaðan hefur reynt að
knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu
um að Maduro verði rekinn úr
embættinu.
Maduro hefur ekki léð máls á
öðru en að sitja sem fastast, en eftir
íhlutun páfa á mánudag vöknuðu
vonir um að reynt verði að finna
lausn á deilunum. Einn af leið
togum stjórnarandstöðunnar, Jesus
Torrealba, sagðist til í að setjast að
samningaborði með stjórninni.
Daginn eftir sagðist annar leiðtogi
stjórnarandstöðunnar, Henrique
Capriles, ekki sjá nein merki þess að
viðræður væru hafnar. Sjálfur hafi
hann ekki frétt af viðræðunum fyrr
en í sjónvarpsfréttum.
Capriles, sem tvisvar hefur boðið
sig fram til forseta, sagði greinilegt
að stjórnin ætlaði sér aðeins að
reyna að fá lengri tíma.
Þjóðin getur vikið Maduro úr
embætti ef þeir sem greiða því
atkvæði verða fleiri en þeir sem
kusu Maduro í síðustu forsetakosn
ingum.
Í síðustu viku hafnaði kjörstjórn
landsins beiðni stjórnarandstöð
unnar um þjóðaratkvæðagreiðslu.
Viðbrögð stjórnarandstöðunnar
voru þau að segja stjórn Maduros
í raun vera að efna til stjórnar
byltingar.
Maduro tók árið 2013 við forseta
embættinu af Hugo Chavez, sem þá
var nýlátinn en hafði ríkt í rétt rúm
lega þrjú kjörtímabil. Chavez hafði
stjórnað landinu með sósíalíska
byltingarhugsjón að leiðarljósi,
þjóðnýtti olíuiðnaðinn og notaði
afraksturinn af olíusölunni til að
standa við kosningaloforðin og
útrýma fátækt.
Maduro hélt ótrauður áfram
í anda Chavez, gekk jafnvel öllu
lengra í ofstjórnartilburðum, en
lenti í ógöngum með efnahagslífið
þegar olíuverð í heiminum hrundi.
gudsteinn@frettabladid.is
Segja Maduro reyna að kaupa sér tíma
Stjórnarandstaðan í Venesúela kannast ekkert við viðræður við stjórn Maduros forseta. Frans páfi skorar á stjórn og stjórnarandstöðu
að ræða málin. Þjóðin getur vikið Maduro úr embætti ef þeir sem greiða því atkvæði verða fleiri en þeir sem kusu hann síðast.
Venesúela
l Nicolas Maduro tók við forseta-
embættinu af Hugo Chavez í
apríl 2013.
l Venesúela er meðal tíu stærstu
olíuvinnsluríkja heims.
l Þegar olíuverð hrundi lamaðist
hið ríkisrekna efnahagslíf.
l Mikil fátækt hrjáir nú landsmenn,
opinber þjónusta er í molum og
vöruskortur í búðum.
l Stjórnarandstaðan krefst þess að
Maduro víki úr embætti.
Mótmæla meðferð á Töturum
Hópur tataskra mótmælenda safnaðist saman fyrir framan rússneska sendiráðið í Kænugarði í gær til að vekja athygli á meðferð Rússa á Töturum.
Fjöldi Tatara hefur verið handsamaður undanfarnar vikur á Krímskaganum. Einhverjir eru týndir en aðrir gista fangageymslur. Saga Tatara hefur
verið sorgleg í gegnum tíðina en skemmst er þar að minnast meðferðar Sovétmanna á þeim á fyrri hluta síðustu aldar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Nicolas Maduro
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Belgía Evrópusambandið getur ekki
gert fríverslunarsamning við Kanada
vegna þess að hinn frönskumælandi
hluti Belgíu er á móti því.
Leiðtogar allra aðildarríkja ESB
og Kanada hugðust undirrita samn
inginn á fimmtudaginn en fulltrúar
Belgíu geta ekki undirritað hann
nema hafa fyrst fengið til þess sam
þykki frá öllum héruðum landsins.
Vallónar, hinn frönskumælandi
hluti íbúanna, hafa hins vegar verið
ófáanlegir til þess að veita samþykki
sitt. Evrópusambandið og Kanada
gerðu þennan samning árið 2014
og höfðu samningaviðræður þá
staðið yfir í fimm ár. Vonir stóðu til
þess að viðskipti milli Kanada og
ESB myndu aukast um 20 prósent
eftir að samningurinn tekur gildi.
En efasemdarmenn segja að samn
ingurinn gagnist einkum stórfyrir
tækjum, auk þess sem fyrirtæki fái
möguleika á því að draga ríki fyrir
dómstóla telji þau hagsmunum
sínum ekki nægilega sinnt.
gudsteinn@frettabladid.is
Vallónar stöðva
fríverslunar-
samninginn
Charles Michel forsætisráðherra og
Didier Reynders utanríkisráðherra á
blaðamannafundi í Brussel.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
2 6 . o k t ó B e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D a g U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð
2
6
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
0
-E
D
8
4
1
B
1
0
-E
C
4
8
1
B
1
0
-E
B
0
C
1
B
1
0
-E
9
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K