Fréttablaðið - 05.12.2016, Síða 4
Beltone Legend™
Enn snjallara
heyrnartæki
Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust
beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis
heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki
lánað til reynslu.Bel
to
ne
L
eg
en
d
ge
ng
ur
m
eð
iP
ho
ne
6
s
og
e
ld
ri
ge
rð
um
, i
Pa
d
A
ir,
iP
ad
(4
. k
yn
sl
óð
),
iP
ad
m
in
i m
eð
R
et
in
a,
iP
ad
m
in
i
og
iP
od
to
uc
h
(5
. k
yn
sl
óð
) m
eð
iO
S
eð
a
ný
rr
a
st
ýr
ik
er
.
A
pp
le
, i
Ph
on
e,
iP
ad
o
g
iP
od
to
uc
h
er
u
vö
ru
m
er
ki
s
em
ti
lh
ey
ra
A
pp
le
In
c,
s
kr
áð
í
Ba
nd
ar
ík
ju
nu
m
o
g
öð
ru
m
lö
nd
um
.
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
HEYRNARSTÖ‹IN
Austurríki Norbert Hofer, fram-
bjóðandi Frelsisflokksins í forseta-
kosningunum í Austurríki, játaði
ósigur sinn í gær. Hann óskaði mót-
frambjóðanda sínum, Alexander
Van der Bellen úr Græningjaflokkn-
um, til hamingju í stöðufærslu á
Facebook.
„Við erum allir Austurríkismenn,
óháð því hvernig við kusum. Lengi
lifi heimaland okkar, Austurríki,“
sagði Hofer, sem hefur verið gagn-
rýndur fyrir öfgasinnaðar þjóð-
ernissósíalistaskoðanir sínar. Á
meðal kosningaloforða hans var að
loka landamærum Austurríkis fyrir
innflytjendum og „setja Austurríki
í fyrsta sæti“, eins og það var orðað.
Meðal annars af þessum ástæðum
var vel fylgst með þróun mála. Í
sumum fjölmiðlum var gengið svo
langt að fullyrða að stjórnmála-
maður með viðlíka skoðanir hefði
ekki verið við völd í Evrópu frá því í
seinni heimsstyrjöldinni.
Útgönguspár í gær bentu til þess
að Vand der Bellen fengi 53,6 pró-
sent atkvæða en Hofer 46,4 prósent.
Sky fréttastofan greindi frá því í gær
að endanleg úrslit yrðu ekki ljós fyrr
en í dag þar sem talningu atkvæða
væri ekki lokið.
Sky segir að niðurstöðurnar komi
nokkuð á óvart þar sem skoðana-
kannanir sem birtar voru fyrir
kjördag, sem var í gær, hefðu sýnt
að staða frambjóðendanna væri
hnífjöfn.
Þetta var önnur umferð kosn-
inganna, en sú fyrri fór fram í maí
síðastliðnum. Þá sigraði Van der
Bellen með minna en 1 prósents
atkvæðamun. - jhh
Austurríkismenn höfnuðu þjóðernisöfgum í forsetakosningum
Útgönguspár sem birtar voru í gær bentu til þess að Alexander Van der Bellen
fengi 54 prósent atkvæða. Hann ræddi við fjölmiðla í gær. FréttABlAðið/EPA
Við erum allir
Austurríkismenn,
óháð því hvernig við kusum.
Lengi lifi heimaland okkar,
Austurríki.
Norbert Hofer, sem tapaði í forseta-
kosningum í Austurríki um helgina
stjórnsýslA Með sameiningu allra
sveitarfélaga í níu stór sveitarfélög
mætti leggja niður Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga og einfalda regluverk
umtalsvert, að mati efnahagssviðs
Samtaka atvinnulífsins. Samtökin
hafa sent frá sér skýrslu um framtíð
sveitarfélaganna þar sem aðaltillaga
þeirra til að sporna við lélegri afkomu
sveitarfélaganna á landinu er að sam-
eina þau með róttækum hætti og
fækka þeim um 65 alls, úr 74 í 9.
„Við sjáum að stærri sveitarfélög
eiga að skila aukinni stærðarhag-
kvæmni. Þarna fáum við til að mynda
tækifæri til þess að veita betri þjón-
ustu þar sem stærri sveitarfélög eiga
auðveldara með að draga til sín sér-
hæft, vel menntað og reynslumikið
fólk til starfa,“ segir Ólafur Loftsson,
skýrsluhöfundur og starfsmaður
efnahagssviðs SA.
„Það hefur verið mikið í umræð-
unni að færa fleiri verkefni frá ríki
til sveitarfélaga en það er einfaldlega
ekki hægt þegar við erum með svona
mörg lítil sveitarfélög eins og núna.
Málefni fatlaðra voru færð yfir árið
2011 en málið er að þau ráða bara
ekki við það. Tilfærsla grunnskólanna
árið 1996 hafði mjög jákvæð áhrif á
sameiningar sveitarfélaganna en yfir-
færslan á málefnum fatlaðra hafði
engin áhrif til sameiningar af því að
þá var ákveðið að stofna þjónustu-
svæði sem er ekkert annað en við-
bótarstjórnsýslustig,“ segir Ólafur.
