Fréttablaðið - 26.10.2016, Side 48

Fréttablaðið - 26.10.2016, Side 48
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Það er kominn vetur. Í gær-morgun gubbaði hann út úr sér fyrstu slyddunni og slyddan hjakkaðist á glugganum í herberginu mínu og ef hún kynni mors-kóða hefði hún sagt „eughh, vertu bara … heima í dag“. Þegar kólnar svona í veðri verður mér iðulega hugsað til átakanleg- ustu og enn fremur fallegustu senu bókmenntasögunnar. Í henni er rakin þrekraun Emils í Kattholti, sem berst barnungur og jökul- kaldur í gegnum blindbyl á jóla- nótt með Alfreð, kæran vin sinn, reyrðan niður í hestvagn. Alfreð er þungt haldinn af blóðeitrun og hún færir sig nær og nær hjartanu og tíminn er svo ofsalega naumur. En svo komast þeir til læknisins og Alfreð fær blessunarlega fram- lengingu á lífinu. Stórkostleg hetjudáð Emils í Kattholti hreyfir við þeim allra harðgerustu. Hún hefur þó alveg sérstök áhrif á þá sem hafa megna óbeit á öllu blautu og köldu. Ég hef samið stuttan leiðarvísi, hvers hlut- verk er að auðvelda kulsæknum til- veruna á svörtustu vetrarmánuð- um. Ég vil þakka Astrid Lindgren, Emil í Kattholti og Alfreð vinnu- manni kærlega fyrir innblásturinn. Númer 1: Útvegið ykkur einn góðan vin, elskhuga, hund eða frænku með hlýjan faðm – einhvern til að þykja vænt um – sem þið mynduð keyra á Slysó í katastrófískum hríðarbyl á aðfangadagskvöld, hvað sem það kostar. Númer 2: Lesið eitthvað sem yljar ykkur að innan. Númer 3: Fjárfestið í góðri húfu sem hylur eyrun. Og þannig getum við reynt að halda frostinu, rokinu, slyddunni og nístingsköldum einmanaleikanum í skefjum. A.m.k. þangað til vorar. Ráð handa kulsæknum Kristínar Ólafsdóttur Bakþankar *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS NÝR ÁFANGASTAÐUR Á ÍRL ANDI Cork er þriðja stærsta borg Írlands og ein af menningarborgum Evrópu, stútfull af spennandi sögu og skemmtilegheitum. Heimsæktu eyjuna grænu og leyfðu írsku lukkunni að leika við þig. Flugvöllurinn í Cork er einn sá stærsti á Írlandi, með tengingar í allar áttir. Bókaðu strax í dag. VIÐ FLJÚGUM AF STAÐ TIL CORK Í MAÍ 2017 * CORK f rá 7.999 kr. Tímabil: frá maí 2017 * OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Í ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA 2 6 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 0 -C 6 0 4 1 B 1 0 -C 4 C 8 1 B 1 0 -C 3 8 C 1 B 1 0 -C 2 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.