Fréttablaðið - 08.11.2016, Side 16
Í dag
Bikarkeppni kvenna í handbolta
18.00 Valur 2 - Stjarnan Laugard.v.
20.00 Stjarnan 2 - Afture. Varmá
20.00 Valur - Fram Valshöllin
20.15 Fjölnir - Fylkir Dalhús
Gunnar nelson Vill mæta
Don sem fyrst
Ökklameiðslin sem héldu Gunnari
nelson frá því að berjast í aðalbar-
daga kvöldsins á ufC fight night-
bardagakvöldi í Belfast 19. þessa
mánaðar eru ekki alvarleg að sögn
þjálfara hans, Johns Kavanagh.
Í viðtali við bardagafréttasíðuna
mmaJunkie segir írski mma-
þjálfarinn að Gunnar sé nú þegar
mættur aftur til æfinga en hann
meiddist illa á sýningaræfingu
þegar hann var að kynna bardag-
ann gegn Dong á Írlandi í síðasta
mánuði. Þrátt fyrir að Gunnar
sé ekki búinn að fá grænt ljós frá
læknum að byrja að æfa á fullu
segir Kavanagh að hann nálgist sitt
besta stand og geti því líklega bar-
ist aftur fyrr en seinna. Kavanagh
vonist til að Gunnar fái að berjast
snemma á árinu 2017. enn fremur
vilja þeir helst að ufC haldi sig
við bardagann sem þurfti að aflýsa
en Gunnar er áhugasamur um að
mæta Dong sem er í
áttunda sæti
á styrk-
leikalista
veltivigt-
arinnar.
Nýjast
Maltbikar karla, 32-liða úrslit
Keflavík - Njarðvík 97-91
Stigahæstir: Reggie Dupree 28 (11 frák.),
Amin Stevens 19 (8 frák. 23. mín, 5 villur),
Guðmundur Jónsson 13, Magnús Már
Traustason 11, Daði Lár Jónsson 11, Davíð
Páll Hermannsson 8 - Stefan Bonneau 27,
Logi Gunnarsson 20, Jóhann Árni Ólafsson
13 (9 frák.), Björn Kristjánsson 12.
Breiðablik - Skallagr. 77-88
Stigahæstir: Tyrone Wayne Garland 35,
Halldór Halldórss. 11 - Flenard Whitfield 20
(9 frák., 6 stoðs.), Sigtryggur Arnar Björnss.
15 (6 frák., 7 stoðs.), Magnús Þór Gunnarss.
14, Bjarni Guðmann Jóns. 10 (7 frák.).
Valur - Snæfell 74-63
Stigahæstir: Urald King 16 (16 fráköst),
Benedikt Blöndal 10, Austin Magnús Bracey
10- Sefton Barrett 19 (10 frák., 4 stoðs.),
Viktor Marínó Alexandersson 16.
Reynir S. - ÍR 34-79
Vestri - Haukar 68-109
Hamar - Höttur 84-91
Liðin sem eru komin í sextán liða
úrslit maltbikarsins eru: Átta úr
Dominos (Kr, Grindavík, tinda-
stóll, Þór ak, Keflavík, Haukar, Ír,
skallagrímur), fjögur úr 1. deild
(Höttur, Valur, fjölnir, fsu) og
þrjú önnur lið (Haukar-b, sindri
og njarðvík-b). Þór Þ. sat hjá í 32
liða úrslitum og fór beint í 16-liða
úrslit. Það verður dregið í næstu
umferð í hádeginu í dag.
strÁKarnir spila Í las VeGas
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta
spilar vináttulandsleik við mexíkó
í las Vegas í Bandaríkjunum 8.
febrúar á næsta ári en þetta verður
fyrsti leikur liðsins á árinu 2017.
8 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r16 s p o r t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
Tuttugu Íslendingar kláruðu New York maraþonið um helgina
Fjölmenni á götunum New York maraþonið fór fram um helgina en þetta er fjölmennasta maraþonhlaup heims þar sem hlaupið er í gegnum
öll fimm hverfi New York borgar eða Brooklyn, Bronx, Manhattan, Queens og Staten Island. Jóhann Wathne náði bestum tíma af þeim tuttugu
Íslendingum sem kláruðu hlaupið en Erlendur Stefánsson varð annar. Guðbjörg Sigurðardóttir var fyrsta íslenska konan í mark. FRéttABlAðið/getty
FótboLtI „Það verður að fagna þess-
um titlum og við áttum ákaflega gott
kvöld,“ segir matthías Vilhjálmsson
nýkrýndur noregsmeistari með
rosenborg. liðið var reyndar löngu
búið að tryggja sér titilinn en tíma-
bilinu lauk um helgina og titlinum
var fagnað þá.
„Það var fögnuður niðri í bæ með
stuðningsmönnum þar sem mikið
var sungið. svo var bara venjulegt
partí. Það var stappað inni á stöð-
unum en þessir stuðningsmenn eru
orðnir góðu vanir.“
geta náð sögulegum árangri
er upp var staðið vann rosenborg
titilinn með 15 stiga mun. Gríðar-
legir yfirburðir sem minna á gamla
tíma hjá félaginu. Þetta var annar
noregstitill félagsins í röð.
„Við tryggðum þetta þegar fimm
leikir voru eftir. náðum góðu for-
skoti eftir sumarfríið og erum vel
að þessu komnir. Við eigum eftir að
spila bikarúrslitaleikinn eftir tvær
vikur. Hann er gegn B-deildarliði
Kongsvinger sem sló út ströms-
godset. ef við vinnum þann leik
verðum við fyrsta liðið í sögunni til
að vinna tvöfalt tvö ár í röð,“ segir
matthías en það yrði magnað afrek.
ekki einu sinni gullaldarlið rosen-
borg náði þeim árangri.
