Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2016, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 08.11.2016, Qupperneq 30
Finnur þú fyrir sleni og framtaksleysi í vinnunni? Mögulega getur þú bætt úr því á einfaldan hátt. Hér eru nokkur góð ráð til að láta sér líða betur yfir daginn. 1) Borðaðu staðgóðan morgunverð. Þú gætir tapað orku og orðið þreytt ef þú borðar ekkert áður en haldið er til vinnu. 2) Stundar þú líkamsrækt? Þótt þú teljir þig ekki hafa orku skaltu samt fara. Það er ótrúlegt hvað orkan eflist með hreyf- ingu. 3) Drekktu meira en minna vatn. Vertu með vatnsglas hjá þér í vinnunni. 4) Borðar þú of sjaldan. Líkaminn þarf næringu til að halda blóðsykrinum í jafnvægi yfir daginn. Best er að fá sér eitthvað á þriggja til fjögurra tíma fresti. 5) Drekkur þú of mikið kaffi? Sérfræðingar segja að maður ætti ekki að drekka meira en þrjá bolla af kaffi yfir daginn. Kaffi getur aukið streituáhrif. 6) Finnur þú fyrir stressi? Streitan stelur orku. Reyndu að forðast stress og ekki taka of mörg verkefni að þér. 7) Hugaðu að næringu. Borðaðu fisk og grænmeti. Skortur á B6 og B12 getur orsakað þreytu. 8) Er mikið drasl á skrifborðinu þínu? Fólk sem er með mikið dót á skrifborðinu á það til að tapa þræðinum í því sem það er að gera. 9) Færðu þér vín til að sofa betur? Sumir telja að það hjálpi með svefn en vínið framkallar mikla þreytu. 10) Skoðar þú samfélagsmiðla fyrir svefn? Það ættirðu ekki að gera þar sem lýsingin frá skjánum getur haldið manni vak- andi lengur og svefninn verður verri. Þreyta í vinnunni? Bræðurnir Ronan og Erwan Buroullec hafa hannað kerfi skrif- stofuhúsgagna fyrir Vitra, ann- ars vegar bekki sem kallast Circle bences og hins vegar línu hús- gagna sem þeir kalla Cyl. Með línunum nálgast bræðurnir vinnu- umhverfið hvor úr sinni átt- inni. Bekkirnir eiga að skapa eins konar borgarstemmingu á vinnustaðnum þar sem fólk hitt- ist á óformlegum og afslöppuð- um nótum, en Cyl-línan einblín- ir á heimilislegt umhverfi þar sem tækja- og tæknimenning er lítt sýnileg. Í spjalli við hönnunarvefinn designboom segir Ronan Circle bekkina upphaflega hafa verið hannaða sem stóra útibekki á torg í stórborgum þar sem fólk gæti tyllt sér. Minni útfærsla færi vel í móttökusölum hótela, á söfnum og sannarlega á vinnu- stöðum. Þá hafi Cyl skrifstofu- húsgögnin verið hönnuð með heimili í huga, þá bræðurna hafi ekki langað að gera „hefðbund- in“ skrifstofuhúsgögn. Línan sam- anstendur af borðum, skilrúmum og sófum úr hlýlegum viði sem tengja má saman í nokkrar út- færslur vinnueyja með sívalnings- laga stálklemmum. Þeir Ronan og Erwan hafa áður hannað skrif- stofuhúsgögn fyrir Vitra, árið 2002, Join. Ronan segir að á þeim tíma hafi grár og svartur í bland við stál verið einkennandi fyrir skrifstofur en þeir völdu aðra leið, liti og textíl og marga sam- setningarmöguleika. Sú lína vakti strax gífurlega athygli en fólk hafði efast um að línan gengi upp í vinnustaðamenningunni. Hann á allt eins von á að það sama verði uppi á teningnum með nýju lín- urnar. Bouroullec-bræður hanna fyrir Vitra SkrifStofan kynningarblað 8. nóvember 201612 0 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 8 -F A 3 C 1 B 3 8 -F 9 0 0 1 B 3 8 -F 7 C 4 1 B 3 8 -F 6 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.