Fréttablaðið - 08.11.2016, Page 20
Útgefandi
365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301
UmSjónarmaðUr aUglýSinga
Jón Ívar Vilhelmssson| jonivar@365.is | s. 512-5429
ÁbyrgðarmaðUr
Svanur Valgeirsson
Veffang
visir.is
„Ég hafði lengi velt fyrir mér þeirri
breytingu sem hefur orðið á skrif-
stofurýmum síðustu áratugi, úr
einkaskrifstofum yfir í opin rými.
Mig langaði út frá sálfræðinni að
vita hvort þessar breytingar og sú
aðstaða sem fólk vinnur við hafi
áhrif á fólk. Mig langaði að vita
hvort einhverjar rannsóknir væru
til á þessu, hvort fólki liði betur,
hvort það ynni betur eða hvort þess-
ar breytingar væru fyrst og fremst
hugsaðar sem sparnaður,“ segir
Lilja sem fékk hugmyndina að rit-
gerðinni frá leiðbeinanda sínum Dr.
Páli Jakobi Líndal. „Páll er umhverf-
issálfræðingur og kynnti fagið fyrir
mér,“ segir Lilja sem útskrifaðist úr
sálfræði frá Háskóla Íslands í vor.
Lilja vann tvær rannsóknir í
tengslum við ritgerðina. „Ég sá strax
þegar ég fór að skoða málaflokkinn
að lítið hefur verið rannsakað af
því sem mig langaði að skoða. Það
er hvernig fólki líði í mismunandi
skrifstofurýmum og hvernig mögu-
leikar á sálfræðilegri endurheimt
eru ólíkir eftir því hvernig vinnu-
umhverfi fólk er í,“ segir Lilja og út-
skýrir hugtakið. „Sálfræðileg endur-
heimt verður þegar fólk endurheimt-
ir andlega orku. Ef þú ert til dæmis
að vinna að erfiðu verkefni og ein-
beitir þér lengi, klárast athyglin og
til verður svokölluð athyglisþreyta.
Sálfræðileg endurheimt segir til um
hvernig umhverfið getur hjálpað til
við að endurheimta andlegan orku-
forða.“
Glerveggurinn kom best út
Við rannsóknina notaði Lilja þrjár
myndir. Þær voru allar eins fyrir
utan einn vegg. Á einni mynd var
heill veggur, á annarri glerveggur
og þeirri þriðju mattur glerveggur.
Annars sýndi myndin gluggalausa
hefðbundna skrifstofu.
Í fyrri rannsókninni, sem var
notuð til að staðla prófið, fékk Lilja
þátttakendur á Facebook til að
svara spurningalista en í þeirri síð-
ari, meginrannsókninni, voru þátt-
takendur úr háskólanum.
„Í rannsókninni svaraði fólk
ýmsum spurningum út frá því að
það væri í þeim aðstæðum sem
sáust á myndinni. Fólk átti að
ímynda sér að það hefði verið að
sinna krefjandi verkefni og þyrfti
nú að hlaða batteríin og þurfti að
meta hvernig skrifstofurýmið gæti
hjálpað til við það,“ lýsir Lilja.
Helstu niðurstöður rannsóknar-
innar voru þær að glerveggurinn
kom best út. „Það er eitthvað við
hann sem hefur áhrif á sálfræði-
lega endurheimt. Hins vegar voru
blendnar niðurstöður með matta
glervegginn en heili veggurinn kom
sýnu verst út.“
Opin rými skila minni árangri
Við undirbúning ritgerðarinnar las
Lilja sér til um fjölmargar rann-
sóknir. „Þar var margt áhugavert
að finna. Rannsóknir hafa til dæmis
sýnt að þessar opnu skrifstofur
sem eru svo vinsælar í dag skila
litlu öðru en sparnaði við bygg-
ingu. Þær skila sér hvorki í betri
afköstum eða líðan,“ segir Lilja.
Hún segir helstu umkvörtunarefni
fólks vera ónæði og hljóðmengun,
sjónræn truflun og léleg loftræst-
ing. „Loftræsting skiptir miklu um
líðan starfsmanna en erfiðara er að
loftræsta opin rými.“
Rannsóknir hafa einnig sýnt að
gluggar skipta miklu. „Sýnt hefur
verið fram á að gluggi í vinnurými
hefur jákvæð áhrif á skynjaða
fegurð rýmis og viðurvist glugga
minnkar líkamleg og andleg óþæg-
indi, líkt og erfiðleika með einbeit-
ingu, þreytu og pirring.“ Lilja teng-
ir þetta við eigin rannsókn og telur
að þar sem gluggar séu ekki til stað-
ar gæti glerveggur verið næstbesti
kosturinn. „Með honum skapast
ákveðið útsýni út fyrir skrifstofu
sem einstaklingur er að vinna í og
gæti það hugsanlega haft góð áhrif.
