Fréttablaðið - 08.11.2016, Page 12

Fréttablaðið - 08.11.2016, Page 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Ákvörðun kjararáðs um miklar hækkanir launa ráðamanna umfram almenna launaþróun gengur í besta falli gegn tilgangi laga um kjara­ ráð, og í versta falli er um beint lögbrot að ræða. „Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði“ eins og segir í lögunum svo „að ekki sé hætta á að úrskurðir [kjararáðs] raski kjarasamningum þorra launafólks og stefni þar með stöðugleika í efnahagslífinu í hættu […] [kjararáð] ber þannig að hafa hliðsjón af launastefnu á vinnu­ markaðnum en ekki móta hana“ eins og kemur fram í greinargerð með lögunum og þar er sérstaklega ítrekað að: „Í frumvarpinu um kjararáð sem hér er gerð grein fyrir er fylgt sömu stefnu og hún reyndar ítrekuð [og] kveðið enn skýrar að orði um þetta efni.“ Heildarsamtök bæði launþega og atvinnurekenda krefjast þess að Alþingi aftengi þessa sprengju frá kjararáði. Samtök atvinnulífsins segja að: „Kjararáð stuðlar að upplausn á vinnumarkaði [og] skora á nýtt Alþingi að hafna nýlegum ákvörðunum kjararáðs og leggja málið í sáttaferli.“ Alþýðusamband Íslands segir að: „ASÍ krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka […] Að öðrum kosti verður óstöðugleiki og upplausn á vinnumarkaði í boði Alþingis.“ Úrskurður kjararáðs hefur því nú þegar skapað hættu á að raska kjarasamningum þorra launafólks og sett stöðugleika efnahagslífsins í hættu. Það eru þrír aðilar sem geta aftengt sprengjuna og bera því ábyrgð. Kjararáð getur gefið út annan úrskurð sem lækkar laun ráðherra og þingmanna (stjórnar­ skráin bannar launalækkanir forseta Íslands). Forseti Íslands sem hefur sagt að hann: „vænti þess að þingið vindi ofan af þessari ákvörðun [kjararáðs]“ getur gefið út að hann muni setja bráðabirgðalög áður en þing komi saman nema kjararáð lækki launin eða hann fái það staðfest frá formönnum allra flokka að Alþingi muni vinda ofan af ákvörðuninni. Ef þessir þrír aðilar bregðast allir þá mun ég kæra ákvörðun kjararáðs til dómstóla og hef nú þegar fengið til þess lögfræðing. Svona afnemum við launahækkun þingmanna Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata Ef þessir þrír aðilar bregð- ast allir þá mun ég kæra ákvörðun kjararáðs til dómstóla og hef nú þegar fengið til þess lögfræðing. Ótímabærar vangaveltur Frétt Morgunblaðsins um innan- hússátök í Framsóknarflokknum vöktu athygli í gær. Þar fór mik- inn Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, sem segir það kröfu stuðningsmanna Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að gera Sigmund Davíð að ráðherra ef flokkurinn ætlar í ríkisstjórnar- samstarf. Einhverjum gæti þótt Sveinn Hjörtur kominn svolítið fram úr sjálfum sér að útdeila ráðherrasætum innan flokksins, nú þegar flestir búast við því að sennilegast verði mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, með eða án aðkomu VG. Til hamingju Hafnarfjörður Fyrir helgi spunnust upp heil- miklar vangaveltur um það hvort skilgreina mætti skattheimtu sem ofbeldi gagnvart borgurunum eða ekki. Þingmaðurinn Pawel Bartoszek virðist telja að svo sé og hagfræðingurinn Jón Steins- son líka. Hafa þeir báðir fengið bágt fyrir þessar meiningar sínar á samfélagsvefnum. Hvort sem menn eru sammála þeim eða ekki er tilefni til þess að gleðjast með Hafnfirðingum núna þegar bæjar- yfirvöld hafa ákveðið að lækka útsvar svo að í fyrsta sinn í átján ár er það ekki lengur í hámarks- prósentu. Sem verður vonandi til þess að íbúar fái að halda meiru eftir af sjálfsaflafé