Fréttablaðið - 08.11.2016, Blaðsíða 22
Workplace er ætlað að bæta flæði
upplýsinga, þekkingarmiðlun og
samskipti ásamt því að auka afköst
og bæta verkferla í sameiginlegum
verkefnum þvert á starfsemina.
Að sögn Árdísar Ármannsdóttur,
samskiptastjóra Hafnarfjarðar-
bæjar, er sveitarfélagið með hátt í
70 starfsstöðvar. „Miðillinn er til
þess fallinn að tengja alla skóla,
heimili og stofnanir Hafnarfjarð-
arbæjar betur saman og tryggja
að upplýsingar berist til starfs-
manna. Starfsemi okkar er í eðli
sínu fjölbreytt og þjónusta okkar
meðal annars á sviði fræðslu-, frí-
stunda-, skipulags-, umhverfis- og
fjölskyldumála. Þvert á þessi svið
starfa stjórnsýslusvið og fjármála-
svið. Við sáum Workplace sem
hentuga og góða leið til að virkja
samskipti milli allra starfsmanna
bæjarins, auka þekkingarmiðlun
og ýta undir frekara samstarf í
verkefnum. Einnig verða starfs-
menn betur upplýstir um það sem
er að gerast innan sveitarfélagsins
og geta sjálfir deilt hugmyndum
eða fréttum af spennandi verkefn-
um, líkað við færslur og komment-
að rétt eins og á Facebook. Þetta
er stór vinnustaður og nú eru allir
tengdir,“ útskýrir Árdís.
Nýtist í margt
Hún segir að miðillinn byggist á
ákveðnum grunnhópum fyrir alla
starfsmenn, hópum fyrir starfs-
stöðvar og sjálfsprottnum faghóp-
um. „Við settum ákveðna grunn-
hópa upp í takt við þarfir sveitar-
félagsins. Hver starfsstöð hefur
sína eigin síðu til að deila sérhæfð-
um upplýsingum og fróðleik. Fag-
aðilar eru með hópa fyrir verk-
efni sín, til dæmis dönskukennar-
ar þvert á skóla. Grunnhópar fyrir
alla eru nýttir til að deila frétt-
um af starfseminni, ábendingum
og tilkynningum um viðburði og
fundi. Sjálfsprottnir hópar geta
svo snúið að öllu mögulegu, sölu
hluta, hjólreiðum eða matreiðslu.
Miðillinn er til þess fallinn að efla
starfsandann og „fyrirtækjamenn-
inguna“ innan sveitarfélagsins“
segir Árdís.
Mikið öryggi
Workplace by Facebook safn-
ar saman á einn stað upplýsing-
um um starfsemina, myndum og
sögu. Efnið sem þar fer inn er í
eigu Hafnarfjarðarbæjar en ekki
Face book. Facebook hefur gert
mikið út á öryggi miðilsins. „Ég
er sannfærð um að Workplace mun
með tímanum fækka tölvupósti og
spara tíma þegar starfsmenn hafa
tamið sér notkun miðilsins. Nán-
ast allir starfsmenn kunna á Face-
book sem auðveldar mjög innleið-
inguna“.
Árdís segist ekki vita nákvæm-
lega hversu mörg íslensk fyrirtæki
hafi þegar tekið upp Workplace en
þau séu nokkur. „Við fengum kynn-
ingu á miðlinum hjá Icelandair og
leist mjög vel á. Tveimur dögum
eftir að við settum okkur í sam-
band við Facebook fengum við boð
um þátttöku og nú fjórum vikum
síðar er allur mannauður Hafn-
arfjarðarbæjar mættur til leiks
á Workplace. Ferlið gekk mjög
hratt fyrir sig og geri ég ráð fyrir
að Face book hafi þótt spennandi
að fá sveitarfélag með sér í þróun-
arvinnuna á samskiptamiðlinum.“
Nýr miðill
Workplace by Facebook er tiltölu-
lega nýr miðill sem er að stíga sín
fyrstu skref í heiminum. Um eitt
þúsund fyrirtæki eru þegar komin
með Workplace og voru 60.000 fyr-
irtæki á bið þegar Hafnarfjarðar-
bær sótti um þátttöku.
Þegar Árdís er spurð hver sé
svona framúrstefnulegur hjá
bænum að taka þetta upp svar-
ar hún. „Starfshópur var skipað-
ur í kringum endurskipulagningu
á innri vef. Þetta var niðurstaða
hópsins. Við erum svo nýskapandi
og framúrstefnuleg hjá Hafnar-
fjarðarbæ. Workplace var opnað
formlega í síðustu viku með veislu
á öllum okkar stöðum og fengum
við strax mjög jákvæð viðbrögð
frá starfsmönnum. Miðillinn er
strax orðinn mjög lifandi, áhuga-
verður og skemmtilegur.“
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fyrir miðju með hluta af starfsmönnum Hafnar-
fjarðarbæjar.
Áslaug Garðarsdóttir, Guðmunda Birna Þórhallsdóttir og Rósa Steingríms-
dóttir, starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar fagna nútíma samskiptamiðlun.
Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar.
Bæjarstarfsmenn
tengdir á Workplace
Hafnarfjarðarbær hefur tekið í notkun samskiptamiðilinn Workplace by Facebook
fyrir tæplega 1.700 starfsmenn sveitarfélagsins, fyrst íslenskra bæjarfélaga.
Starfsmenn bæjar-
ins eru sáttir við
Facebook by Work-
place.
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16
Opið mán - fös 8:30 - 17:00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn
VINSÆLIR OG VANDAÐIR
RÁÐSTEFNUSTÓLAR
Á GÓÐU VERÐI
Hjá okkur fæst gott úrval af húsbúnaði fyrir ráðstefnur
og minni fundi. Tryggðu þér og gestum þínum gott sæti,
á vönduðum og þægilegum stólum á góðu verði.
DHEENSAY
fastus.is
SkRiFStoFAn kynningarblað
8. nóvember 20164
0
8
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
3
8
-E
1
8
C
1
B
3
8
-E
0
5
0
1
B
3
8
-D
F
1
4
1
B
3
8
-D
D
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
7
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K