Þá gæti slíkur veggur boðið upp á
meiri möguleika til að hleypa inn
náttúrulegri birtu frá ytri rýmum.
Náttúruleg birta þykir æskilegri en
gervibirta en sýnt hefur verið fram
á að hún hefur jákvæð áhrif á skap,
árvekni og vellíðan.“
Lilja segir plöntur einnig skipta
miklu máli fyrir vinnuaðstöðuna.
„Rannsóknir hafa sýnt að það að
hafa plöntur í kringum fólk hefur
mjög jákvæð áhrif, sérstaklega
þegar kemur að sálfræðilegri end-
urheimt,“ segir Lilja og útskýrir að
mesta sálfræðilega endurheimtin
eigi sér stað þegar fólk fer út í nátt-
úruna. Að hafa plöntu á skrifstof-
unni gefi örlítinn nasaþef af því.
„Ég tel mikilvægt fyrir atvinnu-
markað og samfélagið í heild að öðl-
ast vitneskju um hvernig aðstæður
séu ákjósanlegar fyrir starfsfólk
og hvernig hægt sé að breyta út-
liti vinnustaðar til hins betra fyrir
streitustig, heilsu og líðan starfs-
fólks,“ segir Lilja með áherslu.
glerveggir skila betri líðan
Áhrif mismunandi skrifstofurýma á sálfræðilega endurheimt, er heiti BS-ritgerðar lilju Vignisdóttur í sálfræði. Niðurstöður leiddu í ljós að
glerveggur í gluggalausri skrifstofu veitir meiri möguleika til sálfræðilegrar endurheimtar en hefðbundin gluggalaus skrifstofa.
Sólveig
gísladóttir
solveig@365.is
Hollenska hönnunarfyrirtækið
Arco hefur sent frá sér nýja línu
skrifborða undir heitinu Grid
Work. Höfundur línunnar er breski
iðnhönnuðurinn Jonathan Prest-
wich. Hann segir nútíma vinnu-
staði snúast um frjálst flæði hug-
mynda og þekkingar og því þurfi
bæði skapandi og dýnamískt
vinnuumhverfi. Fólk vinni einn-
ig betur og skilvirkar ef því líður
eins og heima hjá sér og því þurfi
vinnuumhverfið að endurspegla
það. Rýmið þurfi að vera nota-
legt og hlýlegt. Þá sé heilsa starfs-
fólks mikilvægt atriði og kyrr-
seta afar heilsuspillandi. Því inni-
heldur nýja línan einnig há borð
sem hægt er að standa við. Það
eykur ekki bara líkurnar á að fólk
hreyfi sig meira og breyti oftar um
vinnustellingar heldur verða slík-
ar vinnueyjur einnig til þess að ýta
undir vinnudínamík. Arco er rót-
gróið fjölskyldufyrirtæki, stofn-
að 1904, og sérhæfir sig í hönnun
og framleiðslu borða, bæði fyrir
heimilið og skrifstofuna. Nánar
má forvitnast um hönnun fyrir-
tækisins á www.arco.nl
Hlýlegheit í vinnu
grid Work er heiti á nýrri línu skrifborða frá hollenska hönnunarfyrirtækinu arco.
Sýnt hefur verið
fram á að gluggi í
vinnurými hefur jákvæð
áhrif á skynjaða fegurð
rýmis og viðurvist
glugga minnkar líkamleg
og andleg óþægindi, líkt
og erfiðleika með ein-
beitingu, þreytu og
pirring. Lilja Vignisdóttir
lilja Vignisdóttir skrifaði bS-ritgerð í sálfræði um áhrif mismunandi skrifstofurýma á sálfræðilega endurheimt. mynd/anton
Hjá Fastus fæst fjölbreytt úrval af kaffivélum í öllum stærðum
og gerðum fyrir vinnustaði og einstaklinga.
Kíktu í heimsókn í verslun okkar og fáðu að smakka!
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16
Opið mán - fös 8:30 - 17:00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn
FJÖLBREYTT ÚRVAL
AF KAFFIVÉLUM
FYRIR SKRIFSTOFUNA
fastus.is
SkrifStofan kynningarblað
8. nóvember 20162
0
8
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
3
8
-F
5
4
C
1
B
3
8
-F
4
1
0
1
B
3
8
-F
2
D
4
1
B
3
8
-F
1
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
7
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K