sínu. jonhakon@frettabladid.is Iceland Airwaves hefur það mikla þýð- ingu fyrir íslenska hagsmuni að stórar ráð- stefnur sem hér eru haldnar, eins og Arctic Circle, eru dvergvaxnar í samanburði. Að sögn viðstaddra var gæsahúð tónleika­gesta næstum áþreifanleg og sýnileg úr fjarlægð þegar Björk Guðmundsdóttir, skærasta poppstjarna íslenskrar tón­listarsögu, lék fyrir fullu húsi í Eldborgar­sal Hörpu á Iceland Airwaves á laugar­ dagskvöld. „Það er erfitt að lýsa andrúmsloftinu í salnum þegar seinasti tónn lagsins var sleginn á strengi sveitarinnar, en ef til vill segir það eitthvað að nokkrar sekúndur liðu áður en áhorfendur tóku við sér og klöppuðu fyrir rosalegum „performans“ Bjarkar,“ segir í umsögn Sunnu Kristínar Hilmarsdóttur, blaðamanns Vísis, um tónleika Bjarkar. Það var viðeigandi að Björk „okkar“ skyldi spila í Eldborg á stærsta kvöldi Airwaves tónlistarhátíðarinn­ ar. Við eigum að vera þakklát fyrir þessa hátíð sem vex með hverju ári og skapar gríðarlegar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Á sama tíma er hátíðin ómetanlega verðmæt fyrir vörumerkið Ísland á alþjóðlega vísu. Airwaves hátíðin var nú haldin í átjánda sinn. Hátíðin hefur skapað sér orðspor sem vettvangur fyrir nýjar stjörnur og margar heimsfrægar hljómsveitir hafa stigið á svið á Airwaves á árdögum frægðar sinnar. Hátíðin er orðin ómissandi viðburður fyrir virtustu tónlistarblaða­ menn heims og hefur hjálpað óteljandi íslenskum tón­ listarmönnum að skapa sér nafn erlendis. Hljómsveitin Of Monsters and Men er eitt nærtækasta dæmið. Fyrsta hátíðin var haldin í flugskýli á Reykjavíkur­ flugvelli 16. október 1999 og er talið að rúmlega 500 erlendir gestir hafi mætt. Síðan hefur hátíðin vaxið ört bæði þegar fjöldi gesta og áhrif eru annars vegar. Mark­ mið Iceland Airwaves hefur frá fyrstu tíð verið þríþætt. Að kynna íslenska tónlist, halda tónlistarhátíð sem jafnast á við það besta sem þekkist erlendis og að lengja íslenska ferðamannatímabilið. Í rannsókn Útflutnings­ skrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTON) frá 2012 kom fram að velta erlendra gesta hátíðarinnar næmi rúmlega 800 milljónum króna. Þessi fjárhæð hefur bara vaxið. Gera má ráð fyrir að erlendir gestir kaupi vörur og þjónustu fyrir um það bil milljarð króna þá daga sem hátíðin varir. Í BS­ritgerð Arnþórs Jóhanns Jónssonar frá 2014 um áhrif Iceland Airwaves á fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur kemur fram að þrátt fyrir að hátíðin hafi vaxið standi henni ógn af fækkun tónleikastaða í mið­ borginni. Fækkun tónleikastaða hafi ekki aðeins áhrif á þá daga sem hátíðin standi yfir heldur allt árið um kring. Mikilvægt sé að skipuleggjendur hátíðarinnar fái meira frelsi til að uppfylla þarfir gesta hátíðarinnar eigi hún að vaxa enn frekar. Iceland Airwaves hefur það mikla þýðingu fyrir íslenska hagsmuni að stórar ráðstefnur sem hér eru haldnar, eins og Arctic Circle, eru dvergvaxnar í saman­ burði. Iceland Airwaves er gott dæmi um það hvernig ein lítil hugmynd frumkvöðuls blómstrar og verður í fyllingu tímans að fyrirbæri sem hefur mikla þýðingu fyrir afkomu þúsunda fyrirtækja og einstaklinga í íslensku samfélagi. Hún er jafnframt sterkur vitnis­ burður um mikilvægi skapandi greina og hversu stórt hlutverk þær spila í verðmætasköpun þjóðarbúsins. Töfrar í flugskýli 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð SKOÐUN 0 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 8 -C 3 E C 1 B 3 8 -C 2 B 0 1 B 3 8 -C 1 7 4 1 B 3 8 -C 0 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.