Fréttablaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 8
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets setur fundinn Leiðin að rafvæddri framtíð Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Þróunar- og tæknisviðs Landsnets Umhverfisáhrif kerfisáætlunar Auður Magnúsdóttir, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf Fundarstjóri: Kristján Kristjánsson, fjölmiðlamaður Boðið upp á léttan morgunverð frá kl. 08.30. Skráning á www.landsnet.is Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 29. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica kl. 09.00-10.30 undir yfirskriftinni Kerfisáætlun 2016-2025: Innviðirnir okkar – leiðin að rafvæddri framtíð. DAGSKRÁ Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á Facebooksíðu Landsnets. Þar verður einnig hægt að senda inn fyrirspurnir og athugasemdir. Guðmundur Ingi Ásmundsson Sverrir Jan Norðfjörð Auður Magnúsdóttir Kristján Kristjánsson Innviðirnir okkar Leiðin að rafvæddri framtíð KERFISÁÆTLUN LANDSNETS 2016-2025 Kúba Níu daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á  Kúbu vegna láts Fidels Castro. Aska hans verður grafin í Santiago de Cuba sunnu- daginn 4. desember. Meðan þjóðarsorgin varir verða öll störf lögð niður og engir opin- berir viðburðir haldnir, hvorki tón- leikar, leiksýningar né íþróttakapp- leikir. Flaggað verður í hálfa stöng, sala áfengis hefur verið stöðvuð  og í útvarpi og sjónvarpi verður boðið upp á „upplýsandi, þjóðhollt og sögulegt efni,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnvöldum. Skipulagðar hafa verið miklar skrúðgöngur til að heiðra byltingar- leiðtogann, sem ríkti þar í tæpa fjóra áratugi. Þá verður fjölmenn samkoma haldin í höfuðborginni, Havana, að kvöldi þriðjudags. Handan hafsins, í Miami í Banda- ríkjunum, hafa margir íbúar hins vegar fagnað ákaft láti Castros. Þar hefur áratugum saman búið fjöldi fólks sem flúði frá Kúbu vegna harð- stjórnar Castros. „Það sem þú sérð hérna er fólk sem hefur þjáðst,“ segir Tomas Regalado, borgarstjóri í Miami, samkvæmt frásögn á fréttavef dagblaðsins The Miami Herald. „En það sem þú sérð hér er líka mikill fjöldi ungs fólks sem fagnar vegna feðra sinna og afa sem Fidel Castro olli tjóni, réðst á og drap.“ Níu daga þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu Mikil fagnaðarlæti hafa verið á götum úti í Miami alla helgina vegna andláts Fidels Castro. Sorg ríkir hins vegar á Kúbu og víða í ríkjum Suður-Ameríku. Þar reiðast menn fagnaðarlátum Miamibúa. bandaríKin Samstarfsfólk Hillary Clintons ætlar að taka þátt í kröfum um að atkvæði verði endurtalin í Wisconsin, sem forsetaframbjóðandi Græningja, Jill Stein, hefur sett fram. Græningjaflokkurinn hefur safn- að milljónum dala til að ná fram endurtalningu í þremur ríkjum, Wisconsin, Michigan og Pennsylv- aníu, og hefur formlega krafist end- urtalningar í einu þeirra, Wisconsin. Donald Trump  segir þessa afstöðu  samstarfsfólks hennar úr kosningabaráttunni vera hræsni eina. Clinton hafi sjálf óskað honum til hamingju með sigurinn. Endur- talning muni engu breyta. Kröfur um endurtalningu komu upp eftir að hópur sérfræðinga sagði mögulegt að tölvuþrjótar hafi átt við úrslit rafrænna kosninga, þar sem sú aðferð var notuð. – gb Clinton vill endurtalningu Jill Stein hefur fengið stuðning frá Clinton við kröfur sínar um endurtalningu. NordiCphotoS/AFp danmörK Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur og leiðtogi Venstre-flokksins, kynnir í dag nýja ríkisstjórn sína. Í henni sitja ráðherrar frá þremur hægriflokkum, Venstre, Frjálslynda bandalaginu og Íhaldsflokknum, en saman- lagt eru þessir flokkar með 53 þingmenn af 179. Þeir þurfa áfram stuðning Danska þjóðarflokksins, sem í reynd hefur þar með neit- unarvald þegar stjórnin leggur mál fram á þingi. N ý j a s t j ó r n i n tekur við af minni- hlutastjórn Venstre, sem naut stuðn- ings Frjálslynda bandalagsins, Íhalds- flokksins og Danska þjóðarflokksins. Stjórnarsáttmáli nýju stjórnar- innar var kynntur í gær. Þar kemur fram að eitt af helstu áherslumálum hennar verður að lækka skatt á hæstu tekjur. – gb Ný ríkisstjórn í Danmörku Lars Løkke rasmussen stækkar minnihluta- stjórn sína en þarf áfram stuðning danska þjóðar- flokksins. NordiCp- hotoS/AFp Aldraður maður hefur stillt upp ljósmyndum af Castro og fleiri byltingarhetjum í höfuðborginni havana þar sem hann situr á gangstéttinni í hjólastól sínum. FréttAbLAðið/EpA Ríkti á Kúbu í tæpa fjóra áratugi Fidel Castro var þrítugur árið 1956 þegar hann hélt til Kúbu ásamt 80 manna hópi til að gera þar byltingu. Í hópnum voru meðal annarra Raúl bróðir hans, sem nú er forseti Kúbu, og Ernesto „Che“ Guevara. Þremur árum síðar, 1959, tókst þeim að hrekja Fulgencio Batista herforingja og stjórn hans frá völdum. Batista hafði sjálfur komist til valda á Kúbu með herforingja- byltingu árið 1952, en hann hafði áður ríkt þar í fjögur ár sem lýð- ræðislega kjörinn forseti frá 1940 til 1944. Castro ríkti á Kúbu til ársins 2008, í nærri hálfa öld, en þá varð heilsubrestur til þess að hann fékk bróður sinn, Raúl, til að taka við af sér. Castro nýtur hins vegar mikilla vinsælda á Kúbu og víða í löndum Suður- og Mið-Ameríku. Þar er hann byltingarhetjan sem stóð uppi í hárinu á Bandaríkjunum áratugum saman. Jafnvel þótt lífskjör á Kúbu hafi verið frekar bágborin alla tíð síðan hann gerði byltingu árið 1959, þá virðist almenningur upp til hópa sannfærður um velvilja hans í garð þjóðarinnar. Castro var níræður þegar hann lést á föstudaginn. Bróðir hans Raúl, sem nú er 85 ára, tók við af honum árið 2006, fyrst til bráðabirgða en form- lega árið 2008. Hann hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér árið 2018. gudsteinn@frettabladid.is 2018 hyggst Raúl Castro, bróðir Fidels, segja af sér. 2 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m Á n U d a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 2 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 3 -C 7 7 0 1 B 7 3 -C 6 3 4 1 B 7 3 -C 4 F 8 1 B 7 3 -C 3 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.