„Það er vonandi að renna upp ný
gullöld en við sjáum til. Ég tel að við
getum gert þetta eitthvað áfram.
stefnan er sett á að komast aftur í
meistaradeildina á næstu árum.“
tveir leikmenn liðsins gerðu allt
vitlaust í noregi er þeir létu mynda
sig nakta með bikarinn eftir leik
um helgina og settu á samfélags-
miðla. „tveir mestu flippararnir í
liðinu fóru með þetta alla leið. Það
skapaði mikla umræðu og ekki allir
sáttir. Það þýðir samt ekki að vera
bara a4-maður. allt í lagi að krydda
þetta aðeins.“
Valinn leikmaður ársins
Hinn harðduglegi matthías er í mikl-
um metum hjá stuðningsmönnum
félagsins sem völdu hann leikmann
ársins.
„Ég hafði ekki hugmynd um þetta
fyrr en eftir lokaleikinn. Það eru
margir harðkjarnastuðningsmenn
liðsins. ef það eru einhver verð-
laun sem maður vill vinna þá eru
það þessi verðlaun. Það var mjög
ánægjulegt og mikill heiður,“
segir matthías stoltur en
honum er mikið hrósað fyrir að
gefa allt í öllum stöðum. svo
muna menn eftir því í fyrra
er hann setti gullmedalíuna
á uppboð og ágóðinn rann
til krabbameinssjúkra barna.
Hann lætur því málefni
utan vallar sig einn-
ig varða og það
kunna stuðn-
ingsmenn að
meta.
Þreytandi
til lengdar
m a t t h í a s
t ó k þ átt
í 29 af 30
leikjum liðs-
ins í vetur.
Var 17 sinn-
um í byrj-
unarliðinu en
kom 12 sinnum
af bekknum. Það
sem meira er þá spilaði hann nánast
allar stöður nema markið.
„Þetta er svolítið þreytandi til
lengdar. síðustu leiki hef ég spilað á
kantinum og í lokaleiknum kom ég
inn sem djúpur miðjumaður. svo er
ég búinn að spila senterinn og sem
sókndjarfur miðjumaður. Þeir eru
ánægðir með mig því ég kvarta aldrei
og vil gera allt fyrir liðið. Það er samt
erfitt að þróa sinn leik þegar manni
er kastað út um allt,“ segir Ísfirð-
ingurinn og rifjar upp skemmtilega
sögu frá tímabilinu.
„einu sinni átti ég að koma inn
sem miðvörður er annar mið-
vörðurinn okkar meiddist.
Hann jafnaði sig og ég fór
ekki inn. Þá meiddist
senterinn og ég átti að leysa hann
af hólmi. ekkert varð af því þar sem
hann jafnaði sig líka. Á endanum
kom ég inn á sem djúpur miðju-
maður. Það eru ekki margir í fót-
boltaheiminum sem eru að upplifa
svona. Þetta er kærkomin reynsla.“
matthías segist eftir alla þessa
reynslu finna sig best á miðjunni.
Hann sé samt vel til í að spila áfram
sem framherji. Hvað verður á eftir að
koma í ljós.
„Ég á eitt ár eftir af samningi við
félagið. svo sjáum við til hvað gerist.
okkur fjölskyldunni líður mjög vel
hérna í Þrándheimi. Við erum byrj-
aðir að ræða framhaldið og allt í
góðum farvegi. Ég á eftir að ákveða
hvað ég vil gera.“
einhverjir hafa kallað eftir því að
matthías fái frekari tækifæri með
landsliðinu en landsliðsþjálfarinn
hefur ekki viljað veðja á hann. ekki
einu sinni þó forföllin séu ansi mörg
að þessu sinni.
„Það er svekkjandi að vera ekki
inn í myndinni núna en hvað getur
maður gert? Ég skil svo sem lands-
liðsþjálfarann að velja ekki mann
sem er ekki að spila eina stöðu.
strákarnir í liðinu eru líka að standa
sig frábærlega. Það væri samt eitt-
hvað að ef ég væri ekki svekktur yfir
að vera ekki valinn. Ég verð bara að
spila betur,“ segir hinn 29 ára gamli
matthías sem er ekkert hættur að
láta sig dreyma um landsliðið.
„maður lokar aldrei á landsliðið.
Ég myndi fylla á brúsana fyrir lands-
liðið ef ég væri beðinn um það. Það
besta sem maður getur gert er að
spila fyrir landsliðið og ég loka ekki
þeim dyrum fyrr en ég hætti.“
henry@frettabladid.is
Mun aldrei loka á landsliðið
Noregsmeistarinn Matthías Vilhjálmsson er ekki búinn að gefa landsliðsdrauminn frá sér þó svo hann sé
ekki inni í myndinni. Skrautlegu tímabili var að ljúka hjá honum þar sem hann spilaði úti um allan völl.
Ef það eru
einhver
verðlaun sem
maður vill vinna þá
eru það þessi. Það
var mjög
ánægjulegt
og mikill
heiður.
Matthías
Vilhjálms-
son
sport
0
8
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
3
8
-E
6
7
C
1
B
3
8
-E
5
4
0
1
B
3
8
-E
4
0
4
1
B
3
8
-E
2
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
7
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K