Í skýrslunni kemur fram að sam-
starfsverkefni sveitarfélaganna séu
nú 328 talsins. Samskipti þeirra á
milli séu flókin og kostnaðarsöm
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í
Fjallabyggð sem varð til við samein-
ingu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar árið
2006, segist sammála um að það megi
fækka sveitarfélögum. Þessar tillögur
gangi þó helst til of langt. „Ég held að
þetta sé algjörlega út í hött nema í
einhverri langri framtíð. Í raun og
veru fer valdið á einn stað langt frá
flestum af þessum byggðarkjörnum.
Ef það er hagfellt þá er ég sammála
því en það má ekki tapa þessari nánd
við kjörna fulltrúa og embættismenn,
sem óhjákvæmilega yrði.
Svo er annað líka. Það ríkir ákveðin
samkeppni á milli sveitarfélaga þann-
ig að menn gera vel við sína íbúa. Það
verður allt drepið niður með þessu.
Þetta er bara miðstýring. Það er eigin-
lega ótrúlegt að þetta komi úr ranni
Samtaka atvinnulífsins.“
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
segist hrifinn af hugmyndinni. Hug-
myndir í þessa átt hafi komið frá sam-
ráðsvettvangi um aukna hagsæld á
Íslandi og heyrst í ráðherratíð Krist-
jáns Möller á þarsíðasta kjörtímabili.
„Einfaldasta leiðin á Íslandi væri sú
að það væri einhver lágmarks íbúa-
fjöldi lögfestur.“ Halldór segir að slíkt
hafi verið gert í Danmörku þar sem
sveitarfélög máttu ekki hafa færri en
20 þúsund íbúa.
„Við viljum sjá eflingu sveitar-
stjórnarstigsins með sameiningu
sveitarfélaganna en að íbúarnir eigi
síðasta orðið. Danirnir fóru þessa
Excel-leið og svo gátu sveitarfélögin
sjálf ákveðið hverjum þeir vildu sam-
einast.“ snaeros@frettabladid.is
Telja að fækkun sveitarfélaga
um 65 myndi auka hagræði
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, undrast tillögur Samtaka atvinnulífsins í átt til meiri mið-
stýringar. Hann segist þó jákvæður gagnvart því að ná fram meiri hagræðingu í rekstri sveitarfélaganna.
10.281
✿ sveitarfélög eftir sameiningar
Fjöldi íbúa*
6.883 7.128 29.361
22.509
15.766
26.982
reykjavík
Seltjarnarnes
Mosfellsbær
Kópavogur
Garðabær
Hafnarfjörður
123.536
77.046
ítAlíA Ítalir greiddu í gær atkvæði um
róttækar kerfisbreytingar á öldunga-
deild þingsins.
Atkvæði voru greidd um hvort
fækka beri öldungadeildarþing-
mönnum úr 315 í 100, hætt verði að
kjósa til öldungadeildar með beinni
þjóðaratkvæðagreiðslu en í staðinn
verði hún skipuð kjörnum sveitar-
stjórnarmönnum og fulltrúum skip-
uðum af forseta. Þá var kosið um að
afnema vald öldungadeildarinnar
til að leggja fram vantraust á ríkis-
stjórnina.
Búist er við niðurstöðum úr kosn-
ingunum snemma í dag. Matteo
Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur
sagt ætla að segja af sér embætti verði
tillögurnar ekki samþykktar. - snæ
Ítalir að
kjörborðinu
BAndAríkin Tugir létust í elds-
voða í Oakland í Bandaríkjunum á
föstudag. Eldurinn kom upp í vöru-
skemmu þar sem heilmikil skemmt-
un var haldin. Búið er að finna lík 24
einstaklinga en enn á eftir að fara yfir
um 80 prósent svæðisins sem varð
eldinum að bráð.
„Fjöldi látinna á enn eftir að
aukast,“ sagði Ray Kelly lögreglu-
stjóri í tengslum við leitina.
Unnið er að því að bera kennsl á
líkin með hjálp tannlæknagagna og
DNA-sýna. Þá hefur samfélag trans-
fólks verið virkjað til að hjálpa til við
að bera kennsl á líkin. – snæ
Tugir látnir
í eldsvoða
Eldurinn kom upp í vöruskemmu.
FréttABlAðið/EPA
Það ríkir ákveðin
samkeppni á milli
sveitarfélaga þannig að
menn gera vel við sína íbúa.
Það verður allt drepið niður
með þessu.
Gunnar I. Birgisson,
bæjarstjóri í Fjalla-
byggð
Málefni fatlaðra
voru færð yfir árið
2011 en málið er að þau ráða
bara ekki við það.
Ólafur Loftsson, starfsmaður efnahags-
sviðs SA
5 . d e s e m B e r 2 0 1 6 m Á n u d A G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð
0
5
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:4
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
8
C
-D
6
7
C
1
B
8
C
-D
5
4
0
1
B
8
C
-D
4
0
4
1
B
8
C
-D
2
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K